30. mars 2004
Stjórnarfundur 30. mars 2004
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías
Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján
Blöndal, Jóhann Stefánsson, Guðmundur Ólafsson, Una Árnadóttir og
Stefanía Skarphéðinsdóttir. Erla Sigurjónsdóttir og Helgi Bogason
voru fjarverandi.
| 1. Skýrsla forseta Forsetinn ræddi um nauðsyn þess að reyna að vekja áhuga á bridge
og vinna í PR-málum, eins og hefur verið gert í skákinni. Það mætti
e.t.v. reyna að koma bridge inn í sjónvarpið |
| 2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Stefanía sagði frá því að hollenskur bridgblaðamaður hefði áhuga
á að markaðssetja Bridgehátíði í Hollandi. Umræða um málið og
vaknaði m.a. upp sú spurning hvort það væri æskilegt að fá marga
útlendinga inn á mótið, því eins og staðan er í dag þá er
tvímenningurinn mjög eftirsóttur af innlendum spilurum og óvíst
hvort hægt sé að taka á móti fleiri pörum. |
| 3. Sumarbridge Ákveðið að bjóða út sumarbridge eins og undanfarin ár og verða
útboðin opnuð 27. apríl n.k. Ekki var ákveðið á fundinum hvort
veitingasalan væri með í útboðinu. Framkvæmdastjórn fékk heimild
stjórnar til þess að ákveða og ganga frá því máli. |
| 4. Íslandsmót í svk. - Undanúrslit og
úrslit Eins og komið hefur fram voru undanúrslitin í Íslandsmótinu
spiluð á tveimur stöðum. Það hafa ekki borist til stjórnarinnar né
skrifstofunnar neinar kvartanir varðandi þetta fyrirkomulag.
Ákveðið var að stefna á þetta fyrirkomulag aftur árið 2005. Rætt
var um Mónumótið sem verður haldið samhliða úrslitum Íslandsmótsins
sem spiluð verða um Páskana á Loftleiðum. Kristján Blöndal, hefur
fengið 30 Mónu páskaegg í verðlaun og ákveður hvernig eggjunum
verður ráðstafað. |
| 5. NM 2005 Ákveðið að þjálfa og senda út sveit yngri spilara á
Norðurlandamótið 2005. |
| 6. Fræðslumálin Skipuð var nefnd til þess að halda utan um fræðslumál yngri
spilara og er hún skipuð Ljósbrá Baldursdóttur, Jóhanni Stefánssyni
og Antoni Haraldssyni, ef hann gefur kost á sér. |
| 7. Önnur mál Rætt um menntun keppnisstjóra, því það er augljóst að það þarf
að þjálfa upp nýja keppnisstjóra. Jóhann Stefánsson ætlar að koma
með tillögur. |
