15.maí 2006
Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands
7. fundur var haldinn mánudaginn 15. maí klukkan 17:30 – 19.15
Mættir: Frímann Stefánsson, Guðmundur Baldursson, Halldóra Magnúsdóttir, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Sigurðsson, Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson og Sveinn Eiríksson. Forföll boðaði Svala Pálsdóttir.
1. Skýrsla forseta:
Guðmundur er ánægður með mánudagsklúbbinn. Þátttaka þar með miklum ágætum. Erla Sigurjónsdóttir 70 ára – gjöf frá Bridgesambandi
Um Bridgehátíð: Loftleiðamenn harðir að innheimta inn aukagjöld, en samið að lokum.
Íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni: Þátttaka sæmileg, 8 sveitir, sigursveitin Augasteinar: Inda Hrönn Björnsdóttir, Grímur Kristinsson, Jóhann Sigurðarson og Guðjón Hauksson
Úrslit í Íslandsmóti í sveitakeppni um páska: Eykt vann (Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson, Bjarni H. Einarsson, Sigurbjörn Haraldsson, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson). silfur fékk Ferðaskrifstofa Vesturl. og Skeljungssveitin hlaut brons.
Ásmundur Pálsson sæmdur gullmerki.
Íslandsmót í tvímenning var 3ja daga mót 90 spila undankeppni og 92 spila úrslit dagana 29. apríl til 1.maí. Íslandsmeistarar Þröstur Ingimarsson og Hermann Lárusson. Mjög margir þeirra sem höfðu áunnið sér þátttökurétt skoruðust undan þátttöku þannig að færri voru í undankeppninni en ráðgert var þrátt fyrir varapör. Endurskoða þarf form á þessu móti. Tillögur um breytingar verði komnar fyrir ársþingið frá laga- og keppnisreglunefnd.
Sigurvegarar í Íslandsmóti para sem haldið var 13. og 14. maí voru Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal.
Bridgemate hefur reynst vel. Það hefur verið notað í mótum hjá BR á þriðjudögum og var einnig notað í Íslandsmótinu í tvímenning og í Íslandsmóti para. Búið er að kaupa 80 tölvur.
Sigursveit í kvennalandsliðskeppni var sveit Hrafnhildar Skúladóttir en auk hennar voru Soffía Daníelsdóttir, Ragna Briem, Þóranna Pálsdóttir í sveitinni. Þær völdu með sér Guðrúnu Jóhannesdóttur og Arngunni Jónsdóttur.
Guðmundur óskaði landsliðinu velfarnaðar.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra:
Björgvin Már er hættur keppnisstjórn.
3. Landsliðsmál.
4ra manna lið karla til
Guðmundur Páll ánægður með framfarir í kvennaflokki. Kristján Blöndal hefur samþykkt að taka við undirbúningi kvenna og liðstjórn og Sveinn Eiríks við unglingaflokki sem fer í æfingabúðir í Slóvakíu. Sveinn er að skoða hver heildarkostnaður verður. Ef allir mæta þá 6 pör.
4. Kjördæmamót:
Færeyingar verði með sem 9. kjördæmi og landsliðin uppistaðan í 10. kjördæmaliði. Sveinn leggur til að styrkja Færeyingar með því að sleppa þeim við keppnisgjöld en auk þess býður Akureyrarbær í kvöldverð.
Tillaga samþykkt að Færeyingar geti unnið til verðlauna. Ísak leggur til að greiddur verður kostnaður sem hlýst af 10. kjördæmi. Búið er að breyta reglunum þannig að ekki verði fleiri en 10 inná í einu úr hverju félagi af þeim sem eru með meira en 150 gullstig.
5. Skrifstofa í sumar.
Rætt var um orlofsmál framkvæmdastjóra, að loka skrifsofunni einhvern tíma – hafa einhvern símsvara sem bendir á sumarbridge. Skrifstofan verði opin á meðan Evrópumótið stendur yfir.
6. Sumarbridge.
BSÍ mun sjá um það, Sveinn fyrir þess hönd, spilað verði mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Sumarbridge hefst 22. maí. Stefnt að því að nota “Bridgemate”
7. Fræðslumál:
Styrkur frá ríki (ákv.hluti af úthlutuðum 12 millj.) renni til fræðslumála. Kvennanámskeið aftur í haust. Unglingar líka á námskeið hjá GPA.
8.Önnur mál:
Kvartanir hafa borist um hve upplýsingar koma seint á textavarpið úr mótum. Einnig kvartað um há keppnisgjöld í Íslandsmótið í tvímenningi. Mótanefnd ákveður keppnisgjöld í hverju móti. Helgi Bogason telur að þau eigi að vera í samræmi við kostnað. Kostnaður hefur aukist mikið.
Hugmynd um að kjósa á ársþingi um keppnisform á tvímenningnum, tillögur liggi fyrir sem velja má úr.
Halldóra kvartar um að vita ekki hvert hennar verksvið er, hefur enn ekki séð neina reikninga.
Fundi slitið 19.30
Hrafnhildur Skúladóttir