8. janúar 2005

laugardagur, 8. janúar 2005

Stjórnarfundur BSÍ 08. janúar 2005

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Guðmundur Ólafsson, Matthías Þorvaldsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Jóhann Stefánsson, Kristján Blöndal Fjarverandi voru Einar H Jónsson, Ólafur Steinason og Erla Sigurjónsdóttir

1. Skýrsla forseta

Kristján setti fund og bauð fundarmenn velkomna á nýju og farsælu ári. Hann reifaði í stuttu máli starfsemi briddsfélaga um landið um jól og áramót en flest félög halda mót á þessum árstíma. Hann gat sérstaklega um Harðarmótið sem er minningarmót um Hörð Þórðarson og Borgarnesmótið sem hafa áunnið sér fastan sess í briddslífi Íslendinga. Borgarnesmótið var fámennara nú en stundum áður og hugsanlega hefur kynning á því móti ekki verið í lagi. Hann nefndi einnig að það væri bagalegt að uppfærslur á briddssíðum textavarpsins væru í ólagi, en þær hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir jól. Ástæður fyrir því væru meðal annars að skrifstofa sambandsins væru lokaðar á milli jóla og nýjaárs.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

Þar sem Stefanía framkvæmdastjóri sambandsins var forfölluð þá datt þessi liður niður að mestu Kristján kynnti þó lauslega erindi sem borist höfðu til Briddssambandsins.

3. Bridgehátíð 2005

Skráning á Flugleiðamótið er enn í fullum gangi og mótið í ár verður greinilega vel skipað. Katz kemur með sveit, (Hjördís, Curtis og unglingalandsliðsmaður sem vantar nafn á) og nokkrar fyrirspurnir hafa borist sem eru spennandi. Stjórnin samþykkti þá tillögu að fjölga verðlaunaflokkum í tvímenningnum um fjóra. Veitt verða verðlaun sem nema 300 dollurum til efsta kvennaparsins,
efsta eldra parsins,
efsta blandaða parsins og
efsta unglingaparsins.
Sett eru tvenn skilyrði fyrir þessum verðlaunum:
• Í fyrsta lagi að viðkomandi par hafi ekki fengið verðlaun í mótinu sem nemur hærri upphæð en 300 dölum.
• Í öðru lagi að parið hafi náð að minnsta kosti meðalskori

Stjórnin samþykkti líka þá tillögu að hækka verðlaunafé um 1800 dollara, þessi hækkun deilist á verðlaunasæti í tvímenningi og sveitakeppni.

Stjórnin mælist til þess að gerð verði fjárhagsáætlun fyrir Briddshátíð. Gjaldkera var falið að gera þá áætlun í samráði við framkvæmdastjóra. Stefnt skal að því að gera slíka áætlun fyrir öll stærri mót á vegum Briddssambands Íslands

4. Starfslýsingar

Rætt var um starfslýsingu framkvæmdastjóra. Ákveðið var að segja núverandi samningi framkvæmdastjóra Briddsambandis upp frá 1. febrúar. Hann fellur þá úr gildi 1. maí. Stefnt skal að því að nýr samningur með verklýsingu framkvæmdastjóra liggi fyrir sem fyrst (fyrir 1. febrúar ef mögulegt er) Aðrar verklýsingar þurfa að liggja fyrir á sama tíma til að tryggja samræmi og forðast skörun á milli starfa.

5. Önnur mál

"Svenni óskaði eftir því að Briddssambandið efldi starf með eldri borgurum. Hann hefur ákveðnar hugmyndir um það mál. Stjórnin samþykkti að hann í samvinnu við Þórð Ingólfsson skoðaði það mál nánar og byði eldri borgurum hugsanlega upp á bridds á miðvikudögum frá kl 13 - 17."



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar