6.febrúar
5. fundur stjórnar BSÍ haldinn miðvikud. 6. feb. 2008
Mættir: Þorsteinn Berg, Garðar Garðarsson,Hrafnhildur Skúladóttir,
Júlíus
Sigurjónsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson
og Sveinn
R. Eiríksson.
1. Húsaviðgerðir eru framundan á Síðumúla 37, kostnaðaráætlun sem
snýr
að BSÍ er upp á 2,1 milljón króna. Auk þess bætist við kostnaður
vegna
glerskipta og viðgerð á rauðu tréverki utan húss.
2. Þorvaldur Pálmason fjarnámstjóri við KHÍ og Guðmundur Páll
Arnarson
kynntu bridgekennslu á fjarnámsformi sem þeir hafa verið að vinna
að. Tilraun verður gerð með kennslu fyrir Bridgefélag
Borgarfjarðar. BSÍ samþykkti að veita styrk upp á 250
þúsund
krónur til þessa verkefnis. (Netskolinn.is/bridge)
3. Unglingamálin rædd áfram. Rætt um Norðurlandamót unglinga í
Svíþjóð
20.-23. mars. Umsóknarfrestur rann út 30. jan. Einnig rætt um mót
í
Hollandi og Kína. Þátttaka unglinga í Kína (World Mind Sport Games)
er BSÍ
að kostnaðarlausu (í boði WBF og mótshaldara)
4. Landsliðsmál: Rætt um að spila um landsliðssæti í
kvennaflokknum.
Þarf að skoða betur. Kvennasveitin yrði 2 pör + spilandi
kafteinn.
Mál opna flokksins eru enn á umræðu og ákvörðunarstigi.
Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 18.febrúar kl 17.00
Hrafnhildur Skúladóttir