Ársþing 19.okt. 2008
60. Ársþing Bridgesambands íslands Sunnudaginn 19. okt 2008
1. Þingsetning
Þorsteinn Berg forseti setti þingið og stakk upp á Guðmundi
Baldurssyni sem fundarstjóra.
2. Starfsfólk
þingsins skipað
Fundarstjóri:
Guðm.Baldursson
Fundarritarar:
Hrafnhildur Skúladóttir og Jörundur þórðarson,
Kjörbréfanefnd: Ísak
Sigurðsson, Loftur Pétursson og Sigurður Vilhjálmsson
|
nöfn |
Atkvæði |
Bridgefélag Hafnarfjarðar |
Erla Sigurjónsdóttir |
2 |
Bridgefélag Kópavogs |
Loftur þór Pétursson, Þorsteinn Berg |
2 |
Bridgefélag Reykjavíkur |
Ísak Örn Sigurðsson, Rúnar Gunnarsson, Páll Valdimarsson, Guðný Guðjónsdóttir |
4 |
Bridgefélag Borgarfjarðar |
Þorvaldur Pálmason |
3 |
Bridgefélag Siglufjarðar |
Stefanía Sigurbjörnsdóttir |
2 |
Bridgefélag Akureyrar |
Hermann Huijbens, Víðir Jónsson |
2 |
Bridgefélag Selfoss |
Sigurður Vilhjálmsson, Brynjólfur Gestsson |
2 |
Bridgefélag Muninn & Suðurnesja |
Garðar Garðarsson |
2 |
Bridgefélag Breiðfirðinga |
Jón Jóhannsson, Sturlaugur Eyjólfsson |
3 |
Miðvikudagsklúbburinn |
Guðlaugur Sveinsson, Guðrún Jörgensen |
2 |
|
|
24 |
Aðrir sem mættir voru: Ólöf Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Þorsteinn Berg, Ómar Olgeirsson, Júlíus Sigurjónsson, Þórður Ingólfsson,
Auk þess tók Jón þátt í einmenningsmóti í Kína þar sem aðeins bestu spilurum var boðið. Enn sýndi hann og sannaði getu sína og lenti í 5. sæti af 32 í sterkum félagsskap. Efstir voru Norðmennirnir tveir Helness og síðan Helgemo.
Að lokum bætti hann því við að næstu páska eigum við halda Norðurlandamót fyrir yngri spilara.
Umræður um lið 6 og 7:
Páll Valdimarsson: Fannst vanta skýrslur frá fastanefndum. Tjáði sig um landsliðsval. Ósáttur með að velja ekki vel samspiluð pör í landsliðið. Vill fá breiðari hóp og senda fleiri á mót erlendis. Gerði athugasemd við kostnað v/landsliða. Spurði hvort til væri listi yfir menn sem ekki mættu vera í landsliði.
Þorsteinn: Ekki til neinn svartur listi. Næsta stjórn skipi landsliðsnefnd.
Spurði einnig um kostnað af getraunasölu. Svar mestmegnis bónusgreiðslur til þeirra sem tippa.
Loftur ánægður með vel fram setta reikninga en nú er aðhalds þörf.
Reikningar samþykktir
Aðalstjórn: Páll Þórsson, Garðar Garðarson, Sveinn Rúnar Eiríksson og Guðný Guðjónsdóttir
Varastjórn: Jörundur Þórðarson og Ragnheiður Nielsen
Guðjón
Bragason formaður
Björgvin Þorsteinsson varaformaður
Esther Jakobsdóttir
Guðmundur Ágústsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Kristján Kristjánsson
Loftur Þór Pétursson
Til vara voru valdir Brynjólfur Gestsson og Loftur Þór Pétursson
Stungið var upp á hækkun í 120 krónur vegna mikillar gengislækkunar krónu og vegna verðbólgu undangenginna ára, tillagan um hækkun var felld og talið vænlegra að safna frekar félögum.
Erla Sigurjónsdóttir: Ósátt við að formenn fastanefnda skuli ekki mæta á þingið og skila einhverju frá sér. Efla þarf BSÍ
Páll Valdimarsson: Tók undir með Erlu. Óskaði nýrri stjórn heilla og góðs gengis við að efla hag BSÍ. Lýsti sig fúsan til að starfa fyrir BSÍ.
Sveinn Rúnar ræddi um samstarf sitt við Thomas Brenning. Áður fyrr voru ýmiss konar forrit í gangi til að sjá um útreikninga, viðmót forritanna hins vegar lítt aðlaðandi og þekking á forritun jafnvel þörf. Þetta forrit og viðkomandi Bridgemate tæki eru mikil betrumbót, nú þurfi ekki að kaupa rándýra forritun til að viðhalda forritinu heldur árlegar uppfærslur sem fylgi með árgjaldi eða leigu. Samið verði um eitt leigugjald á ári sem gildi um leið fyrir öll félög á Íslandi. Nú þegar komnar uppfærslur fyrir tvímenning og einmenning. Verið að vinna í sveitakeppnisuppfærslu. Mun meira öryggi er á færslum, gagnvirkni tryggir að ávallt sést augnabliksstaðan í mótinu. Sveinn benti á að BridgeMate er tvíþætt. Fyrst er best að læra að nota forritið, seinna skrefið er svo að nota það með BridgeMate tækjunum þar sem þátttakendur slá sjálfir inn gögnin.
Garðar Garðarsson sagði að mörg bridgefélög hefðu sameinast öðrum sbr Muninn og Bf. Suðurnesja. Mikil ánægja er með BridgeMate - dýrt eða erfitt fyrir félög utan af landi að vera með keppnisstjóra, allt unnið í sjálfboðavinnu, BridgeMate léttir mönnum starfið. Hvatti til þess að öll bridgefélög úti á landi tækju tækið í notkun ef það væri ekki of dýrt
Sveinn Rúnar taldi að ekkert væri því til fyrirstöðu að lána tæki út í félögin, sagði að Akureyrirngar væru með forritið nú þegar í notkun. Vandkvæði væru þó á að þjónusta það, hann gæti það ekki einn. Í hverju svæði yrði að vera einn sérfræðingur sem gæti liðsinnt keppnisstjórum á svæðinu.
Þórður Ingólfsson: Hamingjuóskir til stjórnar, sá að mörg upptalinna félaga (24) væru óvirk. Tók undir aths ÞP um fræðslumál. Einnig mikilvægt að styðja við bakið á nýjum keppnisstjórum - fá fleiri til að taka að sér keppnisstjórn. Mismikil tölvvukunnátta keppnisstjóra.
Sú fyrri var um grein 2.3 um undanúrslit í sveitakeppni:
2.3. Undanúrslit. Í undanúrslitum spila 40 sveitir sem skipt er í 4 riðla. Í hverjum riðli er spiluð raðkeppni, 20 spila leikir, án hálfleiks. ....
Þetta var samþykkt samhljóða.
Breytt reglugerð yrði því eitthvað á þessa leið
3.
Tvímenningskeppni.
3.1. Keppnisfyrirkomulag.
Meistaramót í tvímenning spilast sem opin svæðamót og
úrslit. eitt úrslitamót og eru úrslitin eru
opin fyrir alla spilara
3.2. Svæðamót.
Svæðasamböndin halda undankeppnina. Undankeppnin er opin öllum
spilurum innan sambandsins, svo lengi sem húsrúm leyfir og ræðst þá
forgangsröð af skráningartíma. Spila skal a.m.k. 60 spil. Tvö eða
fleiri svæði geta sameinað hjá sér mótin og leggst þá kvóti þeirra
saman. Hverju pari er heimilt að kalla til 1 varamann í allt að
þriðjungi keppninnar, án þess að réttur þess skerðist. Spili
varamaður meira en þriðjung hefur hann um leið fengið réttindi þess
spilara sem hann leysir af hólmi.
3.3. 3.2. Úrslit
Rétt til að spila í úrslitum eiga þau pör
sem enduðu í ¾ efsta hlutanum í svæðamótum auk þess sem 10 efstu
pörin í úrslitum árið á undan eiga rétt á að spila í úrslitum.
Heimilt er að spila um rétt í úrslitum í fleira en einu
svæðamóti.
Í úrslitum er spilaður monrad barómeter og spilafjöldi fer eftir þátttöku . Ef 60 eða færri pör: 20 umferðir með 6 spil milli para. Ef 61-84 pör: 24 umferðir með 5 spil á milli para. Ef 85 eða fleiri pör: 30 umferðir með 4 spil milli para.
Hverju pari er heimilt að kveðja til varmann
í allt að fjórðung keppninnar, án þess að réttur þess skerðist.
Spili varamaður meira en fjórðung missir parið réttindi til
verðlauna. Verði pör jöfn í svæðamótum ræður hlutkesti.
Verði pör jöfn í lok móts ræður; a) samanburður þegar pör sitja í
sömu átt, b) hlutkesti.
Mjög mikil umræða varð vegna þessarar tillögu, Flestir fulltrúar félaga dreifbýlis lýstu sig andsnúna þessari breytingu enda fjáröflun mjög tengd svæðamótum. Erla taldi sig þurfa meiri tíma til að skoða tillöguna og til að geta borið hana undir fleiri félaga. Finnst miður að svæðamót leggist af. Loftur taldi að nýjar tímar (kreppa) stuðli að aukinni þátttöku fólks í bridge, fólki komi til með að hafa meiri tíma, vill halda í svæðamótin líka vegna fjáröflunar. Hvetur til góðrar móttöku nýliða. Þorvaldur vildi svæðamótin áfram. garðar vildi færri spil á svæðamótum.
Sveinn og fleiri sem breytingatillöguna studdu töldu hana einungis endurspegla breyttar aðstæður og þátttaka í Íslandsmótum beinlínis minnki vegna svæðamóta. Júlíus taldi að svæðamótin hafi nánast gengið af Íslandsmótinu dauðu. Guðlaugur lýsti stuðningi við tillögu og sagði svæðamótin barn síns tíma.
Tillagan var samþykkt með 13:10
Þorvaldur Pálmason greindi frá samstarfi sínu við Guðmund Pál ArnarsonÍ framhaldi af ósk Bf. Borgarfjarðar (Sveinbjörn Eyjólfsson) við GPA um að haldið yrði námskeið helst óháð stað og tíma. Þeir settu sér þrjú meginmarkmið:
1. Efla bridge í BB
2. Starf GPA skili sér í þessu verkefni
3. Þar sem verkefnið er kostnaðarsamt er enn ríkari ástæða til þess að verkefnið skili sér til annarra í bridgehreyfingunni
Umsókn um styrk var greiðlega samþykkt af BSÍ og er hér þökkuð.
Undirbúningur: Kennsluumhverfi var sett upp, gagnagrunnstengdur vefur, aðgangsstýrð notkun, nemendur, kennarar og stjórnendur með mismikil réttindi. Vefumsjón með gagnvirkni, verkefni, námskeiðsmöguleikar, einföld umsýsla, einnig samskipti í pósti og umræðuvef. Veffang: netskoli.is/bridge
Fyrsta námskeiðið fjallaði um vörnina: 5 lotur - gögn og spil - tengt spilamennsku á staðnum - tal og tónar. Sama námskeið einnig boðið fólki í sumarspilamennsku á gjafverði krónur 2000 til að endurgjalda styrk.
Þorvaldur taldi jafnvel möguleika vera á tengingu við Bridgemate, Þetta væri mjög gagnlegt til fræðslu yngri sem eldri.
Hann hrósaði Borgfirðingum, enginn keppnisstjóri, spilarar leysa málið sjálfir við borðið, mikil áhersla á félagsskapinn sjálfan, öllum líði sem best við spilaborðið.
Hvatti til þess að fræðslunefnd yrði skipuð við BSÍ. Lýsti sig reiðubúinn að koma að því máli.
Loftur Þór hvatti alla til að taka vel á móti nýliðum, háttvísi afar mikilvæg, leiðbeina nýliðum. Sagði að Heimir Háfdánarson væri með bridgekennslu í MK og nemendur fengju einingar, skortir á betri þjónustu frá BSÍ en vonar að gott leiði af starfi GPA og ÞP.
Guðlaugur Sveinsson óskaði nýrri stjórn farsældar. Nú að undanförnu hefur verið á brattan að sækja í miðvikudagsklúbbnum, kannski vegna knattspyrnuleikja o.fl. Hann þakkaði Ólöfu fyrir gott samstarf. Hann er til að veita liðstyrk ef á þarf að halda. Er ánægður með störf fyrri stjórnar. Hvatti til samstöðu: Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér.
Sleit að því loknu þinginu