21.apríl

mánudagur, 21. apríl 2008

8. fundur stjórnar BSÍ haldinn mánud. 21.apríl 2008
Allir stjórnarmenn voru mættir ( Þorsteinn Berg, Hrafnhildur Skúladóttir,
Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson og Sveinn R. Eiríksson) einnig Garðar
Garðarsson og Júlíus Sigurjónsson í varastjórn. Ólöf Þorsteinsdóttir einnig
viðstödd.

1. 60 ára afmæli BSÍ 26. apríl:
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, hefst úrslitakeppnin í
Íslandsmótinu í sveitakeppni á Hótel Loftleiðum. Spilaðir verða 4 - 4 - 3
leikir fimmtudag, föstudag og laugardag og úrslitakeppni á sunnudag.
Bridgesamband Íslands er 60 ára laugardaginn 26.apríl n.k.
Í því tilefni verður spilaður tvímenningur samhliða úrslitunum í
sveitakeppni á Hótel Loftleiðum laugardaginn 26.apríl og hefst hann kl.
13:30, spilað er um gullstig og verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu 3
sætin. Að lokinni spilamennsku á laugardaginn verður boðið upp á léttar
afmælisveitingar. Hvetjum fólk til að mæta og fagna afmæli Bridgesambands
Íslands.
2. Landsliðsmál yngri spilara
Ómar og Páll gáfu kost á sér til að taka að sér landslið yngri
spilara til Kína var það samþykkt.
3. Önnur mál
Rætt var um Olympíumót - sumarbridge - þátttöku opins flokks og kvenna í
Kína. Rætt um kostnaðarskuldbindingar.


Kveðja
Hrafnhildur

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar