16. janúar 2006

mánudagur, 16. janúar 2006

Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands

 

5. fundur stjórnar haldinn mánudaginn 16. jan. 2006 17.30-19.00. 

Mætt voru: Guðmundur Baldursson, Halldóra Magnúsd., Hrafnhildur Skúlad., Ísak Sigurðsson, Sveinn Eiríksson, Helgi Bogason og Svala Pálsd..

1. Skýrsla forseta

Guðmundur setti fund og minntist tveggja látinna félaga, þeirra Sævins Bjarnasonar og Stefán Benediktssonar.

Nú eru getraunir í nafni BSÍ og með sama númer og áður eða 144. Höfum fengið greiddan okkar hlut 1,5millj. króna frá síðasta ári.

Guðmundur Páll Arnarson tekur byrjendur á námskeið á miðvikudögum. Inda ætlar að fara í framhaldsskólana og smala, síðan geta unglingar haldið áfram hjá Ómari (og Páli) á miðvikudögum.

2.  Ísak sótti um nýtt vínveitingaleyfi sem gekk í gegn.

Súgfirðingar hafa sótt um leyfi til að spila hér nokkur kvöld í vor.

Sækja þarf um styrk til Menntamálaráðuneytis fyrir 7.feb.??? fyrir árið 2007 og gera þarf sundurliðaða grein fyrir hvernig honum skuli varið.

Sveinbjörn Eyjólfsson í Bridgefélagi Borgarfjarðar hefur óskað eftir bridgekennara.

Rætt um bridge fyrir grunnskólann.

3. Bridgehátíð:

Forseti og Ísak sátu fund með framkvæmdanefnd Bridgehátíðar og allt virðist þar í góðum farvegi. Búið að semja við Thomas Brenning

Katrín Óskarsdóttir verður mótsstjóri.  Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun setja Bridgehátíð.

Gestir:  Hjördís Eyþórsdóttir og maki, Tony Forrester, sænska landsliðið, óvíst með Pólverjana og með Zia

4. Landsliðsmál.

Björn Eysteinsson er búinn að velja 4 einstaklinga af 6 í landslið þá Jón Baldursson og Þorlák Jónsson, Matthías Þorvaldsson og Magnús Magnússon.

Guðmundur Páll hefur tekið að sér undirbúning hóps kvenna sem gefa kost á sér í  landslið.

Tillaga frá Kristjáni Blöndal: Valdar verði 16 konur sem gefa kost á sér í allan undirbúning og æfingar,  Síðan verði spiluð 200 forgefin spil (helst úr móti til að fá raunhæfan samanburð) + ein helgi. 3 efstu pör í landslið. Stjórninni leist vel á þessar hugmyndir og ákvað að bera þær undir GPA á fundi sem hann hafði boðað til með bridgekonum klukkan 19.30 sama dag.

(Þar kom fram að GPA þótti 20 vera heppileg hópstærð. Æfingar verði á fimmtud. og byrja 9.feb.)

5.  Önnur mál:

Rætt um að nýting húsnæðis sé sem mest og best öll kvöld.