11. desember 2005

sunnudagur, 11. desember 2005

Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands

 

4. fundur stjórnar haldinn mánudaginn 11.des. 2005 17.30-19.00. 

Mætt voru: Guðmundur Baldursson, Halldóra Magnúsdóttir, Páll Þórsson, Hrafnhildur Skúladóttir, Sveinn Eiríksson, Helgi Bogason og Ómar Olgeirsson.

Skýrsla forseta: 

Garðar og Vélar fengu kr. 60.000 í styrk, þeir stóðu sig vel og enduðu í 3. sæti í Uppsölum.

Hótel Loftleiðir tekið fyrir undankeppni Íslandsmótsins.

Guðmundur Páll er tilbúinn að taka að sér hóp kvenna. Ákveðið að auglýsa eftir 8-10 pörum sem hefðu áhuga og valið lið út frá því. Bréf sent út til stjórnar áður en endanlegt val er samþykkt.

Guðmundur Baldursson stakk upp á því að styrkja konur á heimsmeistaramót í júní (bæði í sveitakeppni og parakeppni) og senda ekki landslið.

Ómar bað um aðstoð í sambandi við unglinga, stakk upp á Páli Þórssyni og var það samþykkt.

Athuga hvort unglingar fari á heimsmeistaramót eða æfingabúðir í t.d. Danmörku.

Önnur mál:

Páll leggur til að gefin verði út meistarastigaskrá. Núverandi skrá er síðan 1997.

Deildar meiningar um þetta.

Sveinn stakk upp á að félögin væru kynnt á netinu og mót yrðu sett inn á netið mánaðarlega - einnig að kynnt yrði fyrir hvað nálarnar standa. Ómar er í meistarastiganefnd og lögð fram áskorun um að nefndin skili frá sér einhverju í sambandi við þetta.

Ræddur var rekstrarvandi lítilla bridgedeilda.

Rætt um spilamennsku á föstudögum:

Þarf að rífa upp spilamennskuna.

Húsnæðismál: Forseti talaði um að stækka húsnæðið.

Helgi B. talaði um að það vantaði húsnæði til að byggja upp félagsaðstöðu fyrr væri lítið hægt að gera bridginu til framdráttar. Vera vakandi fyrir stærra húsnæði.

Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar