15. febrúar 2005
þriðjudagur, 15. febrúar 2005
Stjórnarfundur BSÍ 15. febrúar 2005
Mættir á fundinn: Kristján forseti, Sveinn Rúnar,
Jóhann, Kristján Blöndal;Guðmundur Matthías og Helgi Boga. Fyrri
hluta fundarins sat Elín Bjarnadóttir en hún vék af fundi þegar
búið var að ræða málefni Briddshátíðar.
1. Bridgehátíð.
1. Kristján forseti setti fundinn og óskaði eftir að Jóhann
ritaði fundargerð.
Þessi fundur var aukafundur stjórnar og ekki lá fyrir formleg
dagskrá, aðaltilgangur var að fínpússa skipulag fyrir Briddshátíð
og fara yfir undirbúning og skipulag þeirrar hátíðar. Elín hefur
tekið að sér að vera mótsstjóri á Briddshátíð og sjá um að
skipulagið gangi upp. Hún upplýsti stjórn um hvernig hvað hefði
verið gert og hvaða vanda þyrfti að leysa. Hún taldi að allt mundi
ganga upp. Hún sagði frá "Landskeppni" USA /Ísland sem verður
haldin í Smáralind á fimmtudag. Þessi keppni er hugsuð fyrst og
fremst sem auglýsing fyrir komandi hátíð en ekki sem sjálfstæður
viðburður. Skipulag og framkvæmd er í höndum Ómars
Olgeirssonar.
Töluverðar umræður urðu í tengslum við þennan lið og upp komu
hugmyndir um að hafa það sem fastan lið á briddshátíð að hafa lokað
mót á fimmtudegi fyrir briddshátíð. Hægt væri að gera fá
styrktaraðila að þeim viðburði sem gæti auðveldað sterkum spilurum
að koma, eins var það nefnt að sendiráð USA hefur áhuga á að koma
með einhverjum hætti að viðburði líkum landskeppninni þó ekki hafi
það orðið að þessu sinni. Ýmsar aðrar hugmyndir komu upp um
framtíðarskipulag á briddshátíð . Ákveðið var að taka þessa umræðu
upp síðar þegar búið er að ráð nýjan framkvæmdastjóra.
Bridge base kerfið er að komast í gang og verður notað á
Briddshátíð.
|
2. Landsliðsmál yngri spilara.
B.S.Í ítrekar að til standi að senda út landslið yngri spilara í
báðum flokkum á Norðurlandamótið, ætlunin er að fjórir spilarar
fari út í hvorum flokki.
|
3. Deildakeppni BSÍ
Ákveðið er að deildarmeistarar fái verðlaunaferð fyrir sinn
árangur. Rætt var um að ferðin gæti verið á National í USA.
|
4. Önnur mál
Rætt var um mót eins og Kauphallarmótið sem var með elegans og
flottheitum, spurningin er hvort hægt væri að endurvekja það
fyrirkomulag og þá fá styrktaraðila að því móti.
|