11.des

þriðjudagur, 11. desember 2007

3. fundur nýrrar stjórnar BSÍ haldinn þriðjud. 11. des. 2007

Mættir Þorsteinn Berg, Garðar Garðarsson, Hrafnhildur Skúladóttir, Júlíus
Sigurjónsson, Ómar Olgeirsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Páll Þórsson og Sveinn
R. Eiríksson.

1. Landsliðsmál: Verið að ræða við Björn Eysteinsson. Júlíus vill
breikka hópinn í opna flokknum og hafa námskeið (t.d. Guðm. Páll) fyrir
stærri hóp.
Yngri spilarar hafa sótt um styrk til að taka þátt í móti í Hollandi
og Kína á næsta ári. Samþykkt að veita ákveðna styrkupphæð.
Eldri spilarar: Stjórnin vill athuga áhuga eldri spilara á
Evrópumóti og koma til móts við þá í kostnaði ef af verður.
Í opna flokknum verður Evrópumótið með breyttu fyrirkomulagi. Skipt
verður í tvo riðla og mun helmingur liða fara heim eftir hálft mót. 
Samþykkt að senda kvennalandslið. E.t.v. nóg að senda 4 konur ásamt spilandi fyrirliða í stað 6 kvenna og fyrirliða eins og oftast hefur verið gert. Rætt nánar síðar.

2. Keppnisstjóramál.
Nokkur umræða var um keppnisstjóramál, forseta
falið að ljúka málinu.
3. Reykherbergið - Umræður - erfitt mál
4. Styrkumsókn: Sótt hefur verið um styrk vegna þátttöku í móti
erlendis. Stjórnin telur ekki rétt að verða við þessari beiðni, það væri
fordæmisgefandi. Telur eðlilegra að spilarar leiti eftir styrk í sínu félagi.
5. Önnur mál: Rætt um hvort hægt væri að semja við borgina um að fá
niðurgreiðslu fyrir eldri borgara.

Næsti fundur verður miðvikud. 9. jan. kl. 16.30
Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar