30. mars 2004
Stjórnarfundur 30. mars 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías
Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján
Blöndal, Jóhann Stefánsson, Guðmundur Ólafsson, Una Árnadóttir og
Stefanía Skarphéðinsdóttir. Erla Sigurjónsdóttir og Helgi Bogason
voru fjarverandi.
1. Skýrsla forseta Forsetinn ræddi um nauðsyn þess að reyna að vekja áhuga á bridge
og vinna í PR-málum, eins og hefur verið gert í skákinni. Það mætti
e.t.v. reyna að koma bridge inn í sjónvarpið |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Stefanía sagði frá því að hollenskur bridgblaðamaður hefði áhuga
á að markaðssetja Bridgehátíði í Hollandi. Umræða um málið og
vaknaði m.a. upp sú spurning hvort það væri æskilegt að fá marga
útlendinga inn á mótið, því eins og staðan er í dag þá er
tvímenningurinn mjög eftirsóttur af innlendum spilurum og óvíst
hvort hægt sé að taka á móti fleiri pörum. |
3. Sumarbridge Ákveðið að bjóða út sumarbridge eins og undanfarin ár og verða
útboðin opnuð 27. apríl n.k. Ekki var ákveðið á fundinum hvort
veitingasalan væri með í útboðinu. Framkvæmdastjórn fékk heimild
stjórnar til þess að ákveða og ganga frá því máli. |
4. Íslandsmót í svk. - Undanúrslit og
úrslit Eins og komið hefur fram voru undanúrslitin í Íslandsmótinu
spiluð á tveimur stöðum. Það hafa ekki borist til stjórnarinnar né
skrifstofunnar neinar kvartanir varðandi þetta fyrirkomulag.
Ákveðið var að stefna á þetta fyrirkomulag aftur árið 2005. Rætt
var um Mónumótið sem verður haldið samhliða úrslitum Íslandsmótsins
sem spiluð verða um Páskana á Loftleiðum. Kristján Blöndal, hefur
fengið 30 Mónu páskaegg í verðlaun og ákveður hvernig eggjunum
verður ráðstafað. |
5. NM 2005 Ákveðið að þjálfa og senda út sveit yngri spilara á
Norðurlandamótið 2005. |
6. Fræðslumálin Skipuð var nefnd til þess að halda utan um fræðslumál yngri
spilara og er hún skipuð Ljósbrá Baldursdóttur, Jóhanni Stefánssyni
og Antoni Haraldssyni, ef hann gefur kost á sér. |
7. Önnur mál Rætt um menntun keppnisstjóra, því það er augljóst að það þarf
að þjálfa upp nýja keppnisstjóra. Jóhann Stefánsson ætlar að koma
með tillögur. |