Ársþing 22. október 2006
sunnudagur, 22. október 2006
Ársþing Bridgesambands Íslands haldið
22. okt. 2006 að Síðumúla 37.
Mættir voru
eftirfarandi fulltrúar bæði af Stór-Reykjavíkursvæði og af
landsbyggð.
Eftirfarandi voru með
kjörbréf.
Bridgefélag
|
Nafn
fulltrúa
|
Atkvæði
|
B.
Akureyrar
|
Örlygur
Örlygsson
|
2
|
B. Selfoss og
nágrennis
|
Ólafur
Steinason
|
1
|
B. Selfoss og
nágrennis
|
Gunnar Björn
Helgason
|
1
|
Miðvikudagsklúbburinn
|
Guðlaugur
Sveinsson
|
1
|
Miðvikudagsklúbburinn
|
Sveinn Rúnar
Eiríksson
|
1
|
B.
Sauðárkróks
|
Kristján
Snorrason
|
2
|
B.
Kópavogs
|
Loftur
Pétursson
|
3
|
B.Reykjavíkur
|
Jón
Baldursson
|
1
|
B.Reykjavíkur
|
Sigtryggur
Sigurðsson
|
1
|
B.Reykjavíkur
|
Eiríkur
Hjaltason
|
1
|
B.Reykjavíkur
|
Guðný
Guðjónsdóttir
|
1
|
B.Reykjavíkur
|
Helgi
Bogason
|
1
|
B.Reykjavíkur
|
Jörundur
Þórðarson
|
1
|
Einnig voru mættir
eftirfarandi starfsmenn og stjórnarmenn:
Guðmundur Baldursson
forseti, Ísak Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri, Ómar Olgeirsson,
Stefanía Sigurbjörnsdóttir bókari, Kristján Blöndal, Halldóra
Magnúsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir.
1. Þingsetning. Guðmundur Ólafur
Baldursson forseti BSÍ setti þingið og bað þingfulltrúa að rísa úr
sætum og minnast látinna félaga, Ólafur Aðalsteinn Jónsson, Stefán
Benediktsson og Sævin Bjarnason með stuttri þögn.
2. Kosning fundarstjóra, fundarritara
og 3gja manna kjörbréfanefndar.GB bað Helga Bogason að sjá um
fundarstjórn.
Undirritaður var skipaður fundarritari.
3. Í kjörbréfanefnd: (Ólafur St.,
Loftur og Eiríkur Hj.) sem komst að því að aðeins væru kjörbréf
fyrir 17 atkvæði af 57 mögulegum allra félaga.
4. Skipuð var uppstillinganefnd (Jón
B., Loftur og Ól.St.)
5. Nú tók við skýrsla
forseta.
Hann greindi frá
landsliðsmálum:
Kvennalandslið: 20 kepptu um sæti, sv.
Hrafnhildar vann (ásamt Soffíu Dan., Rögnu Briem og Þórönnu
Pálsdóttur) þær völdu síðan úr hópi keppenda þær Arngunni og
Guðrúnu Jó. Árangur slakur lentu í neðsta sæti. Guðm. Páll Arnarson
var síðan með strangt námskeið fyrir allan kvennahópinn. Kristján
Blöndal tók síðan við sem liðstjóri.
Unglingalið: 12 unglingar fóru í
æfingabúðir til Slóveníu í fylgd Sveins R. Eiríkssonar.
Karlalandslið: Björn Eysteinsson var
þjálfari og liðstjóri og valdi hópinn: Jón Baldursson og Þorlákur
Jónsson, Magnús Eiður
Magnússon og Matthías Þorvaldsson, og Bjarni Einarsson og
Sigurbjörn Haraldsson.
Liðið stóð sig mjög vel, veikindi í
miðju móti setti strik í reikninginn en þeir enduðu í 7. sæti sem
þýðir að Ísland er 1. varasveit yfir allan heiminn. Miklar líkur á
að það komist inn í Heimsmeistaramótið í Kína sem haldið verður
næsta haust. Björn Eysteinsson og Guðmundur Eiríksson stóðu einnig
fyrir fjársöfnun til þess að hægt væri að útvega liðsmönnum sem
bestar aðstæður á keppnisstað sem var í Varsjá í
Póllandi.
Um fjármál: Tap á Bridgehátíð. Fjármálin erfið, 70
BridgeMate-tölvur keyptar bæði notaðar hjá BR og
Miðv.dagskl.
Frá heiðursmerkjanefnd: Ásmundur
Pálsson sæmdur gullmerki á árinu og er hann vel að því
kominn.
Samningur hefur verið gerður við Ísl.
Getr. til eins árs.
12m. króna styrkur fékkst frá ríkinu
á síðasta ári. Sótt hefur verið um 15 milljóna styrk fyrir næsta
ár. Nú hafa fregnir af því borist að strikað hafi verið yfir það á
nýjum fjárlögum. Beinir því til félaga að reyna að hafa áhrif á
alþingismenn og frambjóðendur. Loftur, Jón B. og forseti fengnir
til að semja áskorunarbréf.
6. Skýrslur frá formönnum
fastanefnda:
Mótanefnd: SRE: Stefna á síkynningu á
mótum á neti og reglulegar uppfærslur á úrslitum móta.
Meistarastiganefnd. Ómar O: Gísli
Steingr., og Óttar Ingi. Hafa tekið saman sundurgreint yfirlit yfir
árangur í öllum flokkum (opinn fl., kvenna, yngri og eldri sp.) á
árinu. Einnig hafa verið að senda út nálar. (laufnál
o.s.frv.)
Dómnefnd. SRE í eðlilegum
farvegi.
Laga og keppnisreglnanefnd.
K.Bl.
Reglur fyrir deildkeppni að einhverju
leyti eftir fyrirmynd frá Svíþjóð, reglur gerðar sveigjanlegri til
að sveitir haldist í deild. Einnig liggur fyrir tillaga um
lagfæringar á reglum fyrir Íslandsmót í tvímenningi.
Minningarsjóður Alreðs Alfreðssonar.
(Ómar Olg. )
Engar úthlutanir voru á árinu enda
engar umsóknir. Inneign kr. 615.376.
Fjölmiðlanefnd:
SRE: sagði að nú væru æ fleiri félög
farin að bóka beint úrslit inn á sameiginlega heimasíðu. Mót væru í
beinni útsendingu á netinu. Spurning hvort nefndin ætti að vera með
meiri kynningu í hefðbundnum fjölmiðlum.
7. Reikningar félagsins. Starfandi
bókari sambandsins kynnti og útskýrði reikninga. M.a. eru háar
óinnheimtar tekjur vegna þess enn vantar um 4m. króna framlag
ríkissjóðs til BSÍ. Einnig er þar í ógreidd húsgjöld annarra
eigenda á Síðumúla 37. Mælst til þess að aðskilja fjármál húsfélags
og BSÍ. Einnig kom ábending um að nýting á húsnæði BSÍ þyrfti að
vera betri, oftar mætti leigja salinn fyrir veislur.
Vakin var athygli á
"fjölmiðlavaktinni". Hér er tekin saman öll umfjöllun fjölmiðla um
bridge í einn bækling á ári. Fundarmenn báru lof á Stefaníu fyrir
hennar störf og samþykktu reikninga.
9. Kosin nýrrar stjórnar og
varamanna:
Guðmundur Baldursson var endurkjörinn
forseti
Ómar Olgeirsson og Kristján Blöndal
voru síðast kjörnir til 2gja ára og sitja áfram eitt ár. Halldóra Magnúsdóttir baðst
undan áframhaldandi setu í stjórn. Stefanía Sigurbjörnsdóttir var
kjörin í hennar stað til eins árs.
Til næstu 2gja ára voru kjörnir Helgi
Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir og Sveinn R. Eiríksson.
Varamenn í stjórn voru kjörnir:
Frímann Stefánsson, Garðar Garðarsson og Loftur Pétursson.
Svala K. Pálsdóttir, Páll Þórsson og
Halldóra hætta í stjórn og voru þeim þökkuð góð störf.
10.
Kosning áfrýjunarnefndar: Samþykkt óbreytt skipan (Guðjón
Bragason form., Björgvin Þorsteinsson varaf., Esther Jakobsdóttir,
Guðm. Ágústsson, Guðm. Sv. Hermannsson, Kristján Kristjánsson,
Loftur Pétursson)
11.
Kosning löggilts endurskoðanda. Guðlaugur Jóhannsson verði
áfram
12. Kosn. 2gja
skoðunarmanna reikn. og 2gja til vara: Hallgrímur Hallgrímsson og
Páll Bergsson. Til vara: Kristján Snorrason og Halldóra
Magnúsdóttir
13.
Ákvörðun árgjalds. Það verði áfram kr. 100 pr. spilara, stjórn BSÍ
hafi þó heimildir til lækkunar í sérstökum tilvikum s.s. ef
bridgefélög eldri borgara kæmu inn.
14.
Önnur mál.
Sigtryggur Sigurðsson hafði áhyggjur
af endurnýjun og unglingastarf væri ekki nægilega öflugt og innti
eftir stefnu stjórnar. Margir tóku til máls um þetta efni. Ekki
auðvelt að fá framhaldsskólanemendur á námskeið - mikil samkeppni
um afþreyingu - hikandi nemendur úr Bridgeskólanum - öll kennsla
skilar sér hugsanlega seinna - viðtaka nýliða - nýliðar fái frítt
fyrstu tvö kvöld - gulrót þarf, keppni um að komast í æfingabúðir
eða mót erlendis - hegðun spilara.
Eiríkur Hjaltason: Gagnrýndiað barinn
væri opnaður of snemma á föstudögum. Neysla áfengis fari ekki saman
við að stunda keppnisbridge auk þess sem það rýrir tiltrú
styrkveitenda á starfi BSÍ.
Sveinn Rúnar. Nefnt hefði verið við sig
hvort ísland gæti tekið að sér Evrópumót unglinga. Ef svo yrði
þyrftum við að hafa á að skipa 3 til 4 unglingasveitum, geta boðið
upp á ódýra gistingu og ódýran mat.
Lögð var fram tillaga um breytingar á
greinum 3.2 og 3.3 keppnisreglugerð á Íslandsmótinu í
tvímenning.
Megintilgangur mótanefndar með
breytingartillögunum er að gera regluverkið sveigjanlegra, skýrara
og auðveldara í framkvæmd.
Undirritaður taldi orðalag óskýrt og
hugsanlega villandi um að varamaður fengi rétt spilara sem hann
leysir af hólmi ef hann spilar meira en þriðjung.
E.Hj.Hann ræddi um
keppnisfyrirkomulag á Íslandsmótinu í tvímenning. Taldi að
eftirsóknarverðara væri að komast í mótið ef lokamótið væri
barómeter fyrir 24 pör. Mótið yrði sterkara og
kraftmeira.
Breytingin var samþykkt með þeirri
viðbót að fram kæmi að nú verði spilurum heimilt að taka þátt í
fleir en einu móti till að ávinna sér keppnisrétt.
( Um túlkun:Auk þess var áskilið að
ef eitthvert þeirra 10 efstu para vilji ekki nýta sér rétt sinn að
ári þá færist rétturinn ekki til 11. sætis eða hærra. )
Samþykkt var eftirfarandi ályktun um
áskorun til alþingis og ríkisstjórnar um styrkveitingar til
BSÍ:
Ársþing Bridgesambands Íslands,
haldið að Síðumúla 37 í Reykjavík, 22. október 2006 hefur borist
vitneskja um að styrkveiting sem menntamálaráðuneyti hefur veitt
sambandinu undanfarin ár, hafi verið felld út við
fjárlagagerð.
Styrkur þessi hefur verið grundvöllur
fyrir fræðslu og unglingastarfi og að auki gert okkur kleyft að
keppa í bridgeíþróttinni á alþjóðavettvangi. Eins og vitað er
bridgelandslið Íslendinga í opnum flokki náð einstökum árangri og
hefur eitt íslenskra landsliða náð heimsmeistaratitli í hópíþrótt.
Í þessu sambandi má geta þess að bridge er viðurkennd íþróttagrein
af alþjóða Ólympíusambandinu.
Miklar líkur eru á að íslenska
landsliðinu í bridge verði boðin þátttaka í heimsmeistaramótinu í
Kína í október 2007.
Það er ljóst að falli styrkur þessi
niður getur ekki orðið af þessari þátttöku auk þess sem fræðslu- og
unglingastarf leggst niður, sem og stuðningur við bridgefélög á
landsbyggðinni. Auk þess má geta þess að áætlað er að a.m.k. 25.000
manns spili bridge sér til ánægju á Íslandi í dag.
Ársþing BSÍ skorar á Alþingi og
ríkisstjórn að tryggja áframhaldandi fjárstuðning við
bridgehreyfinguna.
- - - - - - - -
Kristján Blöndal benti á að samræmdar
reglur þyrftu ef til vill fyrir stjórn um styrkveitingar til þeirra
sem taka vilja þátt í erlendum mótum. Bent var á að stjórn hefur
heimildir til að veita styrki skv. lögum BSÍ.
Einnig var rætt um námskeið fyrir
keppnisstjóra.
Fyrrverandi forseti BSÍ, Kristján
Snorrason ávarpaði þingið í mótslok.
Hann taldi að húsnæðið stæði okkur að
nokkru leyti fyrir þrifum. Bílastæði þyrftu að vera fáanleg að
deginum til líka til að hægt væri að þjónusta bridgefélög eldri
borgara og auka nýtingu húsnæðis.
Hann ræddi kosti þess að hafa
kjördæmismótið áfram opið fyrir Færeyinga . Hann taldi að
Bridgehátíð væri okkar markaðtækifæri, venja væri að bjóða erlendum
spilurum einu sinni út að borða hvað væri heppilegra en
Perlan.
Reynt hefði verið að halda utan um
landsleikjafjölda einstaklinga en erfitt væri að grafa upp hverjir
hefðu verið inná í hverjum leik.
Tvíhliða samningur hefði verið gerður
við GPA um lægri húsaleigu ef fleiri nemendur skiluðu í almenna
þátttöku.
Að lokum þakkaði Guðmundur Baldursson
fyrir gott samstarf og sleit þingi.
Reykjavík 22.október 2006
Jörundur
Þórðarson