12. apríl 2005

þriðjudagur, 12. apríl 2005

Stjórnarfundur BSÍ 12. apríl 2005

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías Þorvaldsson, Jóhann Stefánsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Sveinn Rúnar Eiríksson og Kristján Blöndal. Fjarverandi: Einar Jónsson, Guðmundur Ólafsson og Helgi Bogason.

1. Skýrsla forseta

Forseti hefur sett sig í samband við undirbúningsnefnd vegna styrkumsóknar BSÍ til ríkisins. Enginn formlegur fundur hefur þó enn verið haldinn. Rætt var um ákvörðun síðasta fundar að fresta ráðningu framkvæmdastjóra.

2. Norðurlandamótið, öll liðin.

Inda Hrönn Björnsdóttir kom á fundinn.
Hún sagðist vera búin að fá tilboð frá Iceland Express í flugmiða fyrir 15 manns. Ekki hefur enn borist tilboð frá Icelandair, en það mun vera á leiðinni. Gisting verður á spilastað. Magnús E. Magnússon verður fyrirliði yngrispilara liðsins, Esther Jakobsdóttir verður fyrirliði kvennaliðsins. Opna flokks liðið fer fyrirliðalaust en þeir fara líklegast 5, og mun Skeljungur (styrktaraðili sveitarinnar) þá borga fyrir fimmta spilarann.
Mótið fyrir 20 ára og yngri hefur verið blásið af. Hins vegar ætlar yngra yngrispilara liðið að fara á eigin vegum í Junior Champ sem verður haldið samhliða Norðurlandamótinu. Samþykkt að sú upphæð sem var ætluð í að senda yngra yngrispilara liðið á NM fari í að styrkja hópinn sem fer í Junior Champ.
Inda Hrönn vék aftur af fundi.

3. Háskólamótið í Hollandi

Áréttuð sú samþykkt síðasta fundar að auglýsa eftir umsóknum með það fyrir augum að bjóða uppihald og gistingu, en spilarar sjái sjálfir um að greiða flugfarið. Taka skal fram í auglýsingunni að valið verði úr hópi umsækjenda. Samþykkt að koma auglýsingunni í Háskólana.

4. Alfreðssjóður - Góumót

Á fundi stjórnar 26. október sl. var lögð fram sú hugmynd að hluti hagnaðar af opnu páskamóti (í ár var mótið nefnt Góumót) renni í Alfreðssjóð, þar sem sá sjóður hefur verið án tekjustofns. Þessar hugmyndir voru teknar upp núna og samþykktar. Einnig var samþykkt að ritari stjórnar BSÍ verði hér eftir 3. stjórnarmaður sjóðsins ásamt Einari Jónssyni formanni og forseta BSÍ.

5. Fjáröflun og Firmakeppni.

Jóhann tók undir tillögur frá síðasta fundi um að endurvekja firmakeppni BSÍ. Hann telur að það geti orðið mikil og stór fjáröflun fyrir BSÍ. Stefnt er að því að mótið fari fram 14. maí. Samþykkt að Matthías og Kristján Blöndal sjái um undirbúning og framkvæmd mótsins ásamt Indu Hrönn.

6. Starfsmannamál - bókhald.

Vignir Hauksson er tilbúinn að taka að sér bókhaldið. Kristján forseti mun semja við hann á næstu dögum. Inda Hrönn var tilbúin til að ráða sig í 3 mánuði á skrifstofu BSÍ, eða út júní. Búið að ganga frá því.

7. Gestir á stjórnarfundi, orðastaður og/eða uppfræðsla

Kristján bar upp þá hugmynd að opið verði fyrir að gestir geti komið á fundi og átt orðastað við stjórn. Ætlaðar yrðu t.d. ca. 15 mínútur í að hlýða á og ræða við gesti. Auglýst yrði á heimasíðu eftir áhugasömum. Hugmyndin var samþykkt.

8. Undanúrslitin og úrslitin í tvímenningnum 22.-24. apríl

Allt er í skorðum, framkvæmdin verður óbreytt frá fyrra ári.

9. Tölvumálin og heimasíðan

Sveinn er með málið í vinnslu. Hann ætlar að koma með tillögur að heildarlausn á næsta fundi. Hann óskar eftir að fá góðan tíma fyrir umfjöllun um málið á þeim fundi.

10. Landsleikjatal

Upplýsingar um hverjir hafa tekið þátt í mótum á vegum BSÍ frá upphafi. Mjög mikla vinnu þarf að inna af hendi til að finna út hverjir spiluðu í hvaða leik og þar af leiðandi hve marga leiki menn hafa spilað. Nokkrar umræður urðu um málið.

11. Bridgehátíðarnefnd

Matthías sagði að hún væri að taka á sig endanlega mynd. Elín Bjarnadóttir yrði formaður og auk hennar yrðu Matthías Þorvaldsson og Björn Theodórsson í nefndinni ásamt fulltrúa skipuðum af Bridgefélagi Reykjavíkur. Kastað upp þeirri reglu að almennt verði í nefndinni einn starfsmaður nýliðins móts, varaforseti BSÍ hverju sinni og 1 fyrrverandi forseti BSÍ ásamt fulltrúa BR.

12. Önnur mál

Ómar Olgeirsson innti af hendi frábær störf á úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni um páskana. Sem þakklættisvott fyrir þau góðu störf samþykkti stjórnin að styrkja hann til farar á t.d. Copenhagen Open í sumar.

Fleira ekki skráð af því sem rætt var.
Næsti fundur fyrirhugaður þriðjudaginn 26. apríl nk. Fundi slitið kl. 19:05.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar