16.mars 2009

þriðjudagur, 17. mars 2009

Dagskrá:

Um fjármál Bridgehátíðar o.fl.: Líkur að ekki verði halli á henni, mikill léttir.

Athuga með að endurskíra mótið Reykjavík Bridgefestival þá yrðu ef til vill fleiri styrktaraðilar. Aukning var í sveitakeppni, fækkun í tvím. Ástæður geta verið ýmsar s.s. hærri keppnisgjöld.

Úr úrslitum móta frá síðasta fundi:

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni 2009 fór fram helgina 21.-22. feb. 2009. 10 sveitir tóku þátt í mótinu. Spilaðar voru 9 umferðir með 12 spilum í hverri umferð. Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson og stjórnaði lipurlega eins og alltaf.

Íslandsmeistarar kvenna í sveitakeppni 2009 er sveit Plastprents, spilarar: Arngunnur Jónsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Soffía Daníelsdóttir.

1. Plastprent 174
2. Hrund Einarsdóttir 156 Hrund - Dröfn - Brynja - Harpa
3. Hótel Búðir 149 Ragnheiður N - Hjördís - Anna Í- Guðrún Ó - Valgerður - Gunnlaug
4. DEEA 145 Dóra - Erla - Esther - Alda

Fjórar efstu sveitirnar úr Íslandsmótinu öðluðust rétt á því að spila um sæti í landsliði kvenna fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi 5.-7.júní. Spila átti um þetta sæti helgina 14. og 15.mars n.k. en nú er svo komið að sveitirnar sem lentu í 2., 3. og 4. sæti að þær hafa gefið frá sér rétt sinn að keppa um að vera fulltrúi Íslands í Finnlandi. Því telst Plastprent réttkjörinn fulltrúi.

Íslandsmót í tvímenningi var haldið að Síðumúla 37 helgina 7.-8. mars. Spilaðar voru 20 umferðir með 6 spilum milli para. 36 pör tóku þátt í mótinu, farsæll keppnisstjóri var Vigfús Pálsson. Lokastaðan var þessi:

Íslandsmeistarar í tvímenningi 2009 eru  Ómar Olgeirsson - Júlíus Sigurjónsson 207,2
2. Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson 202,9
3. Eiríkur Jónsson - Jón Alfreðsson 159,6
4. Stefán G Stefánson - Vignir Hauksson 145,1
5. Gísli Steingríms. - Sigtryggur Sigurðs. 144,8

Jón og Þorlákur skutust í 2. sætið með góðu skori í síðustu umferð og voru nálægt því að stela fyrsta sætinu, fyrir umferðina munaði 50 stigum.

Nokkuð varð vart gagnrýni á fyrirkomulag móts.

Ef til vill er komin þreyta í Monrad-formið því það hefur verið mikið notað að undanförnu. Margir hafa óskað eftir barómeter. Mótið var einnig mjög stíft, fulltrúar mótanefndar samt á því að eftir að undankeppni var felld niður þá sé meiri krafa um aukna spilamennsku. Til að koma til móts við það mætti spila þrjá daga, byrja á föstudagskvöldi.

Athuga húsnæði, getur hjálpað mótinu.

Varðandi svæðamótin: Vel má hugsa sér að tvö efstu pör á hverju svæði öðlist þátttökurétt í sérstöku móti, þetta komi til móts við óskir dreifbýlisfélaga um að svæðamótin veiti einhver réttindi.

Norðurlandamótið (Nordisk Mesterskab) í Turku (Åbo) í Finnlandi, 5.-7. júní 
Uppástunga um að  Jörundur fari með og styðji kvennaliðið auk þess sem hann mætir á fund þar í norrænu samtökunum. Þjálfun: Ræða við GPA um verkefni sem lögð yrðu fyrir liðin.

JÞ sagði að þær væru þegar farnar að huga að aukinni þátttöku í mótum auk sagnæfinga. Mörg mót eru framundan s.s. sveitakeppni bæði í B.Kóp. og í BR auk þess sem sveitin tekur þátt í undanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni sem verður eftir tvær vikur. Æfingarnar munu væntanlega enda á þátttöku í kjördæmamótinu á Eskifirði.

Eykt (Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson, Steinar Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson ) sem sigurvegari úr Icelandexpress deildinni verður sem fulltrúar karla. Ekki er ljóst hverjir fara úr þeirri sveit. Aðeins verða sendir 4 á Norðurlandamót

Gæti verið gott að hafa mót í öllum flokkum um páska

3. Unglingamótið um páskana, framkvæmd þess: Nú lítur út fyrir að 7 lið taki þátt í mótinu, reynt verður að útvega eitt lið í viðbót. Þrjú lið eru frá Danmörku (15 gestir), þar af eitt stúlknalið, eitt sænskt lið (6 gestir) og eitt lið frá Noregi (6 gestir). Fjöldi erlendra gesta þegar fylgdarmenn eru taldir eru 27. Þetta er umtalsvert minni þátttaka en gert var ráð fyrir svo að aftur þarf að semja um veitingar, athuga hvort ekki sé hægt að fá matinn sendan í Síðumúla 37 þar sem spilamennskan fer fram.

Síðan er spurning um starfsmenn: Ómar Olgeirs, Gunnar Björn með BBO, starfsmenn: Denna, Svenni, Þorsteinn. Einnig þarf hugsanlega einhvern akstur, helst í sjálfboðavinnu.

4. Sumarbridge (SRE): Ekki búið að finna keppnisstjóra fyrir sumarbridgið, en ýmsir koma til greina. Stefnt að því að spilað verði mánudaga og miðvikudaga. Ekki ráðlegt að vera með föstudagsbridge, það getur dregið úr þátttöku hina dagana. Ef þátttaka verður mikil má endurskoða þessa ákvörðun.

Einnig mætti brydda upp á ýmsum nýjungum s.s. eins og að hafa bridge fyrir byrjendur á fimmtudögum, hafa silfurstigamót einu sinni í mánuði. Auk þess kæmi til greina að bjóða upp á spilamennsku klukkan 13-16 einu sinni í viku þegar bridge fyrir heldri spilara leggst af í júlí.

Varla grundvöllur fyrir útboði á sumarbridge, stundum afar slök laun í gangi fyrir það.

Athuga hvort kynningarfulltrúi hjá Flugleiðum geti aðstoðað með kynningu á bridgemótum.

5. Magic contest, samningar (SRE) í vinnslu Ólöf og Sveinn eru með það.

6. Undanúrslitin í sveitakeppni 27.-29.mars- húsnæði o.fl. (ÓÞ)

Búið að reikna út stig, er verið að raða, dráttur á þriðjud kl 18.15, Páll og Ragnheiður draga. Skerpa þarf á reglum um gestasveitir í svæðamótum, við upphaf svæðamóts þarf slíkt að liggja fyrir, tilkynningarskylda til framkvæmdaraðila til BSÍ.

7. Mótaskrá næsta árs: Er í vinnslu, mótanefnd stefnir á að hafa þetta klárt fljótlega,

taka þarf tillit til eftirfarandi móta: Champions cup,(Breki) - Eldri og yngri spilara á sama tíma og nationalar, Madeira 3.-10. nóv. Ragnheiður benti á þéttleika móta hjá konum.

8. Þýðing bridgereglna (JÞ) Jörundur er byrjaður á að þýða bridgelögin, næstum hálfnaður. En vegna mikilla anna er hlé á þýðingunni núna. Hann þiggur gjarnan aðstoð við verkið. Mikilvægt er að flýta verkinu, lögin tóku gildi í janúar 2008 og eiga í síðasta lagi að vera komin í gagnið frá september 2008.

9. Menntamál (færist til næsta fundar)

10. Önnur mál. Kjördæmamótið á Eskifirði 23.-24.maí: Athuga með boð til Fæeyinga, menn sammála um að þeir séu velkomnir. Betra er að hafa yfirsetu en að standa í miklum kostnaði vegna liðs á vegum BSÍ.

Fundi slitið, næsti fundur verður boðaður með dagskrá í næsta mánuði Jörundur

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar