26. janúar 2005

miðvikudagur, 26. janúar 2005

Stjórnarfundur BSÍ 26. janúar 2005

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Guðmundur Ólafsson, Ólafur Steinason, Einar Jónsson, Kristján Blöndal, Matthías Þorvaldsson, Helgi Bogason og Jóhann Stefánsson. Erla Sigurjónsdóttir og Sveinn Rúnar Eiríksson voru fjarverandi. Forseti setti fundinn kl. 17:20 og bauð fundarmenn velkomna. Hann byrjaði á því að þakka fyrir afmælisgjöfina, sem beið hans á fundinum.

1. Gagnrýni

Áður en gengið var til dagskrár, þá kom fram gagnrýni frá Einari og Ólafi á það á síðasta stjórnarfundi (11. janúar) var tekið fyrir stórt mál án þess að það væri á dagskrá fundarins í fundarboði. Forseti baðst afsökunar á þessari meðferð málsins, en skýrði málið og sagði að þetta hefði verið gert vegna tímapressu. Stjórnin samþykkti síðan ályktun þess efnis að leitast verði til að stór mál verði ekki tekin fyrir á stjórnarfundum án þess að þeirra verði getið í fundarboði.

2. Starfslýsing og starfssamningur framkvæmdastjóra

Lögð fram starfslýsing og drög að ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra BSÍ. Umræður urðu talsverðar um málið, þar sem drögin að ráðningarsamningnum var tekin fyrir lið fyrir lið og samþykkt samhljóða.

3. Ráðstefna á Ítalíu 3. - 6. febrúar hjá EBL.

Stefnt að því að 1-2 menn fari með sem minnstum tilkostnaði.

4. Unglingalandslið

Búið að samþykja að senda opinn-, kvenna- og yngri spilara flokka á Norðurlandamótið 2005. Spurning hvort senda eigi skólalið (þ.e. yngri flokk yngri spilara). Samþykkt að senda lið ef frambærilegur hópur fæst. Einar tekur að sér að kanna málið. Jafnframt mun Einar ræða við Sigurbjörn Haraldsson um stjórnun og umsjón eldri flokksins.

Næsti fundur verður 8. febrúar.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 20:05.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar