3.júní
10. fundur stjórnar BSÍ haldinn þriðjud. 3. júní 2008
Mættir voru Þorsteinn Berg, Hrafnhildur Skúladóttir, Ómar
Olgeirsson og
Sveinn R. Eiríksson einnig Garðar Garðarsson og Júlíus Sigurjónsson
í
varastjórn. Ólöf Þorsteinsdóttir einnig viðstödd. Páll Þórsson
boðaði
forföll.
1. Norðurlandamót unglinga 2009. Farið hefur verið fram á það að
við
höldum Norðurlandamót unglinga árið 2009 (tímasetning páskar).
Samþykkt að
verða við þessu.
2. Sumarbridge. Það gengur vel, yfir 20 pör á hverju kvöldi, spilað
er
mánudaga en þá stjórnar Þórður Ingólfsson og miðvikudaga en þá
stýrir Sveinn
Rúnar Eiríksson.
3. Landsliðsmál. Rætt um hvernig best væri að standa að vali
á
landsliðum. Enn er verið að vinna í fjármögnun fyrir landslið í
opnum
flokki. Samið hefur verið við Iceland Express til 2gja ára um 64
flugleggi
(flugvallaskattur verði þó greiddur). Lítils háttar afnot af
húsnæði BSÍ
komi á móti. Einnig mun deildakeppnin verða kölluð Iceland Express
deildin.
Bridgesamband Íslands mun fá prósentur ef keyptir eru farmiðar af
Iceland
Express í gegnum tengil á heimasíðu BSÍ og vill BSÍ hvetja félaga
sína til
að nota þann "link" ef þeir skipta við það flugfélag. ????
4. Nokkrir fréttapunktar: Góð frammistaða íslenska landsliðsins í
opnum
flokki að undanförnu, vann bikarkeppni Norðurlanda í Rottneros í
Svíþjóð og
einnig æfingaleiki við danska landsliðið um helgina. Bikarkeppnin
er hafin.
Hrafnhildur