12. október 2004
Stjórnarfundur 12. október 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason,
Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Kristján Blöndal,
Ísak Örn Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson Helgi Bogason, Stefanía
Skarphéðinsdóttir og Una Árnadóttir. Jóhann Stefánsson og Matthías
Þorvaldsson voru fjarverandi.
1. Skýrsla forseta Kristján B. Snorrason setti fundinn og minntist Hjalta
Elíassonar og framlags hans til bridgeíþróttarinnar í gegnum
tíðina. Nefndi að Guðmundur Sv. Hermannson hefði fundið gamalt
viðtal sem tekið var við Hjalta og sem hugsanlega mætti setja í
tölvutækt form og birta á heimasíðunni. |
2. Ársreikningur 2003 - 4
Ársreikningur 2003-4 lagður fram. Stefanía skýrði ársreikninginn
og svaraði fyrirspurnum. Stóru tölurnar eru vegna Evrópumótsins og
þakviðgerðar. Á móti komu óvæntar auknar tekjur af getraunasölu og
er umsjónarmönnum getraunardeildarinnar sérstaklega þökkuð góð og
gjöful störf. |
3. Önnur mál Helgi Bogason lagði fram drög að reglugerð fyrir heiðursmerki og
Heiðursmerkjanefnd BSÍ. Ákveðið að leggja hana fram á
ársþinginu. |