20. janúar 2004
Stjórnarfundur 20. janúar 2004
Mættir á fundinn: : Kristján B. Snorrason,
Matthías Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Guðmundur
Ólafsson, Una Árnadóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
Fjarverandi: Jóhann Stefánsson og Helgi Bogason.
1. Skýrsla forseta Forseti lýsti ánægju sinni með samstarfið og ræddi um að mörg
verkefni væru í gangi en nú væru liðnir 3 mánuðir af starfsárinu og
tímabært að líta yfir farinn veg og þá blasti það við, að herða
þyrfti róðurinn til að starfið væri sýnilegra og ljúka þyrfti
smærri málum. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Stefanía sagði frá því að skil á meistarastigum frá félögum hafi
gengið óvenjuvel þessi áramót og þau eru komin inn á
heimasíðuna. |
3. Bridgehátíð Óvenjumikil skráning hefur borist erlendis frá, þar af margir
þekktir spilarar. |
4. Fræðslumál Matthías kynnti yfirlit yfir stöðu fræðslumála BSÍ. Brigekennsla
á vorönn 2004 er í boði hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands,
Menntaskólanum í Kópavogi, Menntaskólanum við Hamrahlíð og
Menntaskólanum við Sund. Samtals eru þetta rúmlega 100 nemendur í
þessum 4 skólum að læra bridge. Undirbúningsvinna er í gangi hjá
fræðslufulltrúa að fjölga framhaldsskólum sem bjóða upp á
bridgekennslu næsta haust. Ef það gengur eftir þá munu þeim fjölga
talsvert. |
5. Landsliðsmál Samþykkt á fundinum að heimila framkvæmdastjórn að semja við
Einar H. Jónsson um að þjálfa kvennalandslið fyrir Evrópumótið í
júní 2004. |
6. Önnur mál Matthías var með fyrirspurn um hvernig gengi að fá beintengingu
og fleiri síður í textavarpinu. Það er beðið eftir nýjum hugbúnaði,
en Stefanía fylgir því máli reglulega eftir. |