12.október

fimmtudagur, 12. október 2006

Stjórnarfundur Bridgesamband Íslands

Fundur var haldin fimmtudaginn 12 október 2006. Kl. 17:30 - 19:15

Mættir voru Guðmundur Baldursson, Ísak Örn Sigurðsson, Helgi Bogason,
Halldóra Magnúsdóttir, Sveinn Eiríksson, Páll Þórsson, Svala Kristín
Pálsdóttir, Kristján Blöndal og Ómar Olgeirsson. Forföll boðuðu Hrafnhildur
Skúladóttir og Frímann Stefánsson.


1. Skýrsla forseta

Þremur frökkum óskað til hamingju með sigurinn í bikarkeppninni, en tveir meðlimir
sveitarinnar sitja í stjórn BSÍ,  Kristján og Ómar og Ísak framkvæmdastjóri BSÍ. 
Búið er að sækja um ríkisstyrkinn en ekkert svar borist ennþá.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

Bókhald BSÍ er komið í gott form og ársreikningurinn tilbúinn, og verður
birtur á vefsíðu BSÍ í þessari viku.  Við stöndum tæpt fjárhagslega, mikil
útgjöld á síðasta ári. Bridgemate var keypt og landsliðin taka sitt og
minnkandi innkoma af spilagjöldum. Rekstur veitingasölunnar er í mínus en
þar hafa líka verið gerðar endurbætur sem eiga vonandi eftir að skila sér á
næstu árum. Góð þjónusta við spilara.

3. Bridgehátíð

Umræðu um Bridgehátíð frestað vegna fundar Bridgehátíðarnefndar seinna um
kvöldið. Þarf að fara að huga að boðsveitum.

4. Fjármál

Ársreikningur skoðaður og yfirfarinn, hann ræddur og umræður um hvað mætti
betur fara og hvernig hægt sé að auka tekjur BSÍ og fleira í þeim dúr
rætt og skoðað.

5. Íslandsmótið í tvímenning,

Vegna óánægju með fyrirkomulag á Íslandsmótinu í fyrra voru nokkrar
tilllögur frá laga- og keppnisreglunefnd skoðaðar og var ein af þeim samþykkt og verður lögð fram á ársþingi BSÍ.  Sveinn gerir tillöguna klára fyrir ársþingið.

6. Ársþing

Almenn umræða um ársþingið og vonaði stjórnin að mæting yrði góð og vonar að
sem flestir sem hafa áhuga á framgangi bridgeíþróttarinnar sjái sér fært að
mæta.

7. Önnur mál

Húsnæðismálin rædd.
Rætt um að bjóða landsliðsmönnum á Íslandsmótið í einmenning. Lækka spilagjaldið og auglýsa mótið vel upp.

Svala Pálsdóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar