3.október
7. Stjórnarfundur BSÍ
Haldinn miðvikudaginn 3. okt. 2007 kl 17:30. Mættir voru:
Guðmundur
Baldursson, Garðar Garðarsson, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Örn
Sigurðsson,
Loftur Þór Pétursson, Ómar Olgeirsson, Stefanía Sigurbjörnsdóttir
og Sveinn
Rúnar Eiríksson.
Helgi Bogason og Kristján Blöndal boðuðu forföll.
1. Endurskoðaðir reikningar BSÍ voru lagðir fram á fundinum.
Stefanía
benti á hve mikið tap hefði verið á veitingasölu. Stjórnin mælist
til þess
við félögin að nota sjálfsalana fram að áramótum (og að þau komi
ekki með
veitingar inní húsið og selji)
2. Ársþing - Boðað hefur verið til þingsins með löglegum
hætti.
Tillaga stjórnar um að fækka í stjórninni (úr 7 í 5 ) verður lögð
fyrir
ársþingið.
Hvetja fulltrúa til að mæta á þingið (á heimasíðu). Guðmundur
Baldursson
gefur ekki kost á sér aftur sem forseti - rætt um hverjir koma til
greina.
Guðm. lagði fram umsókn til fjárlaganefndar Alþingis fyrir næsta
ár. Sótt er
um 15 milljónir.
3. Framkvæmdastjóramál. 9 umsóknir bárust um starfið. Samþykkt að
fela
framkvæmdaráði að vinna úr umsóknum og ráða nýjan mann í
starfið.
Fundi slitið
Næsti fundur verður miðvikudag 10.okt kl 17.30.
Hrafnhildur