10. febrúar 2004

þriðjudagur, 10. febrúar 2004

Stjórnarfundur 10. febrúar 2004

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Guðmundur Ólafsson, Una Árnadóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Fjarverandi: Erla Sigurjónsdóttir og Jóhann Stefánsson.

1. Skýrsla forseta

Forsetinn sagði frá því að búið væri að ráða Einar H. Jónsson sem landsliðseinvald kvennalandsliðsins. Einar er búinn að velja eftirfarandi 3 pör í liðið: Önnu Ívarsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur, Hjördís Sigurjónsdóttur og Ragnheiði Níelsen, Öldu Guðnadóttur og Stefaníu Sigurbjörnsdóttur. Forsetinn ítrekaði einnig að það þyrfti að skipa nefnd sem setti fram stefnumótun til framtíðar fyrir kvennabridge.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

Stefanía sagði frá því að boðsmót Eldri borgara yrði á morgun 11. febrúar og búið að bjóða eldri borgurum úr félagsmiðstöðvum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Það kom fram uppástunga um að hafa mótið e.t.v. árlega og nefna það Guðmundar Kr. mótið.
Heimtur á stigum eru góðar og öll svæðamót í sveitakeppni búin nema á Vestfjörðum. Búið að kæra Reykjanesmótið en mótanefndin á eftir að koma saman og taka kæruna fyrir.

3. Bridgehátíð

Hefðbundin vinna í gangi varðandi Bridgehátíðina. Ítalska boðsveitin kemur því miður ekki. Stefanía hefur verið í sambandi við sveit frá Búlgaríu og er það mál í athugun.
Útlit er fyrir góða þátttöku og ekki liggur enn fyrir hver setur hátíðina.

4. Heimasíða

Helgi Bogason sagði að það þyrfti a vinna þarfagreiningu áður en ráðist yrði í breytingar á heimasíðunni. Hvað vilja menn hafa mikið af gömlu efni inn á síðunni og í hvaða tilgangi. Hann telur að það þurfi að bæta "einu lagi" við síðuna til að auðvelda flettingar. Helgi ætlar að fá 2 - 3 með sér í lið til að skoða málið betur.

5. Önnur mál sem borist hafa

a) Veitingarekstur.
Umræða var um veitingareksturinn og hvort það ætti að bjóða hann út. Ákveðið að reksturinn verði skoðaður í vor þegar betri reynsla er komin.
b) Textavarpið.
Matthías spurði um hvernig gengi með breytingar hjá textavarpinu.
Yfirmaður textavarpsins hefur lofað nýjungum fyrir Bridgehátíð.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18:10



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar