4. desember

mánudagur, 4. desember 2006

2. Stjórnarfundur BSÍ

Haldinn mánudaginn 4. desember 2006 kl 17:30.  Mættir voru: Guðmundur
Baldursson, Garðar Garðarsson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak
Örn Sigurðsson, Loftur Þór Pétursson, Ómar Olgeirsson, Stefanía
Sigurbjörnsdóttir. Sveinn Rúnar Eiríksson og Kristján Blöndal boðaði forföll.

1. Skýrsla forseta
Loksins hefur styrkur ríkis til BSÍ komist á fjárlög. Það gekk ekki
átakalaust en tókst m.a. fyrir atbeina Birkis.  Að undanförnu hefur
fjárhagurinn verið býsna bágborinn en nú getur BSÍ haldið áfram með
fræðslumál og önnur mál.
Forseti greindi frá úrslitum í helstu mótum:
Í Íslandsmóti heldri spilara í tvímenningi unnu Hrólfur Hjaltason og
Sigtryggur Sigurðsson. 18 pör tóku þátt, 68 spil.
Í Íslandsmóti yngri spilara í tvímenningi unnu Óttar Ingi Oddsson og Ari Már
Arason. 8 pör tóku þátt, 56 spil.
Í Íslandsmóti í parasveitakeppni vann sveit Hrundar Einarsdóttur en með
henni í sveit voru Vilhjámur Sigurðsson jr., Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir
Ásbjörnsson.  16 sveitir tóku þátt og voru spilaðar 7 umferðir 16 spil í
hverjum leik.
2 ný mót sáu dagsins ljós.
Í Íslandsmóti í butlertvímenningi sigruðu Jón Baldursson og Þorlákur
Jónsson.  Mótið tók aðeins einn dag, 28 pör tóku þátt og voru spilaðar 11
umferðir, 5 spil milli para, alls 55 spil.
Næsta dag var haldið Íslandsmóti í sagnakeppni og unnu þeir Sigurbjörn
Haraldsson og Bjarni Einarsson.  Aðeins 9 pör tóku þátt í því. Anton
Haraldsson sá um að taka saman sagnkeppnina sem samanstóð af 33 spilum og
fengu keppendur 1,5 klst til að ljúka sögnum.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

3. Landsliðsmál
Gögn liggja nú frammi um væntanlegt Norðurlandamót í Lillehammer í Noregi.
Sveit Eyktar sem vann deildakeppni vann með því þátttökurétt.
Landslið verði sent í kvennaflokki.

4. Unglinga- og fræðslumál
Guðmundur P. Arnarson verður með námskeið í kvennaflokki, - einnig hefur
hann gefur kost á námskeiði fyrir unglinga og var það samþykkt.


5. Önnur mál
Rætt var um meistarastigaskrá en hún var síðast gefin út ´97.
Laun framkvæmdastjóra voru rædd og vék hann af fundi á meðan og ákveðið að
fara yfir samning með framkvæmdastjóra.

Fundi slitið
Hrafnhildur Skúladóttir ritaði fundargerð.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar