29. maí 2005

sunnudagur, 29. maí 2005

Stjórnarfundur 29. maí 2005

Mættir á fundinn: Mætt á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías Þorvaldsson, Guðmundur Ólafsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Sveinn Rúnar Eiríksson og Helgi Bogason. Fjarverandi: Einar Jónsson, Jóhann Stefánsson og Kristján Blöndal.

1. Stjórnarfundur 29.maí 2005

Dagskrá fundarins:
Dagskráin lá ekki frammi fyrir fundinn, en eftir umræðum fundarins var hún svona í grófum dráttum:
1. Skýrsla forseta
2. Látinna minnst
3. Heimasíðan
4. Skrifstofuhald BSÍ
5. Málefni frá skrifstofunni

Fundur var settur kl. 18:30
1. Skýrsla forseta.
Forseti sagði að helstu mál sem upp hefðu komið síðan á síðasta fundi væru Kjördæmamótið og tjón sem varð á húsnæði BSÍ þegar leki kom upp á karlaklósetti, sem varð þess valdandi að gólfefni skemmdust. Tryggingar munu bæta tjónið.
Forseti sagði frá formannafundi Svæðasambandanna, sem var haldinn samhliða Kjördæmamótinu. Helstu mál sem komu þar voru rædd voru Íslandsmótið í tvímenning og tímasetning Kjördæmamótsins í mótaskránni.
Stjórnin ræddi síðan um Íslandsmótið í tvímenning og mótaskránna. Í sambandi við Kjördæmamótið 2006, kom fram að vegna sveitastjórnarkosninga, verður ekki hægt að spila mótið síðustu helgina í maí eins og áætlað var. Þar sem fyrsta helgin í júní er Hvítasunnuhelgin, var ákveðið að mótið verði 20. og 21. maí.
Rætt var um bikarkeppnina og fyrirkomulagið við dráttinn í hana. Stjórnin var sammála um að afar óheppilegt væri að draga í miðjum leik, heldur ætti að gera það á milli leikja. Þá var leiðréttur sá misskilingur sem tilkynnt var við dráttinn að um væri að ræða forkeppni og 1. umferð, sem hvoru tveggja ætti að vera lokið 19. júní, heldur hefði verið dregið í 1. umferð (2 leikir) sem ætti að vera lokið 19. júní og 2. umferð (16 leikir) sem ætti að vera lokið 17. júlí.

2. Látinna minnst.
Forseti minntist þeirra Gísla Torfasonar og Torfa Ásgeirssonar, með því að biðja menn að rísa úr sætum. Fram kom að BSÍ sendi skeyti til ekkju Gísla, og hugðist senda krans í útför Torfa, en þar sem blóm og kransar voru afþakkaðir, þá var það ekki gert.

3. Heimasíðan.
Sveinn Rúnar sagðist vera í samningaviðræðum við fyrirtækkið Outcom um gerð nýrrar heimasíðu BSÍ. Þeir eru tilbúnir til að færa gögn og setja upp nýtt útlit fyrir sanngjarnt verð.

4. Skrifstofuhald BSÍ.
Rætt um starfsmannamálin. Samþykkt að ráða Indu Hrönn Björnsdóttur áfram til áramóta.


5. Málefni skrifstofunnar.
Inda Hrönn Björnsdóttir mætti á fundinn.
Hún fór yfir helstu mál sem eru í gangi. Rætt var um búningamál landsliðanna. Samþykkt að kaupa boli á opna flokkinn og kvennaflokkinn. Mastercard gaf boli á allan yngri spilara hópinn.

Fleira ekki skráð af því sem rætt var.
Næsti fundur verður#body um mánaðarmótin júní/júlí.
Fundi slitið kl. 20:15.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar