9. mars 2004
Stjórnarfundur 09. mars 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías
Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak
Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Jóhann Stefánsson, Guðmundur
Ólafsson, Una Árnadóttir, Helgi Bogason og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla forseta Kristján þakkaði gjöf frá Búnaðarbankanum, hillur á skrifstofu.
Spilasponsor er í vinnslu. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Bráðabirgðauppgjör fyrir Bridgehátíð liggur fyrir og er hagnaður
kr. 250.000. |
3. Bréf frá Bs. Reykjaness
(BRU) Tekið fyrir brot á reglugerð vegna fjölda spilaðra spila í
svæðamóti í svk. Reglugerðin kveður ekki á um hvernig taka skuli á
þessu atriði, en stjórnin lítur þetta mjög alvarlegum augum og vill
tryggja að slíkt gerist ekki aftur. |
4. Meistarastig. Breyting á úthlutun
stiga í Íslandsmótum í svk. og tvímenningi Erla lagði fram tillögur um breytingar á úthlutun stiga. Umræða
um málið og tillögurnar samþykktar. |
5. Heimasíðan. Helgi Bogason og Ómar Olgeirsson hafa skoðað heimasíðuna og
finnst hún standa fyllilega samanburð við aðrar sambærilegar síður
a.m.k. á Norðurlöndunum. |
6. Íslandsmótið í sveitakeppni
Íslandsmótið í sveitakeppni verður spilað á tveimur stöðum, þ.e.
hjá okkur og í næsta húsi, Síðumúla 35. Þar er ágætis aðstaða.
Keppnisstjórar verða Björgvin Már Kristinsson og Eiríkur Hjaltason.
Úrslitin verða síðan spiluð á Hótel Loftleiðum. Umræða um hvort
halda eigi hliðarmót og ætlar Stefanía að skipuleggja það. |
7. Önnur mál 20 mars verður haldið framhaldsskólamót. Ákveðið að kaupa eða fá
gefins farandbikara vegna mótsins. |