3.júní

þriðjudagur, 3. júní 2008

10. fundur stjórnar BSÍ haldinn þriðjud. 3. júní 2008
Mættir voru Þorsteinn Berg, Hrafnhildur Skúladóttir, Ómar Olgeirsson og
Sveinn R. Eiríksson einnig Garðar Garðarsson og Júlíus Sigurjónsson í
varastjórn. Ólöf Þorsteinsdóttir einnig viðstödd. Páll Þórsson boðaði
forföll.
1. Norðurlandamót unglinga 2009. Farið hefur verið fram á það að við
höldum Norðurlandamót unglinga árið 2009 (tímasetning páskar). Samþykkt að
verða við þessu.
2. Sumarbridge. Það gengur vel, yfir 20 pör á hverju kvöldi, spilað er
mánudaga en þá stjórnar Þórður Ingólfsson og miðvikudaga en þá stýrir Sveinn
Rúnar Eiríksson.
3. Landsliðsmál. Rætt um hvernig best væri að standa að vali á
landsliðum. Enn er verið að vinna í fjármögnun fyrir landslið í opnum
flokki. Samið hefur verið við Iceland Express til 2gja ára um 64 flugleggi
(flugvallaskattur verði þó greiddur). Lítils háttar afnot af húsnæði BSÍ
komi á móti. Einnig mun deildakeppnin verða kölluð Iceland Express deildin.
Bridgesamband Íslands mun fá prósentur ef keyptir eru farmiðar af Iceland
Express í gegnum tengil á heimasíðu BSÍ og vill BSÍ hvetja félaga sína til
að nota þann "link" ef þeir skipta við það flugfélag. ????
4. Nokkrir fréttapunktar: Góð frammistaða íslenska landsliðsins í opnum
flokki að undanförnu, vann bikarkeppni Norðurlanda í Rottneros í Svíþjóð og
einnig æfingaleiki við danska landsliðið um helgina. Bikarkeppnin er hafin.

Hrafnhildur

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar