25. maí 2004
Stjórnarfundur 25. maí 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías
Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak
Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Jóhann Stefánsson, Helgi bogason,
Stefanía Skarphéðinsdóttir og Una Árnadóttir. Guðmundur Ólafsson
var fjarverandi.
| 1. Skýrsla forseta Stefanía fór í frí og forsetinn leysti hana af á meðan og gafst
því tækifæri að skoða starfsemina frá öðrum sjónarhóli, heyra í
fólki og taka á móti erindum. Hann telur það m.a. hlutverk
stjórnarinnar að styðja við bakið á félögunum. Hann sagði stórmót
verða haldið á Akureyri í október vegna afmælis félagsins. Hann
telur verðugt verkefni að skrá aldur félaga m.t.t. stórafmæla og
tilefni til þess að halda upp á þau. |
| 2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri og forseti funduðu með svæðaformönnum á
kjördæmamótinu sem haldið var á Sauðárkróki. Þar bar á góma hvort
það væri grundvöllur fyrir því að færa mótið fram á haustið. Ekki
var mikill áhugi á því, en kom samt fram gagnrýni á hversu mótin
eru þétt á þessum árstíma. Heimamönnum er þakkaður góður
undirbúningur að mótinu og framkvæmd þess. |
| 3. Fræðslumál Jóhann Stefánsson lagði fram "Hugmyndir að fræðslustarfi
Bridgesambandsins veturinn 2003 - 2005", sem var unnið af honum
ásamt Björgvini og Ljósbrá. Þar kemur fram að meginhugmyndin er að
þrískipta starfinu: |
| 4. Skýrsla nefndar: Stefnumótun
Kvennabridge Skýrsla nefndarinnar var lögð fram og rædd. Tillaga gerð um að
skipa nefnd skipuð þremur mönnum til 3ja ára, sem sæi um landslið
kvenna. Stungið var upp á Jóni Sigurbjörnssyni, sem formanni
nefndarinnar, Guðmundi Ólafssyni og Valgerði Kristjónsdóttur. Í
framhaldinu myndi stjórnin gera nefndinni erindisbréf. Skiptar
skoðanir voru um málið og hvert valdsvið nefndarinn ætii að vera.
Samþykkt að láta útbúa erindisbréfið og leggja fyrir
stjórnarfund. |
| 5. Keppnisgjöld 2004 - 2005
Kristján Már lagði fram eftirfarandi breytingar á
keppnisgjöldum, sem var samþykkt samhljóða: |
| 6. Deildakeppni Matthías og Kristján Blöndal lögðu fram "Tillögur vegna
væntanlegrar deildarkeppni í haust." Voru tillögurnar ræddar og
almenn ánægja með hugmyndina. Ákveðið var að þeir myndu fá með sér
fleiri menn til að semja reglugerð og koma með nánari
útfærslu. |
