8. mars 2005

þriðjudagur, 8. mars 2005

Stjórnarfundur BSÍ 08. mars 2005

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Ólafur Steinason, Erla Sigurjónsdóttir, Jóhann Stefánsson, Guðmundur Ólafsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Einar Jónsson, Kristján Blöndal og Matthías Þorvaldsson. Helgi Bogason var fjarverandi.

1. Skýrsla forseta.

Forseti setti fundinn kl. 17:10 og bauð fundarmenn velkomna.
Hann byrjaði á því að biðja stjórnarmeðlimi að rísa úr sætum til að minnast nýlátinna aðila sem tengjast stjórnarmeðlimum.

2. Bridgehátíð.

Framkvæmd Bridgehátíðar tókst vel, ekkert óvænt kom upp á, fyrir utan 1 atriði sem Sveinn Rúnar gat aðstoðað við lausn á. Ekki er tilbúið uppgjör ennþá, en það lítur út fyrir að hagnaður hafi orðið á hátíðinni. Ýmsan lærdóm er hægt að læra af mótinu, sem nýta má við framkvæmd næstu Bridgehátíðar. Stjórn var sammála um að ganga þyrfti strax í að fá gesti á næstu hátíð. Lagt til að ný Bridgehátíðarnefnd verði skipuð á næsta stjórnarfundi. Einnig lagt til að skoðaðir verði þeir möguleikar að flytja mótið á Nordica Hótel.

3. Umsóknir um starf framkvæmdastjóra.

Tekið fyrir síðast á fundium, og vék Jóhann af fundi meðan þessi liður var tekinn fyrir, vegna náinna tengsla við einn umsækjanda. Forseti kynnti umsækjendurna. Alls sóttu 25 um starfið. IMG flokkaði umsækjendur í 3 flokka, A, B og C eftir hvernig þeir töldu að umsækjendur hentuðu í starfið. 9 umsækjendur voru A-merktir og var samþykkt að framkvæmdaráðið myndi ræða valda umsækjendur úr þessum hópi.

4. Undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni.

Kannaðir voru ýmsir staðir með það fyrir augum að halda mótið annars staðar en að Síðumúla 35 og 37. Ekki náðist að finna annan stað með svo stuttum fyrirvara. Stjórnin samþykkti að stefna að því að mótið yrði ekki haldið í húsnæði BSÍ á næsta ári, heldur þar sem hægt er að spila á einum stað. Verið er að reyna að fá Borgarstjóra til að slíta mótinu.
Erfiðlega hefur gengið að fá keppnisstjóra í lokaða salinn, en þó búið að finna lausn. Úrslitin og opið Mónumót verða spiluð á Hótel Loftleiðum um páskana.

5. Yngri spilarar.

Bjarni Einarsson kom á fundinn. Hann kynnti hugmyndir sínar um þjálfun yngri spilarara landsliðs. Stjórnin tók vel undir hugmyndirnar og samþykkti að taka málið nánar fyrir á næsta stjórnarfundi. Bjarni vék aftur af fundi.

6. Heimasíða BSÍ.

Heimasíðumálin eru ekki í góðum málum í dag. Uppfærslur eru ekki aðgengilegar. Stjórnin var sammála að síða BSÍ þyrfti að vera meira lifandi, með örari uppfærslum. Mælt með að skoða tilboð frá nokkrum þjónustuaðilum. Sveinn Rúnar tekur að sér að sjá um uppfærslur á gömlu heimasíðunni þar til nýtt kerfi verður tekið í notkun.

7. Önnur mál.

a) Eldri borgarar spyrja um kostnað við það að þeir komi í húsnæði BSÍ og spili 2. í viku milli kl. 13 og 16. Kristján forseti ætlar að ræða við forsvarsmann þ eirra.
b) Kristján forseti stingur upp á því að gengið verði í að fá myndir af spilurum til að skreyta veggi húsnæðis BSÍ með.
c) Kjördæmamótið nú í vor verður haldið í Keflavík.

Fundi slitið kl. 19:20. Næsti fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 17. mars nk.Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar