4.9.2006

mánudagur, 4. september 2006

Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands

9. fundur var haldinn mánudaginn 4. sept. klukkan 17:30 - 19.00
Mættir: Guðmundur Baldursson, Halldóra Magnúsdóttir, Hrafnhildur
Skúladóttir, Ísak Sigurðsson, Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson og Sveinn
Eiríksson. Forföll boðuðu Frímann Stefánsson, Helgi Bogason, Páll Þórsson og
Svala Pálsdóttir

1.  Landsliðsmál: Forseti setti fund og ræddi árangur á Evrópumóti,
landslið okkar í opnum flokki stóð sig mjög vel og endaði í 7. sæti en
árangur kvennaliðs var slakur. Miklar líkur eru á að landslið í opnum flokki
komist áfram sem fyrsta varasveit á heimsmeistaramótið í Shanghai haustið
2007 og þá fær landsliðið líklega þá styrki sem búið var að sækja um ( fyrir
árið 2007).
Kristján Blöndal ræddi um landslið kvenna. Landsliðið nú er ekki
mikið slakara en árin áður, liðið er reynslulítið, meiri breidd er í Evrópu.
Aðeins 22 þjóðir voru með kvennasveit en 33 með sveit í opnum flokki.
Fjármál: Kostnaðarliðir í sambandi við s.l. Evrópumót eru ekki
fullfrágengnir.

2. Bridgehátíðin:  Hún hefjist á Stjörnutvímenningi miðvikudaginn
14.febr. og endi á sunnudegi 18.febr. 2007.  Skipaðir í Bridgehátíðarnefnd
eru: Kristján Blöndal, Sveinn R Eiríksson og Gunnlaugur Karlsson.

3. Önnur mál: Mótaskráin er að verða tilbúin. 
Ársþing BSÍ verður haldið 22.október
Næsti fundur verður 9.okt. kl. 17.30.
Fundi slitið kl 19.00 
____________________
Hrafnhildur Skúladóttir