26. október 2004

þriðjudagur, 26. október 2004

Stjórnarfundur BSÍ 26. október 2004

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Guðmundur Ólafsson, Erla Sigurjónsdóttir, Kristján Blöndal, Ólafur Steinason, Einar Jónsson, Helgi Bogason, Sveinn Rúnar Eiríksson og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Matthías Þorvaldsson og Jóhann Stefánsson voru fjarverandi.

1. Skýrsla forseta

Forseti setti fundinn kl. 17:20 og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund nýrrar stjórnar.

2. Verkaskipting stjórnar

Varaforseti: Matthías Þorvaldsson
Gjaldkeri: Guðmundur Ólafsson
Ritari: Ólafur Steinason
Stjórnin ræddi um starfssvið og skipan framkvæmdaráðs. Í framhaldinu voru eftirtaldir skipaðir í framkvæmdaráð:
Kristján B. Snorrason
Guðmundur Ólafsson
Helgi Bogason.

3. Skipun fastanefnda

Stjórn Minningarsjóðs Alfreðs Alfreðssonar
Einar Jónsson formaður
Kristján B. Snorrason
Stefanía Skarphéðinsdóttir
Lögð var fram sú hugmynd að hluti innkomu Mónumótsins um páskana renni í sjóðinn árlega.

Mótanefnd
Sveinn Rúnar Eiríksson formaður
Ísak Örn Sigurðsson
Einn maður enn og þrír varamenn verða skipaðir á næsta stjórnarfundi, í samráði við Svein Rúnar formann.

Meistarastiganefnd:
Erla Sigurjónsdóttir formaður
Esther Jakobsdóttir
Ómar Olgeirsson

Dómnefnd:
Guðmundur Páll Arnarson, formaður
Ásgeir Ásbjörnsson
Erla Sigurjónsdóttir
Hermann Lárusson
Jónas P. Erlingsson
Sigurbjörn Haraldsson
Sveinn Rúnar Eiríksson
Einar Jónsson
Níundi maðurinn tilnefndur á næsta fundi.

Laga- og keppnisreglunefnd:
Kristján Blöndal
Jón Baldursson
Björgvin Már Kristinsson
Rætt var um hlutverk og verkaskiptingu Mótanefndar og Laga- og keppnisreglunefndar.

Heiðursmerkjanefnd:
Kristján B. Snorrason formaður
Brynjólfur Gestsson
Guðmundur Sv. Hermannsson.

4. Skýrsla framkvæmdastjóra

Stefanía sagði að vegna anna væri fundargerð ársþings ekki enn tilbúin.
Búið er að semja við Landsbankann um skuldbreytingu lána, og ætti vaxtakostnaður að minnka samfara því.
Hún taldi að mjög vel hafi tekist til með nýju deildakeppnina um nýliðna helgi og almenn ánægja hefði ríkt meðal spilara.
Að lokum sagði hún að það væri orðin mjög mikil þörf á að kaupa spil og spilabakka. Búið væri að draga kaupin í tvö ár, á meðan verið var að leita að styrktaraðila á spilin. Málinu vísað til framkvæmdaráðs, og heimild gefin fyrir kaupum.

5. Önnur mál

a) Einar Jónsson tók til máls og sagði að margir yrðu hissa ef þeir vissu hvað væri búið að skipa margar nefndir af stjórn BSÍ sl. 30 ár, sem engu hefðu skilað. Hann telur að það þurfi að hugsa betur um það hvernig nefndir eru skipaðar, með það í huga að manna þær vel, þannig að þær starfi vel. Hann sagði að síðan væri ekki nóg að nefnd skilaði af sér, heldur þyrfti að fylgja málunum vel eftir. Sem dæmi um hvernig hann teldi að ekki ætti að standa að málum tók hann dæmi frá sl. vetri um kvennalandsliðsmálin. Skipuð hefði verið nefnd til að vinna stefnumótun fyrir Kvennabridge. Sú nefnd hefði unnið fljótt og vel og skilað af sér áliti. Í framhaldinu var samþykkt í stjórn að skipa aðra nefnd sem myndi sjá um landslið kvenna. Síðan hefði ekkert gerst. Eins fannst honum að taka ætti meiri tíma almennt í að funda og ræða málin.
Kristján forseti sagði að skipan kvennalandsliðsnefndar hefði því miður tafist úr hömlu eftir að sá sem skipa átti sem formann nefndarinnar hefði ekki getað tekið málið af sér.

b) Helgi Bogason taldi álitamál hvort unglingastarf á vegum BSÍ væri að skila árangri. Það væri svo erfitt að fá unglinga í dag til að setjast niður og spila, því svo margt annað væri í boði.
Síðan var rætt um fjáröflun og aðferðir til að ná meiri peningum inn í hreyfinguna.

c) Kristján Blöndal spurði hvort nota ætti skerma á Íslandsmóti kvenna í tvímenningi.
Samþykkt svo fremi sem húsrúm leyfi það.

d) Ólafur spurðist fyrir um hvort hugsanlegt væri að breyta fundardegi og fundartíma..
Kristján forseti sagðist taka málið til skoðunar.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19:25.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar