12. október 2004
Stjórnarfundur 12. október 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason,
Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Kristján Blöndal,
Ísak Örn Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson Helgi Bogason, Stefanía
Skarphéðinsdóttir og Una Árnadóttir. Jóhann Stefánsson og Matthías
Þorvaldsson voru fjarverandi.
| 1. Skýrsla forseta Kristján B. Snorrason setti fundinn og minntist Hjalta
Elíassonar og framlags hans til bridgeíþróttarinnar í gegnum
tíðina. Nefndi að Guðmundur Sv. Hermannson hefði fundið gamalt
viðtal sem tekið var við Hjalta og sem hugsanlega mætti setja í
tölvutækt form og birta á heimasíðunni. |
| 2. Ársreikningur 2003 - 4
Ársreikningur 2003-4 lagður fram. Stefanía skýrði ársreikninginn
og svaraði fyrirspurnum. Stóru tölurnar eru vegna Evrópumótsins og
þakviðgerðar. Á móti komu óvæntar auknar tekjur af getraunasölu og
er umsjónarmönnum getraunardeildarinnar sérstaklega þökkuð góð og
gjöful störf. |
| 3. Önnur mál Helgi Bogason lagði fram drög að reglugerð fyrir heiðursmerki og
Heiðursmerkjanefnd BSÍ. Ákveðið að leggja hana fram á
ársþinginu. |
