31.júlí
12. fundur stjórnar BSÍ haldinn fimmtudag 31. júlí 2008 Mættir voru Þorsteinn Berg, Hrafnhildur Skúladóttir, Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson og Sveinn R. Eiríksson einnig Júlíus Sigurjónsson í varastjórn.
Ólöf Þorsteinsdóttir og Garðar Garðarsson boðuðu forföll.
Dagskrá: Á að senda landslið til Kína?
Landsliðsmál: Á fundinn bárust upplýsingar um að ekki virðist nægilegt að lenda í einu af 6 efstu sætum í opnum flokki á nýafstöðnu Evrópumóti til að fá að taka þátt í Bermúda Bowl 2009 heldur virðist auk þess nauðsynlegt að taka þátt í Ólympíuleikum. (Svipuð skilyrði um Venice Cup)
http://www.worldbridge.org/home.asp Á þessari síðu 31.júlí 2008 er m.a.
eftirfarandi texti:
"All WBF member countries are invited and expected to participate in the World Bridge Games... ..."
" Participation in the World Bridge Games in Beijing is a prerequisite for participation in the 2009 World Team Championships (NBOs with an open team in Beijing will be eligible for the 2009 Bermuda Bowl; while NBOs with a women's team in Beijing will be eligible to compete in the 2009 Venice Cup)."
Björn Eysteinsson landsliðsþjálfari var sérstakur gestur fundarins. Hann hefur kynnt sér þátttökukostnað. Hann reiknar með að kostnaður verði u.þ.b.
350 þús. á mann. Hann hefur áhuga á að vera áfram með landsliðið og er tilbúinn að leita leiða til fjármögnunar a.m.k. helmings kostnaðar.
Ákveðið að fela Birni að leiða landsliðið og senda 3 pör til Kína (3. - 18.okt í Peking (Bejing)) Hrafnhildur