29. mars 2005
Stjórnarfundur BSÍ 29. mars 2005
Mættir á fundinn: Kristján B Snorrason, Erla
Sigurjónsdóttir, Helgi Bogason, Einar H Jónsson, Sveinn R
Eiríksson, Kristján Blöndal, Matthías Þorvaldsson og Guðmundur
Ólafsson. Fjarverandi: Jóhann Stefánsson, Ólafur Steinason.
1. Skýrsla forseta Forseti setti fundinn kl 17:25 og sagði skýrslu sína að öllu
leyti samtvinnaða við aðra fundarliði, að þessu sinni. Matthías
skipaður fundarritari, í fjarveru Ólafs. |
2. Íslandsmótið í svk, úrslit
Framganga Ljósbrár Baldursdóttur í nýliðnu Íslandsmóti í
sveitakeppni hefði verið með þeim hætti að rétt væri að veita
viðurkenningu fyrir slíkt með einhverjum viðeigandi hætti,
síðar. |
3. Ráðning framkvæmdastjóra -
skrifstofan, bókhald, uppgjörsmál Annar þeirra umsækjenda sem ákveðið hafði verið að ræða áfram
við (á síðasta fundi, 22. mars sl.) var búinn að draga starfsumsókn
sína til baka. Ekki reyndist unnt að ræða við hinn umsækjandann
fyrir þennan fund. |
4. Kvennabridge - endanleg afgreiðsla
landsliðsnefndar Matthías kynnti í stuttu máli þá endanlegu niðurstöðu
landsliðsnefndar kvenna að afgreiða málið sem rætt var á síðasta
fundi (22. mars sl.) þannig að landsliðið stendur óbreytt. Þessi
niðurstaða hefur verið kynnt öllum þeim bridskonum sem hlut áttu að
máli. |
5. Styrkbeiðni til
ríkisvaldsins Ganga þarf frá árlegri styrkbeiðni til ríkisvaldsins. Hér telur
stjórnin líklegast til árangurs að sækja um aukið fjármagn í
tengslum við e.k. tímabundið átak, tengt fræðslu-, útbreiðslu- og
kynningarmálum BSÍ. Ákveðið að framkvæmdaráð fái Jóhann Stefánsson
o.fl. sér til aðstoðar við að klára þessa styrkbeiðni og að hún
liggi fyrir á næsta fundi (5. apríl nk.) |
6. Yngri spilarar Stjórnin fékk heimsókn frá Bjarna H Einarssyni á síðasta fundi
(22. mars sl.) í kjölfar bréfs frá honum (sem að vísu inniheldur
nokkrar staðreyndavillur sem verða leiðréttar síðar). Stjórnin kann
vel að meta áhuga Bjarna og eldmóð, Kristján forseti og Erla taka
að sér að klára undirbúnings- og fyrirliðamál yngri spilara fyrir
næsta fund. Ekki þykir stjórn ástæða til að ráða manneskju á föst
laun hjá BSÍ vegna yngri spilara starfs á þessum tímapunkti,
réttara sé að skoða slíkt með haustinu. |
7. NM í opnum flokki í sumar
Á síðasta fundi (22. mars sl.) var ákveðið að kanna fyrst til
hlítar möguleikann á því að skipa NM-liðið
Eyktar-deildarkeppnisspilurum í sumar, en leita ella til sveitar
Skeljungs. Eykt reyndist ekki möguleiki og verður því leitað til
Skeljungsmanna, skv. ákvörðun meirihluta stjórnar á umræddum fundi
(22. mars). Kristján forseti mun ræða við Skeljungsmenn fyrir næsta
stjórnarfund (5. apríl). |
8. Eldri borgarar í
Síðumúlann? Erindi barst frá eldri borgurum í Glæsibæ, hvort möguleiki væri
á flutningi í Síðumúlann. Þetta eru gleðitíðindi og mun fulltrúi
frá þeim hitta Svein Rúnar, Kristján forseta og Erlu, í vikunni, og
fæst niðurstaða í þetta mál vonandi fyrir næsta fund. |
9. Kjördæmamótið í lok maí
Nokkur umræða fór fram um hvernig að kjördæmamótum væri staðið
hjá samböndunum og hvort þau þyrftu jafnvel stuðning hjá BSÍ. Erla
ætlar að kynna sér fyrir næsta fund hvort mótið verður í
Reykjanesbæ, Hafnarfirði eða annars staðar í Reykjaneskjördæmi hinu
forna. |
10. Heimasvæðið á Netinu
Sveinn Rúnar er að vinna í að fá heildartilboð frá 2-3 aðilum og
mun leggja þau fyrir stjórn þegar þau liggja fyrir. |
11. Önnur mál Kristján forseti ítrekaði þann vilja sinn að setja upp myndir af
bridgespilurum víðsvegar um húsnæðið. Matthías mundi eftir safni
gamalla mynda sem hékk í miðsalnum í Þönglabakka, textað af Þórði
heitnum Sigfússyni. Sveinn Rúnar ætlar að kanna hvar þessar myndir
gætu verið, því þær myndu sóma sér afar vel í Síðumúlanum. |