26.7.2006

miðvikudagur, 26. júlí 2006

Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands

8. fundur var haldinn miðvikudaginn 26. júlí klukkan 17:30 - 19.15

            Mættir: Guðmundur Baldursson, Halldóra Magnúsdóttir, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Sigurðsson, Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson , Svala Pálsdóttir og Sveinn Eiríksson. Forföll boðaði Frímann Stefánsson.

            1. Skýrsla forseta.

            Helgi Bogason er nýkjörinn formaður BR. Guðmundur ræddi um nokkur mót og einnig um seinar mætingar á spilastað, það hefur áhrif á árangur. Matthías og Magnús náðu góðum árangri í Verona, 19. sæti í tvímenningi. Unglingaferðin tókst mjög vel þó árangur hefði ekki verið mjög góður. Ísland (Íslenska landsliðið) stóð sig vel í Bandaríkjunum núna síðustu helgi.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

            Fjármálin standa ekki vel, mikil útgjöld núna vegna landsliða og fleira. Flest alþjóðleg mót greidd. Ísak fer í frí 11. - 21. ágúst, Páll Þórsson mun leysa hann af að einhverju leyti. Mikilvægt að hér verði opið á meðan Evrópumótin standa yfir.

3. Mótaskráin lögð fram og rædd. Rætt um Bridgehátíð. Rætt um að að sameina yngri spilara mótin á eina helgi og jafnvel kvenna mótin líka til að auka þátttöku. Mótanefnd falið að skoða dagsetningar móta betur.

4. Keppnisstjóri:  BSÍ vantar keppnisstjóra fyrir næsta vetur. Ræða verður við nokkra einstaklinga um það.

5. Unglingar.  Krakkarnir voru sjálfum sér og þjóð til sóma. 6 pör fóru út til Slóvakíu og komu jákvæð heim og ætla að spila meira í haust.

6. Landsliðin. Tillaga frá Helga Bogasyni um að BR og BSÍ kaupi stóran skjá til að fylgjast með Evrópumótinu. (hvað um skjávarpa? og fjárhagsstöðu?)

7. Önnur mál: Kristján stakk upp á að hjálpa konum til að finna makker á mótum. Rætt um að halda Evrópumót unglinga hér á landi, dýrt að fá húsnæði yfir sumarið.

Fundi slitið

Hrafnhildur Skúladóttir