6. febrúar

þriðjudagur, 6. febrúar 2007

3. Stjórnarfundur BSÍ

Haldinn þriðjudaginn 6. febrúar 2007 kl 17:15.  Mættir voru: Guðmundur
Baldursson, Garðar Garðarsson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak
Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Loftur Þór Pétursson, Ómar Olgeirsson,
Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Sveinn Rúnar Eiríksson.

Bridgehátíð: Skráning er á fullu. Stjörnusveitakeppni ekki enn fullskipuð.
Tveimur íslenskum pörum boðið (Davíð Oddson og Jón Steinar Gunnlaugsson og
Birkir Jónsson og Steinar Jónsson)
Fjárhagsáætlun fyrir Bridgehátíð var lögð fram á fundinum.
Auk þessa verður stofnað til bridgesýningarleiks á milli íslenska
landsliðsins og Sveitar Zia og verður hann haldinn í Orkuhúsinu á fimmtudag
en auk þess verður hann sendur út á netið.
Þegar þetta er skráð er búið að fylla tvímenning (130 pör) með 1 par á
biðlista. 59 sveitir skráðar en pláss fyrir 70.

Lýsing á heimasíðu: Flest bendir til þess að Bridgehátíð í ár verði sérlega
glæsileg.
Tvímenningur 15.-16. febrúar
Sveitakeppni  17.-18. febrúar
Boðið er tveimur sveitum, önnur er í forsvari Zia Mahmood og sveitarfélagar
hans eru Jacek Pszczola, Sam Lev og Reese Milner. Hin boðssveitin er skipuð
George Mittelman, Arno Hobart, Boris Baran og John Carruthers. Fjölmargir
útlendingar koma á eigin vegum og má þar nefna til dæmis Boye Brogeland,
Tony Forrester, Curtis Cheek, Justin Hackett, Kasper Konow, Mikael Askgaard,
Peter Fredin, Doris Fischer, P.O.Sundelin og margir fleiri. Fyrstu tvo
dagana er spiluð tvímenningskeppni sem hefst klukkan 19:00 á fimmtudag.
Skráning er þegar hafin og þátttaka takmörkuð við 130 pör, því húsrúm leyfir
ekki meira. Sveitakeppnin er spiluð síðari tvo dagana, hefst klukkan 11:00 á
laugardagsmorgun og lýkur  laust fyrir klukkan 18:00 sunnudaginn 18.
febrúar. Skráning er einnig hafin í þessa keppni og takmörkuð við 70 sveitir.

Landsliðsmál (Norðurlandamót 5. - 9. júní í Lillehammer í Noregi)
Konur: Námskeið hjá Gðmundi Páli byrjar 8. mars ca. 10 skipti.
Rætt var um val á landsliði og voru fleiri á því að spilað væri um sætin,
finna þarf 2 pör.
Opinn flokkur: Eykt ávann sér spilarétt á NM. Allt óákveðið með þátttöku í
Kína. Guðmundur ræddi við Jón Baldursson  og eru þeir opnir fyrir því að
ráðinn verði spilandi þjálfari þar til í ljós kemur hvort þeir fara eða
ekki.  Finna þarf verkefni (keppnir) fyrir landsliðið.
Unglingaflokkur: Guðmundur Páll vill taka þau á námskeið (a.m.k. 12
þátttakendur skilyrði). Taka þarf kennslumál föstum tökum í grunn- og
framhaldsskólum.

Rætt betur á næsta fundi
Fundi slitið
Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar