26. febrúar

mánudagur, 26. febrúar 2007

4. Stjórnarfundur BSÍ

Haldinn mánudaginn 26. febrúar 2007 kl 17:30.  Mættir voru: Guðmundur
Baldursson, Garðar Garðarsson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak
Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Loftur Þór Pétursson og Ómar Olgeirsson.
Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Sveinn Rúnar Eiríksson boðuðu forföll.

1.Bridgehátíð
Allir á einu máli um að vel hefði heppnast, nokkurt tap varð á hátíðinni þrátt fyrir mikla sjálfboðavinnu margra, sérstaklega þakkar stjórn BSÍ þeim Kristjáni Blöndal, Sveini Eiríkssyni og Gunnlaugi Karlssyni en þeir voru í nefndinni. Jón Baldursson var þeim góður ráðgjafi og kemur nú
inn í nefndina. Mótið var fullskipað, ekki hefði verið hægt að koma fleiri pörum fyrir.

Rætt um að safna auglýsendum á næsta mót og fá þannig meiri tekjur. Einnig nokkur vilji fyrir því að hækka keppnisgjöld enda hafa þau verið óbreytt síðustu 4 ár. Nefndin gefur kost á því að sjá um næstu hátíð og var það samþykkt enda gríðarlega mikilvægt að nýta reynslu hennar og tryggja
samfellu. Kristján stakk upp á því að kosin yrði Bridgehátíðarnefnd t.d. á 1. fundi að lokinni Bridgehátíð (enda of seint að skipa í nefndina á aðalfundi að hausti) (spurning um lagabreytingu?)

2. Íslandsmót í sveitakeppni
Í framhaldi af sveitakeppninni í húsi Orkuveitunnar (Ísland gegn Zia) var ákveðið að skoða boð Orkuveitu Reykjavíkur um að halda úrslitakeppni Íslandsmóts í sveitakeppni í Orkuhúsinu um páskana.

3.Landsliðsmál

a)  Daníel Már hefur tekið að sér að þjálfa unglinga á mánudögum með aðstoð frá Guðm. Páli

b)  Rætt var hvort unglingar ættu að keppa um sæti á næsta Norðurlandamóti og það verði á næsta Íslandsmóti unglinga í sveitakeppni sem haldið verður helgina 10-11. mars n.k. E.t.v. skynsamlegra að velja í liðið. Samráð við Daníel Má um þetta.

c)  Loftur kvað sér hljóðs um tímasetningu fundar um landsliðsmál kvenna en fundurinn var haldinn s.l. fimmtudag. Fimmtudagar eru þeir dagar sem spilamennska fer fram í Bridgefélagi Kópavogs, þær konur sem þar spila og hafa áhuga á að gefa kost á sér í landslið eða landsliðsæfingar er gert
mjög erfitt fyrir. 

d)  Konur spila um landsliðssæti á Íslandsmóti í sveitakeppni kvenna. Efsta sveitin fer á Norðurlandamót. (Pörin í sveitinni verða að hafa spilað a.m.k. 50% spila í mótinu.) Réttur færist ekki til sveitar nr.2. Ef efsta sveitin nýtir ekki rétt sinn færist ákvörðunarréttur til stjórnar BSÍ.

e)  Björn Eysteinsson sér um þjálfun landsliðs í opnum flokki.

4.Önnur mál
a)  Meistarastigaskrá er í vinnslu

b)  Rætt um að útbúa stuttan útdrátt með helstu dómum fyrir
keppnisstjóra í litlum félögum.

c)  Keppnisstjóramál: BSÍ er í miklum vandræðum með keppnisstjóra.

d)  Samþykkt var að bjóða þeim sem eru á framhaldsnámskeiðinu hjá
Guðm. Páli frítt á 4 spilakvöld hjá einhverju félaginu t.d. Miðvikudagsklúbbnum eftir námskeiðið.

e)  Loftur stakk upp á að hafa skemmtikvöld fyrir bridgespilara.

Að þessu mæltu var fundi slitið.
Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar