9. desember 2003
Stjórnarfundur 09. desember 2003
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Kristján
Már Gunnarsson, Helgi Bogason, Erla Sigurjónsdóttir, Kristján
Blöndal, Matthías Þorvaldsson, Jóhann Stefánsson, Guðmundur
Ólafsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir
| 1. Skýrsla forseta Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hann sagðist
nýkominn frá bridgemóti á Madeira. Þar hefðu verið veitt verðlaun
fyrir efstu pör í öllum flokkum og kannski hugmynd að gera það t.d.
á Bridgehátíð. |
| 2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Opið hús 30.nóv. var velheppnað, og mættu 22 pör. |
| 3. Kvennalandslið Forseti þakkar Kristjáni Blöndal góða undirbúningsvinnu. Eftir
nokkrar umræður var ákveðið að halda sérstakan fund um málið
þriðjudaginn 16.des. kl. 17:30 og verður þá tekin ákvörðun um hvort
senda á lið á Evrópumótið 2004. |
| 4. Heimasíðan Helgi Bogason sagði síðuna stóra og efnismikla og því væri hún
nokkuð þung í vöfum. Hann sagðist ætla að funda með forritaranum um
hugsanlegar breytingar og taka málið aftur upp í janúar. |
| 5. Félagakerfið Kristján Már sagði sitt félag á Selfossi nota kerfið með góðum
árangri. Vissulega vantar í það Monrad Barometer o.fl. en það sem
er í kerfinu virkar vel og er einfalt í notkun. Hann sagðist telja
best að leggja áherslu á að fjölga félögum sem nota kerfið, áður en
verður farið í að auka það og bæta. |
