1. Þingsetning
Forseti Kristján B. Snorrason setti þingið um kl. 10:15, bauð
fulltrúa velkomna og minntist Þórðar Sigfússonar og Hjalta
Elíassonar, sem létust á árinu og bað viðstadda að rísa úr sætum og
votta þeim virðingu sína.
Forseti for yfir starfsemi ársins. Ræddi árangur landsliðanna og
sagði nefnd á vegum stjórnarinnar hafa unnið góða skýrslu um
kvennabridge.
Reksturinn gekk nokkuð vel á árinu og þakkaði hann sérstaklega
umsjónarmönnum getraunadeildarinnar, sem skilaði ágætum
afgangi.
Helsta nýjung í mótahaldi er tilkoma Deildakeppninnar sem beðið er
með eftirvæntingu. Til stendur að gera úttekt á starfi sambandsins
og blása til sóknar á næsta ári.
Hann tilnefndi fundarstjóra Helga Bogason, sem tók þegar við
fundarstjórn og Frímann Stefánsson sem fundarritara og var það
samþykkt.
Í kjörbréfanefnd voru kosnir: Ólafur A. Jónsson, Sigtryggur
Sigurðsson og Guðlaugur Bessason. Gert var 15 mín. fundarhlé meðan
nefndin sinnti störfum sínum.
|
2. Kjörbréf þingfulltrúa athuguð og
úrskurðuð
Ólafur hafði orðið fyrir kjörbréfanefnd. Honum þótti fundarsókn
dræm, þar sem aðeins höfðu borist kjörbréf 25 fulltrúa frá 9
félögum.
Alls mættu 16 fulltrúar sem fóru með 21 atkvæði fyrir 7
félög.
Fulltrúar voru þessir:
Bridgefélag Reykjavíkur Guðný Guðjónsdóttir 1 atkv.
Helgi Bogason 1 atkv.
Hjördís Sigurjónsdóttir 1 atkv.
Hrólfur Hjaltason 1 atkv.
Ísak Örn Sigurðsson 1 atkv.
Jón Baldursson 1 atkv.
Sigtryggur Sigurðsson 1 atkv.
Sveinn Rúnar Eiríksson 1 atkv.
Bf. Selfoss Brynjólfur Gestsson 2 atkv.
Bf. Suðurnesja Kristján Örn Kristjánsson 2 atkv.
Bf. SÁÁ Matthías Þorvaldsson 2 atkv.
Bf. Hafnarfjarðar Guðlaugur Bessason 1 atkv.
Erla Sigurjónsdóttir 1 atkv.
Bf. Akureyrar Frímann Stefánsson 2 atkv.
Bf. Barðstr. og kvenna Ólafur A. Jónsson 2 atkv.
Guðrún Jörgensen 1 atkv.
.
Að auki sátu þingið: Kristján B. Snorrason, Kristján Blöndal og
Stefanía Skarphéðinsdóttir
|
3. Kosning uppstillinganefndar
4. Í uppstillinganefnd voru kosnir: Brynjólfur Gestsson, Jón
Baldursson og
Kristján Örn Kristjánsson.
|
4. Skýrsla stjórnar
5. Sjá lið 1.
|
5. Formenn fastanefnda gefa
skýrslu
Ísak Örn Sigurðsson sagði störf mótanefndar hafa verið
hefðbundin.
Erla Sigurjónsdóttir mælti fyrir meistarastiganefnd.
Kristján Blöndal fyrir laga- og keppnisreglunefnd. Hann sagði frá
undirbúningi Deildakeppninnar.
Engir talsmenn foru fyrir dómnefnd og áfrýjunarnefnd.
|
6. Reikningar lagðir fram
7. Framkvæmdastjóri kynnti reikninga sambandsins og skýrði
einstaka liði.
Síðan foru fram almennar umræður um starfsemina.
Frímann ræddi um heimasíðuna, málefni yngri spilara og sagði að
passa þyrfti að hengja upp skiptingu stiga að mótum loknum og stöðu
í riðlum í einmenningi. Bað um betri sundurliðun stiga þ.e. aðgang
að 5 ára stigum..
Helgi Bogason sagði frá breytingum á heimasíðunni, sem eru í
vinnslu.
Erla þakkaði ábendingar um meistarastig.
Jón Baldursson var sammála um meistarastigin og sagði að
fundagerðir mættu koma fyrr inn á heimasíðuna. Hann vildi fara
varlega í að gefa frestanir á bikarleiki og fannst vont að
tvískipta undanúrslitum í svk. á milli húsa.
Ólafur A. Jónsson sagði að stöðva yrði fækkun iðkenda íþróttarinnar
og ekki mætti hækka keppnisgjöld. Eldri borgara hefðu ekki efni á
að borga mikið. Nú yrði að taka á í fjáröflun og helst þyrfti að fá
ofurfjárfesta til að fjármagna kynningarstarf.
Kristján B. Snorrason sagði að stjórn væri búin að samþykkja að
senda lið yngri spilara á Norðulandamótið í Danmörku á næsta ári.
Hann sagði að reynt verði að koma á samstarfi við borgaryfirvöld um
t.d. aukna nýtingu húsnæðis.
Helgi Bogason upplýsti að eldri borgarar greiddu hálft keppnisgjald
í B.R. Hann sagði vanta sterkan bakhjarl í fjáröflunina og næsta
skref væri að fá fjáröflunarnefnd til starfa.
Guðrún Jörgensen sagðist ekki ánægð með stöðuna í kvennabridge og
bað um afrit af nefndri skýrslu og sagði að auðvitað vantaði okkur
aðra Bermúdaskál til að fá athygli umheimsins.
Hrólfur sagðist vilja keppni um landsliðssæti og spurði hver stæði
fyrir heimasmíðuðum pörum.
Kristján B. sagði landsliðseinvald hafa fullt traust stjórnar og
hann veldi sterkasta liðið sem völ væri á hverju sinni.
Frímann sagði frá námskeiði á Akureyri og að þrátt fyrir góðan
undibúning og kynningu í öllum fjölmiðlum á staðnum hefði þátttaka
verið léleg.
Jón B. vildi fá eldri borgara meira inn í starfsemina. Honum fannst
um að gera að keppa stundum um landsliðssæti og sagði að
landsliðsmenn þyrftu að leggja fram 60 - 80 tíma vinnu á
mánuði.
Ólafur A. sagði að landsliðseinvaldur ætti alfarið að ráða valinu.
Hann ítrekaði að við þurfum öfluga fjáröflun.
Helgi B. sagði okkur vera í varnarbaráttu og við yrðum að sýna
einingu. Sum gagnrýni á landsliðsmálin væri ósanngjörn, þó hana
megi ekki vanta.
Kristján B. sagði að landsliðsumræðan myndi verða ofarlega á
verkefnalista stjórnar.
Ársreikningar samþykktir samhljóða.
|
7. Lagabreytingar
8. Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir.
|
8. Kosningar
Eftirtaldar tillögur uppstillinganefndar voru samþykktar
samhljóða:
Forseti Kristján B. Snorrason
Í aðalstjórn til 2 ára: Guðmundur Ólafsson
Helgi Bogason
Matthías Þorvaldsson
Í aðalstjórn til 1 árs: Ólafur Steinason
Í varastjórn til 1 árs: Jóhann Stefánsson
Einar Jónsson
Sveinn Rúnar Eiríksson
Úr stjórn gengu Kristján Már Gunnarsson, Ísak Örn Sigurðsson og Una
Árnadóttir
Áfrýjunarnefnd: Guðjón Bragason, formaður
Björgvin Þorsteinsson, varaformaður
Esther Jakobsdóttir
Guðmundur Ágústsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Kristján Kristjánsson
Loftur Þór Pétursson
Löggiltur endurskoðandi: Guðlaugur R. Jóhannsson
Skoðunarmenn reikninga: Hallgrímur Hallgrímsson
Páll Bergsson
Til vara: Bogi Sigurbjörnsson
Jónas Elíasson
|
9. Ákvörðun árgjalds
13. Ólafur A. vildi lækkun árgjalds.
Sveinn Rúnar lagði til að greitt yrði helmingur fyrir eldri borgara
og yngri spilara.
Eftir nokkuð líflegar umræður var eftirfarandi samþykkt:
"Ársþingið framselur til stjórnar ákvörðun árgjalds. Árgjaldið
verði þó að hámarki kr. 100 með hugsanlega lækkun til eldri borgara
og yngri spilara í huga. "
|
10. Önnur mál
14. a) Reglugerð fyrir veitingu heiðursmekja og
Heiðursmerkjanefnd BSÍ.
Eftir nokkrar umræður var reglugerðin samþykkt samhljóða og
Brynjólfur Gestsson kosinn í Heiðursmerkjanefnd.
b) Ólafur A. sagði tilefni til að vera búin að hengja upp myndir af
öllum forsetum BSÍ á 60 ára afmælinu eftir 4 ár.
c) Jón B. spurði um fræðslumálin. Matthías sagðist vilja sjá þau í
umsjón skrifstofunnar.
Forseti þakkaði góða og málefnalega umræðu og sleit þingi um kl.
14:00
|