16. nóvember 2004

þriðjudagur, 16. nóvember 2004

Stjórnarfundur BSÍ 16. nóvember 2004

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Guðmundur Ólafsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Einar Jónsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Kristján Blöndal og Matthías Þorvaldsson mættu eftir að fundur var hafinn. Helgi Bogason, Jóhann Stefánsson og Sveinn Rúnar Eiríksson voru fjarverandi.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra

Forseti setti fundinn kl. 17:05 og bauð fundarmenn velkomna.

Búið er að skuldbreyta lánum. Stefanía flutti þau skilaboð frá Sveini Rúnari, sem var staddur erlendis, að Birkir Jón Jónsson yrði 3. maðurinn í mótanefnd, og varamenn yrðu þau sömu og síðustu ár: Brynjólfur Gestsson, Ljósbrá Baldursdóttir og Þorvaldur Pálmason.

2. Skýrsla forseta

Kristján forseti ræddi góðan árangur Íslendinga á nýliðnu Ólympíumóti. Hann sagði að það hefði verið ánægjulegt að komast upp úr riðlinum og það sýndi að liðið hefði átt erindi á mótið. Samþykkt var að umbuna landsliðinu fyrir árangurinn með því að bjóða þeim út að borða ásamt mökum.
Boðsmót verður haldið í Uppsölum í Svíþjóð 4. - 5. des. nk. og er íslenskri sveit boðið upp á hótelkostnað. Samþykkt að bjóða núverandi bikarmeisturum (sveit Orkuveitunnar) að fara á eigin kostnað.

3. Stefnumótun

Forseti sagði að gera þurfi starfslýsingar fyrir forseta, stjórn, framkvæmdstjóra, nefndir og keppnisstjóra BSÍ. Samþykkt að Matthías vinni starfslýsingu forseta, Guðmundur starfslýsingu framkvæmdastjóra, Ólafur framkvæmdaráðs og Kristján forseti leiði restina af starfslýsingagerð.

a) Fjármál.
Stefanía lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Rætt var um hvort rétt væri að fá fjárhagsáætlun fyrir hvert mót á vegum BSÍ og fá síðan samanburð á uppgjöri og áætlun eftir mótin. Rætt var um starfsmannahald í mótum BSÍ og möguleika á hagræðingu, án þess þó að minnka þjónustu. Þá var rætt var um söfnun bridgesögunnar og einnig var rætt um þörfina á að vinna upp talningu á landsleikjum bridgespilara.
Umræða varð um hvort betra væri að ráða mann til að safna auglýsingum fyrir BSÍ upp á hlut eða stjórnarmenn ynnu að tengslaneti. Samþykkt að fá Svein Rúnar til að skipuleggja fjáröflun fyrir BSÍ.

b) Fræðslumál
Einar Jónsson tekur að sér að skoða stefnumótun um fræðslumál, og fá með sér fleiri góða menn.

c) Landslið
a) Kvennalandslið: Það liggur fyrir skýrsla stefnumótunarnefndar. Samþykkt að skipa nefnd sem fær yfirráð yfir landsliðsmálum kvenna. Rætt verður við Gylfa Baldursson um að leiða nefndina og ef hann samþykkir það, þá verði í samráði við hann valdir 2 aðrir nefndarmenn, annar þeirra a.m.k. kona.
b) Opinn flokkur: NM á næsta ári verður skipað sigurvegurum 1. deildar í Deildakeppninni. Samþykkt að fá tillögur frá Guðmundi Páli Arnarsyni landsliðseinvaldi um næstu skref varðandi uppbygginu landsliðs fyrir EM 2006.

c) Yngri spilarar: Æfingakvöld eru í gangi á miðvikudagskvöldum undir stjórn Sigurbjörns Haraldssonar, þar sem þeir sem áhuga hafa á því að skipa landslið yngri spilara á NM 2005 stunda æfingar. Eftir áramót þarf að ráða fyrirliða til að velja og undirbúa landslið.

4. Árgjald

Ársþing BSÍ fól stjórninni að ákveða árgjald fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Stjórn BSÍ lýsir yfir ánægju með að félög gefi afslátt til yngri spilara og eldri borgara. Vegna þess hve flókið það er í framkvæmd og eftirliti að hafa mismunandi félagsgjöld, þá samþykkir stjórnin að félagsgjöldin verði óbreytt, 100 kr. á spilara á spilakvöld.

Næsti fundur verður 9. desember.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19:05.Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar