23. ágúst 2005

þriðjudagur, 23. ágúst 2005

Stjórnarfundur 23. ágúst 2005

Mættir á fundinn: Mætt á fundinn: Kristján B. Snorrason, Helgi Bogason, Erla Sigurjónsdóttir, Jóhann Stefánsson, Guðmundur Ólafsson, Ólafur Steinason, Kristján Blöndal, Matthías Þorvaldsson og Sveinn Rúnar Eiríksson. Fjarverandi: Einar Jónsson.

1. Stjórnarfundur 23.ágúst 2005

Dagskrá fundarins:
Dagskráin var löng, en ekki vannst tími til að klára öll atriðin:
1. Heimasíðan
2. Fjölmiðlaumfjöllun
3. Mótaskráin
4. Málefni skrifstofunnar, starfsmannamál, bókhald, sjoppa.
5. Norðurlandamótið
6. Agamál og meðferð þeirra.
7. Landsliðsþjálfun allra flokka
8. Alþjóðleg samskipti sem voru m.a. rædd við Dani og fl. á Norðurlandamótinu, auk þess sem fulltrúar okkar voru duglegir við að vekja athygli á okkur á sumarsvæðamóti Bandaríkjanna.
9. Fjármál og fræðslumál, fræðslufulltrúi
10. Lokavinnsla starfslýsinga
11. Rekstur Síðumúla 37, viðgerð á gólfi og fl.
12. Leit að nýjum forseta sambandsins vegna breyttra aðstæðna núverandi forseta.
13. Reglur um útleigu salarins til bridge-spilara við hátíðleg tækifæri.
14. Íslandsmeistaramót í einmenningi kvenna
15. Skeyti-gjafir til bridgespilara á stór-afmælum
16. Heiðursverðlaun og viðurkenningar til spilara
17. Undirbúningur að ársþingi í október
18. Önnur mál!!
Fundur var settur kl. 17:45

1. Heimasíðan.
Helgi talaði um heimasíðuna. Hann sagði að farin væri af stað vinna við forritun á útliti nýrrar heimasíðu í nýju vefumsjónarkerfi. Vinnan er langt komin. Hann segir að síðan verði ekki mjög notendavæn til að byrja með, á meðan ekki verður búið að flytja inn öll gögn sem setja á inn á síðuna, en það kemur til með að lagast smátt og smátt. Stefnt að gangsetningu 3. vikuna í september.

2. Fjölmiðlaumfjöllun.
Kristján forseti ræddi fréttaleysi af Norðurlandamótinu, en engin umfjöllun var um mótið, hvorki í blöðum né í útvarpi. Forseti sagðist hafa boðist fyrir mótið að senda pistla í Morgunblaðið, en það hafi verið afþakkað, og sagðist Morgunblaðið ætla að sjá um það sjálft.
Forseti segir ljóst að BSÍ þurfi að fóðra blöðin framvegis með fréttum. Setja þurfi það inn í starfslýsingu starfsmanns BSÍ. Einnig sagðist hann ætla að ræða við Morgunblaðið.

3. Mótaskráin.
Sveinn Rúnar lagði fram drög að mótaskrá komandi keppnistímabils. Bent var á vankanta vegna dagsetningu ársþings BSÍ. Stjórnin settist yfir mótaskrána og raðaði mótunum í október og nóvember upp á nýtt til að bæta úr því. Rætt var um Íslandsmót eldri spilara, hvort BSÍ ætti ekki að reyna að fá klúbba eldri borgara til að taka þátt. Kristján Blöndal tók að sér að skoða málið ásamt Erlu og Indu.

4. Skrifstofan o.fl.
a) Framkvæmdastjóri: Lögð fram tillaga um að farið verði af stað með ráðningarferli framkvæmdstjóra. Rætt verði við umsækjendur frá í vor. Matthías taki málið að sér.
b) Bókhald: Samþykkt að finna traustan aðila til að sjá um að færa bókhaldið.
c) Sjoppan: Það er nauðsynlegt að koma upp pylsupotti í sjoppuni. Samþykkt að BSÍ reki sjoppuna þar til búið verði að ráða framkvæmdastjóra. Eftir það verði fundið út hvað sjoppan er að skila BSÍ í tekjum, og ákvörðun tekin í framhaldinu. Inda þarf að huga að mönnun sjoppunar

5. Norðurlandamót.
Árangur varð undir væntingum í öllum flokkum. Opni flokkurinn var í baráttunni framan af, en lét undan í restina. Kvennaflokkurinn var í 4. sæti eftir 6 umferðir, en varð síðan undir í framhaldinu. Yngri spilara flokkurinn var í basli, en seinni umferðin var betri en sú fyrri. Þeir höfðu þó áhrif á lokaúrslit mótsins.
Esther sá um kvennaliðið og Magnús sá um yngrispilara liðið auk Bjarna.
Forseti leggur til að áður en spilarar fari erlendis að spila fyrir hönd BSÍ, þá kalli forseti og/eða framkvæmdaráð spilara á sinn fund ásamt liðsstjórum og leggi þeim reglur hvernig hegðun þeirra eigi að vera.
Jóhann vildi að það kæmi fram að unglingarnir hefðu verið okkur til mikilla sóma.
Erla bar upp þá tillögu að búningar sem útbúnir væru yrðu framvegis geymdir í BSÍ og afhendir þaðan til notkunar. Starfsmanni var falið að innkalla fötin.

6. Agamál og meðferð þeirra.
Framkvæmdaráði er falið að taka fyrir mál sem var sent til umfjöllunar hjá stjórn. Ársþing þarf síðan að taka fyrir hvernig haga skal meðferð slíkra mála í framtíðinni. Ólafi falið að móta tillögur.

7. Landsliðsþjálfun allra flokka.
Á næsta ári er EM í Póllandi. Ákveðið að reyna að fá mann til að stýra opna flokknum til lengri tíma, með það að markmiði að ná árangri 2008 eða 2010.

8. Alþjóðleg samskipti.
Thomas Brenning býðst til að koma á Bridgehátíð og reikna mótið. Notuð yrðu skráningartæki, þannig að hægt yrði að birta lifandi upplýsingar á netinu. Í framhaldinu yrði BSÍ gert kleyft að kaupa skráningartækin á lágmarksverði.
Norðmenn eru orðnir aðilar að danskaforritakerfinu. Stefnt er að því ný útgáfa á kerfinu verði orðin nothæf eftir ca. 12-18 mánuði.Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar