23.apríl

mánudagur, 23. apríl 2007

5. Stjórnarfundur BSÍ

haldinn mánudaginn 23. apríl 2007 kl 17:30.  Mættir voru: Guðmundur
Baldursson, Garðar Garðarsson, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Örn Sigurðsson,
Kristján Blöndal, Loftur Þór Pétursson, Ómar Olgeirsson og Sveinn Rúnar
Eiríksson. Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Helgi Bogason boðuðu forföll.

1. Yngri spilarar: Hætt við Norðurlandamót
Kvennamót: Norðurlandamót - 4 spilarar og Ljósbrá spilandi kafteinn.
Opinn flokkur: Eykt á Norðurlandamót, 6 spilarar, en Eykt ávann sér þennan
rétt með því að vinna deildakeppnina.
Nýafstaðið Íslandsmót
Lokastaðan:  1 Eykt 273  - 2 Karl Sigurhjartarson 255  - 3 Grant Thornton 234
Mótið gekk þokkalega þó voru nokkur vandræði með dómgæslu (dómnefnd ekki
virk) einnig gagnrýnt að sveitin í 4.sæti spilaði ekki síðasta leik en
auðsýnt að úrslit myndu engin áhrif hafa á sætaröð. Kristján mun ræða agamál
í laga- og keppnisreglunefnd. Sveinn ræðir keppnisreglur í dómnefnd.

Umræða um tímasetningu á úrslitum Ísl.móts. Ýmsir vilja færa úrslit frá
páskum.

2.Sumarbridge  -  bikar
Ráða menn til að sjá um sumarbridge. Auglýsa bikarmót og sumarbridge vel á
heimasíðu.

3.Norðurlandamót  (sjá lið nr. 1)
4.Um landslið í opnum flokki. Í júní kemur í ljós hvort við komumst
til Kína
Kjördæmamót: Stjórnin samþykkir 20 þúsund pr. mann fyrir 10. kjördæmi
(boðsveitir)
5.Ársþingið: Hvernig er hægt að fá fólk til að mæta?
6.Önnur mál. Sveinn mun ræða framhald bridgeblaðsins við GPA.

Næsti fundur verður miðvikudag 13. júní kl 17.30

Fundi slitið
Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar