12.mars
7. fundur stjórnar BSÍ haldinn miðvikud. 12. mars 2008
Mætt: Þorsteinn Berg, Garðar Garðarsson, Hrafnhildur Skúladóttir,
Ómar
Olgeirsson, Páll Þórsson, Ólöf Þorsteinsdóttir og Sveinn R.
Eiríksson.
Júlíus Sigurjónsson boðaði forföll.
1. Landsliðsmál, opinn flokkur, kvenna flokkur:
Forseta og gjaldkera falið að ganga frá samningi við Björn
Eysteinsson
samkvæmt forsendum sem ræddar voru á fundinum.
Um kvennaflokk,.
Samþykkt að sveit SR-Group skipi landslið og finni sér spilandi
fyrirliða.
Fyrir liggur að kostnaður BSÍ við það að lið yrði sent til Kína
yrði lægri
en ef liðið færi á Evrópumót í Frakklandi. Færi sveit SR-Group til
Kína en
ekki á Evrópumót greiddi BSÍ allan kostnað.
Velji SR-Group að fara frekar á Evrópumót verður liðið að standa
straum
af/safna fyrir mismuninum.
Stjórnin felur gjaldkera og forseta BSÍ að gera SR-Group grein
fyrir
ákvörðuninni
2. Tilboð um keppnisstjórn
Rætt verður við Björgvin Már Kristinsson um keppnisstjórn á
þeim
Íslandsmótum sem eftir eru á tímabilinu.
3. Uppgjör v/Bridgehátíðar
4. Kosning í Bridgehátíðarnefnd: Nefndin ( Kristján Blöndal,
Jón
Baldursson, Gunnlaugur Karlsson og Sveinn R. Eiríksson) gefur kost
á sér
áfram og er það þegið með þökkum.
5. Bridgemate, Brenning:
SRE falið falið að ná samningum við Tomas Brenning um að íslensk
félög fái
að nota útreikniforritin hans.
Önnur mál
BSÍ 60 ára? Athuga betur og fagna með einhverjum hætti.
Fundi slitið
Hrafnhildur