7.maí
9. Stjórnarfundur 7.maí 2008
Mættir voru allir nema Ólöf og Júlíus sem boðuðu forföll.
1. Landsliðsmál:
Kvennalandslið. Samþykkt að bæta við einum spilara enda mótið
stífara en venjulega. Esther Jakobsdóttir hefur samþykkt að vera
með og
Kristján Blöndal verði til aðstoðar á spilastað og taki þátt í að
þjálfa
liðið.
Curtis Cheek kom og þjálfaði lið opna flokksins og yngri spilara í
fjögur
skipti. Styrkt af Skeljungi.
2. Sumarbridge. Rætt hefur verið að Miðvikudagsklúbburinn sjái um
brids
á miðvikudagskvöldum og BSÍ (eða BR) sjái um brids á
mánudagskvöldum.
Föstudagar falla niður.
3. Bréf frá Bridgefélagi Kópavogs: Loftur formaður sækir um styrk
til
að styrkja tveggja kvölda bridge fyrir nýliða úr MK. Heimir
Hálfdánarson
hefur verið að kenna þeim í vetur. Stjórn BSÍ er jákvæð, en vísar
umsókninni
til stjórnar styrktarsjóðs Alfreðs Alfreðssonar.
4. Í bréfi dagsett 5.maí frá Tomas Brenning til Sveins
Eiríkssonar
vísar hann í fyrri samtöl og innir eftir þvi hvort íslensk
bridsfélög vilji
kaupa aðgang að "Magic Contest" (Bridge Mate). Kaupverð fyrir
hugbúnaðinn
væri 150 evrur á hvert bridsfélag en síðan myndi árlegt
uppfærslugjald vera
70 evrur (uppfærslur frá og með janúar 2009).
Samþykkt að Sveinn komi þessum upplýsingum til bridsfélaga.
5. Önnur mál
Hrafnhildur Skúladóttir