7.maí

miðvikudagur, 7. maí 2008

9. Stjórnarfundur 7.maí 2008
Mættir voru allir nema Ólöf og Júlíus sem boðuðu forföll.

1. Landsliðsmál:
Kvennalandslið. Samþykkt að bæta við einum spilara enda mótið
stífara en venjulega. Esther Jakobsdóttir hefur samþykkt að vera með og
Kristján Blöndal verði til aðstoðar á spilastað og taki þátt í að þjálfa
liðið.
Curtis Cheek kom og þjálfaði lið opna flokksins og yngri spilara í fjögur
skipti. Styrkt af Skeljungi.

2. Sumarbridge. Rætt hefur verið að Miðvikudagsklúbburinn sjái um brids
á miðvikudagskvöldum og BSÍ (eða BR) sjái um brids á mánudagskvöldum.
Föstudagar falla niður.

3. Bréf frá Bridgefélagi Kópavogs: Loftur formaður sækir um styrk til
að styrkja tveggja kvölda bridge fyrir nýliða úr MK. Heimir Hálfdánarson
hefur verið að kenna þeim í vetur. Stjórn BSÍ er jákvæð, en vísar umsókninni
til stjórnar styrktarsjóðs Alfreðs Alfreðssonar.

4. Í bréfi dagsett 5.maí frá Tomas Brenning til Sveins Eiríkssonar
vísar hann í fyrri samtöl og innir eftir þvi hvort íslensk bridsfélög vilji
kaupa aðgang að "Magic Contest" (Bridge Mate). Kaupverð fyrir hugbúnaðinn
væri 150 evrur á hvert bridsfélag en síðan myndi árlegt uppfærslugjald vera
70 evrur (uppfærslur frá og með janúar 2009).
Samþykkt að Sveinn komi þessum upplýsingum til bridsfélaga.

5. Önnur mál

Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar