28. september 2004
þriðjudagur, 28. september 2004
Stjórnarfundur 28. september 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías
Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir,
Kristján Blöndal, Ísak Örn Sigurðsson, Helgi Bogason, Stefanía
Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Ólafsson og Una Árnadóttir. Jóhann
Stefánsson var fjarverandi.
1. Skýrsla forseta
Forsetinn skýrði frá því að EM hefði reynst BBÍ dýrt og
kostnaðurinn kominn yfir 4.000.000 kr.
|
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Stefanía sagði frá því að Bikarkeppnin tafðist vegna þess að það
tók áfrýjunarnefndina 45 mínútur að komast að niðurstöðu vegna
kærumáls í 3 lotu.
BSÍ hefur fengið 200.000 kr. aukareikning vegna hitaveitu en
hugsanlega er hægt að bakfæra hluta þeirrar upphæðar.
Rætt um heimasíðu Bridgesambandsins og að BR væri að koma inn á
hana og jafnvel fleiri félög. Umræða um hvað væri sanngjörn
greiðsla til BSÍ fyrir þessa þjónustu. Talið eðlilegt að félögin
borgi þróunarkostnað og eitthvert mánaðargjald. - Sambandinu hefur
borist bréf frá Topp Bridge Com þar sem þeir eru að bjóða
kennsludisk frá Danmörku. Þetta er mjög gott kynningarefni fyrir
byrjendur og ætlar Stefanía að athuga hvort hægt sé að fá leyfi til
að þýða diskinn og nota hann.
|
3. Heiðursmerki BSI
Ákveðið að láta hanna heiðursmerki BSÍ og var Helga Bogasyni
falið að fylgja því máli eftir.
|
4. Deildakeppni
Reglugerð um Deildakeppnina var dreift. Kristján Blöndal vildi
koma því á framfæri að hann væri tilbúinn til að hjálpa fólki til
að mynda sveitir.
|
5. ÓL Istanbúl
Eftirfarandi pör fara til Istanbúl:
Matthías Þorvaldsson og Magnús Magnússon
Jónas P. Erlingsson, spilandi fyrirliði og Steinar Jónsson
Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson
Búið að ráða skrifara frá Rúmeníu. Kostnaðurinn er áætlaður ca.
1.000.000 kr. fyrir utan frímiða sem BSÍ átti, en kostnaðurinn
verður meiri ef liðið kemst í 8 liða úrslit
|
6. Fræðslumálin
Ekki búið að móta starfið fyrir veturinn en þó ákveðið að
miðvikudagarnir verða fyrir ungliðana. BR borgaði keppnisstjórn í
fyrra en mun ekki gera það í vetur.
|
7. Keppnisstjórnanámskeið
Guðmundur Ólafsson dreifði umræðupunktum um þjálfun
keppnisstjóra. Telur nauðsynlegt að BSÍ geti aðstoðað félög og
svæðasambönd við að útvega viðurkennda keppnisstjóra. Hefur rætt
við Svein Rúnar um að aðstoða við að móta stefnu og er Sveinn Rúnar
jafnvel til í að halda námskeið. Aðalatriði að mati Guðmundar er að
BSÍ haldi utan um málið. Stefnt er að því að halda
keppnisstjóranámskeið í haust.
Einnig var dreift tillögum að breytingum á framkvæmda svæðamóta og
breytingum á almennri keppnisreglugerð fyrir Íslandsmót.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18:20
|