6.mars.2006

mánudagur, 6. mars 2006

Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands

 

6. fundur var haldinn mánudaginn 6. mars klukkan 17:30 - 19.15

Mættir: Guðmundur Baldursson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Sigurðsson, Kristján Blöndal, Páll Þórsson og Sveinn Eiríksson. Forföll boðuðu Svala, Ómar og Halldóra.

1.  Frá forseta:  Almennt virtist mikil ánægja með Bridgehátíð. Íslenskir spilarar stóðu sig vel og sópuðu til sín verðlaunum.

Heldur var dræm þátttaka í Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni, aðeins 8 sveitir.

Viðhald á eignum: Áætlaður kostnaður við viðgerð á húsi er 2-3 milljónir, BSÍ á 28% hlut í því. Búið að samþykkja að malbika planið fyrir utan.

(Er ekki nóg að gera við göt á malbiki? HS)

2.  Ísak dreifði skjali um tekjur og gjöld af Bridgehátíð og stóð hún nokkurn veginn undir sér. Nota stjörnutvímenning sem fjáröflun

3.  Bridgemate:  Rætt var um kaup á bridgemate, Sveinn taldi mögulegt að nota bridgemate í úrslitum Íslandsmóts í apríl

Helstu kostir er söfnun upplýsinga, sparar kostnað við að reikna út Butler. 60 stykki kosta ca. 600 þús. kr.  Stefnt á að fá forrit sem er auðvelt í notkun, svo sem flestir geti notað það. Við höfum 6 mánuði til að prófa og ákveða hvort af kaupum verður. Sveinn stakk upp á að allir bridgespilarar fengju ákveðið númer svo hægt væri að búa til gagnagrunn þar sem spilarar geti flett upp upplýsingum.  Samþykkt að Sveinn og Ómar verði í nefnd um kaup á bridgemate. Sveinn ætlar að prófa það á mánudagskvöldum. Skoða kostnað við gagnagrunn. Leigja BM út á mótum. Reynt að fá styrktaraðila fyrir Íslandsmót. Hugmynd að selja "Skrínin". Íslendingar voru fljótir að tileinka sér BM. Hvernig sjáum við það eftir 3-4 ár?

Ísak bað um leyfi til að kaupa fartölvu. Samþykkt..

4.  Samþykkt að Sumarbridge verði á vegum BSÍ. Auglýsa eftir 2-3 til að sjá um SB. Þeir reyna að fá fyrirtæki til að gefa verðlaun og að gera þetta áhugavert.

5.  Unglingar til Slóvakíu.  11 krakkar hafa áhuga á að fara til Slóvakíu 2ja daga heimsmót + kampur á eftir. Kostnaður er ca. 50þús. á mann (alls). Unglingar fá flöskurnar úr sjoppunni. Mónumót notað til að styrkja unglingana? Samþykkt að bóka flug fyrir hópinn og fararstjóra. Styrkur upp á 50%?

6.  Landsliðin og Evrópumót: Búið að velja karlalandslið. Fjáröflun í gangi. Hvernig á að framkvæma mót í kvennaflokki. Samþykkt að Kristján Bl. ræði við konur á fimmtudag. Ísak og Helgi athugi með hótel og flug.

7.  Heiðursmerki.  Rætt um tillögu heiðursmerkjanefndar.

8.  Önnur mál: Rætt var um kærumál á Bridgehátíð. Þau þurfa að vera í ákveðnum farvegi, t.d. að ekki líði nema ein umferð þar til dómur fæst.

Árshátíð kvenna - stigareikningur, sækja um til stiganefndar.  Kostnaður er 250 kr. á færslu (fyrir hvern spilara sem fær stig)

Kanna farveg fyrir eldri spilara á Evrópumót (styrkt e-ð)

Fundi slitið kl 19.15

Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar