9. desember 2003
Stjórnarfundur 09. desember 2003
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Kristján
Már Gunnarsson, Helgi Bogason, Erla Sigurjónsdóttir, Kristján
Blöndal, Matthías Þorvaldsson, Jóhann Stefánsson, Guðmundur
Ólafsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir
1. Skýrsla forseta Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hann sagðist
nýkominn frá bridgemóti á Madeira. Þar hefðu verið veitt verðlaun
fyrir efstu pör í öllum flokkum og kannski hugmynd að gera það t.d.
á Bridgehátíð. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Opið hús 30.nóv. var velheppnað, og mættu 22 pör. |
3. Kvennalandslið Forseti þakkar Kristjáni Blöndal góða undirbúningsvinnu. Eftir
nokkrar umræður var ákveðið að halda sérstakan fund um málið
þriðjudaginn 16.des. kl. 17:30 og verður þá tekin ákvörðun um hvort
senda á lið á Evrópumótið 2004. |
4. Heimasíðan Helgi Bogason sagði síðuna stóra og efnismikla og því væri hún
nokkuð þung í vöfum. Hann sagðist ætla að funda með forritaranum um
hugsanlegar breytingar og taka málið aftur upp í janúar. |
5. Félagakerfið Kristján Már sagði sitt félag á Selfossi nota kerfið með góðum
árangri. Vissulega vantar í það Monrad Barometer o.fl. en það sem
er í kerfinu virkar vel og er einfalt í notkun. Hann sagðist telja
best að leggja áherslu á að fjölga félögum sem nota kerfið, áður en
verður farið í að auka það og bæta. |