Stjórnarfundur 20.apríl 2009
7. Stjórnarfundur BSÍ mánudaginn 20. apríl 2009 kl 16.30
Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný
Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, og Sveinn
R. Eiríksson. Páll Þórsson og Ragnheiður Nielsen boðuðu
forföll.
1. Skýrsla
forseta, fór yfir fund sem var haldinn í
menntamálaráðuneytinu (valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.stjr.is
Skrifstofa íþrótta- og æskulýðsmála) varðandi styrki ráðuneytisins.
Á fundinn mættu fulltrúar margra íþróttafélaga, skáta og fl. Búast
má við að á næsta ári verði styrkir til félaga skornir enn meir
niður eða um 10% í viðbót við niðurskurð síðasta árs vegna breyttra
aðstæðna í ríkisútgjöldum.
2. Skýrsla
framkvæmdastjóra,
Íslandsmót yngri spilara í
sveitakeppni fór fram laugardaginn með
þátttöku aðeins tveggja sveita, landsliðs Íslands í flokki
spilara sem eru 25 ára og yngri og landslið Íslands flokki spilara
sem eru 20 ára og yngri. Eldra liðið vann en í því spiluðu Grímur
Kristinsson, Guðjón Hauksson, Gabríel Gíslason og Jóhann
Sigurðarson. Í öðru sæti urðu Davíð Örn Símonarson, Ólafur Hrafn
Steinarsson, Fjölnir Jónsson og Ingólfur P. Matthíasson.
Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi féll niður
vegna lítillar þátttöku
3.
Unglingamótið um páskana, framkvæmd þess (Nordic Junior
Championship). Ólöf þakkaði sérstaklega Guðnýju frábært framlag
hennar og Ragnheiðar við undirbúning, en einnig fékk undirritaður
þakkir fyrir myndatöku. Hinir norrænu gestir þökkuðu fyrir
sig og töldu afar vel að þessu staðið og okkur til mikils sóma.
Gestir vorir voru einnig ánægðir með verð og gæði á gistingu á
Hótel Vík. Sveinn stýrði mótinu af mikilli fagmennsku. Hann sá
einnig um að setja mótið og slíta því, sá um verðlaunaafhendingu
ásamt Guðnýju. Norski þjálfarinn hrósaði Dönum sérstaklega fyrir
gott fordæmi með að koma með 3 lið einir þjóða. Samkvæmt reglum
mótsins eiga að vera 3 lið frá hverju landi: U-25, U-20 (skólalið)
og stúlknalið, síðan ætti hver þjóð að velja hvert af liðunum
keppti um titilinn. A.m.k. 5 lið lið eiga að vera í aðalkeppninni,
það náðist ekki þar sem hvorki Finnar né Færeyingar sendu
lið.
Norræn spjallsíða. Svenni ræddi við erlendu
gestina um að setja upp lokaða spjallsíðu fyrir NM, það gæti
hjálpað til við auka samstarf bridgesambandanna á
Norðurlöndum, nú er til dæmis fundur í Finnlandi í júní í tengslum
við NM, gæti hjálpað til við að undirbúa mál þar.
4.
Sumarbridge Sveinn mun reyna semja um ráðningu á
keppnisstjóra fyrir sumarið. keppnisstjóri gæti hugsanlega safnað
verðlaunum. Vegna mikilla verðhækkana samþykkir stjórnin að hækka
keppnisgjöld í 1000 kr og 500 kr.
5. Magic
Contest, (SRE) Samþykkt að taka nýju tilboði
Brenning. Í framhaldinu þarf að athuga með innkaup á
fleiri Bridgemate hugsanlega frá framleiðanda í Hollandi
6. Úrslitin
í sveitakeppni - Þorsteinn ætlar að aðstoða við
undirbúning. Erfitt er að fá umfjöllun í fjölmiðlun núna vegna
kosninga. Athuga þarf skrínin, kominn tími til að lakka þau eða
mála.
Sveinn ætlar að stýra fyrirliðafundi, hann ætlar líka að stilla upp
mönnum í dómnefnd fyrir mótið. Dýrt að halda mótið á Hótel
Loftleiðum.
7. Mótaskrá
næsta árs Páll sendi enn inn breytingar á fyrirhugaðri
mótaskrá, enn eru ýmsar hugmyndir um að samtengja kvennamótið í
tvímenning og kvennamótið í sveitakeppni, hafa þetta 3 daga
mót á einni langri helgi. Svipað væri líka hugsanlegt með
paramótin. Ef hægt væri að fá gott tilboð um gistingu frá
nágranna hóteli okkar myndi það ekki skemma. Samþykkt að halda
áfram að vinna með mótaskrá næsta árs og hafa hana tilbúna fyrir
kjördæmamótið á Eskifirði.
8. NM í
Turku í Finnlandi, undirbúningur er á fullu, tengiliður
þarf að vera fyrir bæði lið. Skila þarf kerfum fyrir lok þessarar
viku, einnig þarf að skila ferðaplani fyrir alla enda ætla Finna að
sækja alla og skila þeim í sína gistingu. Jörundur er tengiliður
fyrir Kvennaliðið en Jón Baldursson tengiliður fyrir liðið í opnum
flokki.
9. Þýðing
bridgereglna (JÞ) Sigurður Vilhjálmsson er tilbúinn að
taka þátt í þátt í verkinu, gott væri að fá fleiri í
sjálfboðavinnuna. Sveinn er tilbúinn í yfirlestur þegar verki
lýkur, það er mjög gott því fáir hafa jafnmikinn skilning á lögunum
og hann hér á landi.
10. Önnur
mál - Ólöf: Alfreðssjóður tapaðist að mestu, hafði
verið geymdur í einhverjum peningabréfum, enginn aðgangur hefur
verið að honum síðan bankahrunið varð. Inneign minnkar úr um
750.000 niður í 150.000. Eftir úthlutun sem ákveðin var á síðasta
ári upp á 60.000 þá eru eftirstöðvar u.þ.b. 90.000 kr. Greinilegt
er að umsýsla var ekki heppileg hjá bankanum.
Mikilvægt að hjálpa til við myndun para fyrir paramótið
Sveinn hafði samband við Erlu Sigurjónsd og spurði hvort þeir gætu
ekki staðið fyrir páskamóti í Hafnarfirði. Erla tók áskoruninni og
þar var 36 para mót sem Þórður stýrði.
Aðeins var rætt um að hafa opin augun fyrir heppilegra húsnæði -
einnig rætt um endurnýjun skrína - viðhald á stólum
Ekki náðist að ræða umsókn um niðurfelling á hluta
fasteignaskatts
Reykjavík 20. apríl 2009