25. september 2005
Stjórnarfundur BSÍ 26. september 2005
Mætt á fundinn: Kristján B. Snorrason, Erla Sigurjónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Ólafur Steinason, Kristján Blöndal, Matthías Þorvaldsson og Sveinn Rúnar Eiríksson. Fjarverandi: Jóhann Stefánsson, sem var erlendis, Helgi Bogason og Einar Jónsson.
Dagskrá fundarins:
1. Ráðning framkvæmdastjóra
2. Tæknimálin í víðum skilningi (heimasíða, textavarp o.fl.)
3. Fjármál-fræðslumál
4. Landsliðsmál
5. Skýrsla frá fundi Bridgesambanda Norðurlandanna
6. Hugsanleg breyting á Kjördæmamóti
7. Undirbúningur ársþings
8. Önnur mál.
Fundur var settur kl. 18:15
1. Ráðning framkvæmdastjóra.
Kristján og Matthías fóru og töluðu við þau fjögur sem komu helst til greina sl. vetur þegar ráðningu var frestað. Eitt þeirra gaf starfið strax frá sér, en hin þrjú höfðu áhuga. Erla fór yfir helstu mál sem brenna á skrifstofunni, en hún var búin að vera 3 daga í vikunni að fara yfir gögn og mál. Að athuguðu máli stóð valið á milli tveggja jafnra kosta. Ákveðið var að framkvæmdaráð myndi ganga til samninga við Ísak Örn Sigurðsson. Varðandi bókhaldsmálin, mun Guðmundur Ólafsson taka það að sér að klára það fyrir ársþing.
2. Tæknimálin í víðum skilningi (heimasíða, textavarp o.fl.).
Sveinn sagði frá helstu kostum nýrrar heimasíðu. Hann mælir með að skipaðir verði 3-4 menn í fjölmiðlaráð til að sjá um að uppfæra fréttir á síðunni. Stefnt er að því að síðan verði gangsett í lok næstu viku (7. október).
3. Fjármál-fræðslumál.
Kristján útskýrði fjármálastöðuna. Hann mun eiga fund í næstu viku með fjárlaganefnd vegna umsóknar um aukafjárveitingu í fjáraukalögum vegna fræðslufulltrúa.
4. Landsliðsmál.
Kristján talaði við Guðmund Pál Arnarson. Hann er opinn fyrir öllu í sambandi við áframhaldandi samstarf, og lofaði að senda skýrslu um álit sitt á því hvernig best sé að haga málum í opna flokknum.
Matthías talaði við Björn Eysteinsson, og átti langt samtal við hann. Hann útilokaði ekki að koma að landsliðsmálum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Samþykkt að framhaldið bíði fram yfir ársþing eftir nýrri stjórn.
5.-6. Skýrsla frá fundi Bridgesambanda Norðurlandanna og hugsanleg breyting á Kjördæmamóti.
Kristján og Guðmundur fóru á fund Bridgesambands Norðurlanda. Helstu fréttir eru að Svíar vildu að NM yrði lagt niður, en enginn annar tók undir það. Þar var rætt um að setja á stofn sameiginlega norræna bridgebúð á netinu.
Næstu mót verða í Noregi 2007, í Finnlandi 2009 og á Íslandi 2011.
Danir og Norðmenn eru tilbúnir að skiptast á keppnisstjórum við okkur.
Færeyingar hafa mikinn áhuga á að koma inn í Kjördæmamótið sem 9. liðið. Ef það yrði gert, gæti t.d. landslið Íslendinga myndað 10. liðið. Samþykkt að sent verði bréf til svæðaformanna og leitað álits þeirra. Síðan verði málið tekið fyrir á ársþingi.
7. Undirbúningur ársþings
Huga þarf að mönnun stjórnar í stað þeirra sem hyggjast hætta í stjórninni.
8. Önnur mál.
a) Björn Theodórsson hafði samband við Matthías og vildi losna út úr Bridgehátíðarnefndinni.
b) Erla sagði að það þyrfti að finna strax mann í eldhúsið
c) Kristján Blöndal varpaði fram þeirri hugmynd að 67 ára og eldri fengju frítt og t.d. ókeypis kaffi á Íslandsmóti (h)eldri spilara. hann ætlar að fá nýjan framkvæmdastjóra BSÍ í það að móta þetta með sér.
Fundi slitið kl. 20:45