9. mars 2004
Stjórnarfundur 09. mars 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías
Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak
Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Jóhann Stefánsson, Guðmundur
Ólafsson, Una Árnadóttir, Helgi Bogason og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla forseta Kristján þakkaði gjöf frá Búnaðarbankanum, hillur á skrifstofu.
Spilasponsor er í vinnslu. |
| 2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Bráðabirgðauppgjör fyrir Bridgehátíð liggur fyrir og er hagnaður
kr. 250.000. |
| 3. Bréf frá Bs. Reykjaness
(BRU) Tekið fyrir brot á reglugerð vegna fjölda spilaðra spila í
svæðamóti í svk. Reglugerðin kveður ekki á um hvernig taka skuli á
þessu atriði, en stjórnin lítur þetta mjög alvarlegum augum og vill
tryggja að slíkt gerist ekki aftur. |
| 4. Meistarastig. Breyting á úthlutun
stiga í Íslandsmótum í svk. og tvímenningi Erla lagði fram tillögur um breytingar á úthlutun stiga. Umræða
um málið og tillögurnar samþykktar. |
| 5. Heimasíðan. Helgi Bogason og Ómar Olgeirsson hafa skoðað heimasíðuna og
finnst hún standa fyllilega samanburð við aðrar sambærilegar síður
a.m.k. á Norðurlöndunum. |
| 6. Íslandsmótið í sveitakeppni
Íslandsmótið í sveitakeppni verður spilað á tveimur stöðum, þ.e.
hjá okkur og í næsta húsi, Síðumúla 35. Þar er ágætis aðstaða.
Keppnisstjórar verða Björgvin Már Kristinsson og Eiríkur Hjaltason.
Úrslitin verða síðan spiluð á Hótel Loftleiðum. Umræða um hvort
halda eigi hliðarmót og ætlar Stefanía að skipuleggja það. |
| 7. Önnur mál 20 mars verður haldið framhaldsskólamót. Ákveðið að kaupa eða fá
gefins farandbikara vegna mótsins. |
