7. desember 2004
þriðjudagur, 7. desember 2004
Stjórnarfundur BSÍ 07. desember 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Guðmundur
Ólafsson, Matthías Þorvaldsson, Erla Sigurjónsdóttir, Helgi
Bogason, Sveinn Rúnar Eiríksson, Einar Jónsson, Jóhann Stefánsson,
Kristján Blöndal og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Fjarverandi var
Ólafur Steinason.
1. Skýrsla forseta
Kristján setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2005 var styrkur til BSÍ hækkaður í
10,5 millj. svo það er ástæða til að þakka velvilja Alþingis og
vera bjartsýnn á reksturinn fyrir næsta ár.
|
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Stefanía byrjaði á að segja frá mikilli umferð á heimasíðunni,
en í október og nóvembermánuði voru að meðaltali yfir 400 notendur
sem heimsóttu síðuna daglega.
Guðmundur Páll er að skoða möguleika á æfingamótum fyrir landsliðið
á næsta ári.
Miðvikudaginn 8.des. verður Opið hús í Síðumúlanum, þar sem
nemendur Bridsskólans og yngri spilarar eru sérstaklega velkomnir
og hvatti hún stjórnarmenn til að mæta.
Landstvímenningurinn er ekki orðinn svipu hjá sjón og aðeins 60 pör
sem tóku þátt í honum í haust, en spilað var á 4 stöðum og
greinilega kominn tími til að huga að breyttu fyrirkomulagi. T.d.
spila á öðrum vikudegi og slást í hóp annarra í Evrópu eða koma á
fót keppni á milli landa. Málinu vísað til mótanefndar.
Þó búið sé að bóka undankeppni Íslandsmótsins í svk. í Síðumúla 35
og 37 er verið að skoða aðra möguleika t.d. Hamrahlið. Stjórnarmenn
voru sammála þvi að reyna að finna betra húsnæði.
|
3. Bridgehátíð 18.-21. febrúar
2005
Skipuð Bridgehátíðarnefnd: Stefanía Skarphéðinsdóttir, Ljósbrá
Baldursdóttir, Sgiurður B. Þorsteinsson.
Margar fyrirspurninr hafa þegar borist erlendis frá og nokkrir
þekktir spilarar þegar skráðir. George Mittelman og Ralph Katz
verða í annarri boðssveitinni, og beðið eftir svari frá Zia.
Hótel Loftleiðir þola ekki fjölgun í tímenningnum og kannski orðið
tímabært að skoða möguleika á að flytja mótið á Hotel
Nordica.
Sveinn Rúnar ræddi möguleika á að fá sponsora fyrir
gestasveitirnar.
Samþykkt að veita flokkaverðlaun í tvímenningnum, vísað til
BH-nefndar.
|
4. Starfslýsingar
Vegna anna var enginn tilbúinn undir þessum lið, en allir lofuðu
að skila af sér á næsta fundi, 11. janúar.
|
5. Framtíðarnefnd
Helgi sagði brýnt að vinna stefnumótun til langs tíma, ekki væri
marktvisst að setja í gang verkefni án þess að huga að
framtíðarmarkmiðum. Án stefnumótunar vantaði alla samfellu í
starfsemina, sérstaklega þar sem mannaskipti væru tíð.
Eftir miklar umræður var ákveðið að koma "Framtíðarnefnd" á
laggirnar, Helgi er tilbúinn að taka þátt í þessari vinnu og finnur
formann og 3.mann fyrir næsta fund.
|
6. Fræðslumál
Einar hafði haft samband við nokkra einstaklinga sem höfðu komið
að unglinga og fræðslustarfi BSÍ og reynt að koma á einskonar
hugmyndabanka, með litlum árangri þó.
Athugasemdir um fræðslustarfið og tilllögur til úrbóta höfðu borist
frá Aroni Þorfinnsyni, bridgekennara í MH. Einar sagði
útbreiðslustarfið augljóslega ekki nógu mikið og lagði til að
ráðinn verði starfsmaður sem sinnti fræðslu- og útbreiðslumálum,
kvennalandsliði, landsliði yngri spilara.
Miklar umræður urðu um þessar tillögur, en vinna þarf að þeim
samhliða stefnumótun og starfslýsingum.
Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 19:20. Næsti fundur þriðjudaginn
11. janúar.
|