4.september
fimmtudagur, 4. september 2008
13. stjórnarfundur 4.sept.
2008 Allir mættir
1.
Uppgjör vegna Evrópumóts í opnum flokki
Ólöf fór yfir kostnað
vegna þátttöku í opna flokknum EM. Ekki er búið að ganga frá
öllum kostnaðarliðum en þetta verður allt komið á næsta
fundi.
2
Þorsteinn: Björn Eysteinsson hefur valið 3 pör til að keppa í opnum
flokki á
Olympíumótinu í Kína: Jón Baldursson, Björn Eysteinsson, Aðalsteinn
Jörgensen, Sverrir Ármannsson, Hrannar Erlingsson og Sveinn Rúnar
Eiríksson, áætlaður
kostnaður ca. 2 milljónir
Páll: Í liði yngri spilara eru Inda
Hrönn Björnsdóttir, Grímur Freyr Kristinsson, Gabríel Gíslason,
Jóhann Sigurðarson , Örvar Óskarsson og Gunnar Björn Helgason.
Gísli Steingrímsson
fer með sem liðsstjóri en Páll og Ómar sem hafa þjálfað
liðið komast ekki.
3.
Landsliðsnefnd, (tilgangur, umboð, markmið): Stjórnin leggur til að
skipuð verði landsliðsnefnd. Vísað til næstu stjórnar
4.
Champion cup, fyrirspurn. Jón Baldursson Eykt spurði um styrk vegna
Champions Cup í Amsterdam. Samþykkt að spilarar leggi fram
kostnaðaráætlun þegar sótt er um styrk.
5.
Keppnisstjóramál
(Sveinn). Vigfús
Pálsson tilbúinn að taka að sér keppnisstjórn í vetur - byrjar á
deildakeppni. Þórður
ætlar að sjá um lokamótið í Sumarbridge.
6.
Sumarbridge (Sveinn).
Góð þátttaka er í sumarbridge, 24 pör að meðaltali,
kemur ágætlega út fjárhagslega.
7.
Markaðssetning á brids og upplýsingastreymi. Jón Baldursson
og Gunnlaugur Karlsson telja mikilvægt að Ólympíumótið fái góða
umfjöllun í fjölmiðlum, jafnvel að ráða mann til að sjá um þetta.
Samþykkt.
8..Önnur mál
Ársþing
Sjoppa - ætlar BSÍ að reka sjoppuna?
Ólöfu falið að finna einhvern til að reka sjoppuna
Á að byrja aftur með bridge á
föstudögum?