Ársþing 19. október 2003

sunnudagur, 19. október 2003

Ársþing 19. október 2003

Mættir á fundinn:

1. Þingsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Forseti Jón Sigurbjörnsson setti þingið um kl. 10:15, bauð menn velkomna og óskaði góðra ábendinga til handa nýrri stjórn. Hann tilnefndi fundarstjóra Helga Bogason, sem tók þegar við fundarstjórn og tilnefndi Þórð Sigfússon sem fundarritara.
Fundarstjóri breytti röð dagskrárliða nr. 3 og 4 til að kjörbréfanefnd og uppstillinganefnd gætu unnið samtímis.

2. Kosning uppstillinganefndar og kjörbréfanefndar

Í uppstillinganefnd voru kosnir: Ásgrímur Sigurbjörnsson, Friðjón Þórhallsson og Bernódus Kristinsson.
Í kjörbréfanefnd voru kosin: Ólafur A. Jónsson, Guðný Guðjónsdóttir og Kjartan Ólason. Gert var 15 mín. fundarhlé meðan nefndirnar sinntu störfum sínum.

3. Kjörbréf þingfulltrúa athuguð og úrskurðuð

Ólafur hafði orðið fyrir kjörbréfanefnd. Honum þótti fundarsókn dræm, þar sem aðeins höfðu borist kjörbréf 37 fulltrúa, en þingfulltrúar voru 28. Úrskurðað var að hver fulltrúi mætti aðeins fara með 2 atkvæði.
Alls mættu 28 fulltrúar sem fóru með 36 atkvæði fyrir 14 félög.

Fulltrúar voru þessir:

Bridgefélag Reykjavíkur Gylfi Baldursson 1 atkv.
Guðný Guðjónsdóttir 1 atkv.
Ómar Olgeirsson 1 atkv.
Friðjón Þórhallsson 1 atkv.
Jón Baldursson 1 atkv.
Sigtryggur Sigurðsson 1 atkv.
Helgi Bogason 1 atkv.
Daníel Már Sigurðsson 1 atkv.
Haukur Ingason 1 atkv.
Bf. Siglufjarðar Jón Sigurbjörnsson 2 atkv.
Bf. Muninn Heiðar Sigurjónsson 2 atkv.
Bf. Selfoss Stefán Jóhannsson 1 atkv.
Kristján Már Gunnarsson 1 atkv.
Bf. Suðurnesja Kristján Örn Kristjánsson 1 atkv.
Kjartan Ólason 1 atkv.
Bf. Dalvíkur og Ólafsfj. Hákon Sigmundsson 2 atkv.
Bf. Borgarness Alda Guðnadóttir 1 atkv.
Kristján B. Snorrason 1 atkv.
Bf. SÁÁ Matthías Þorvaldsson 1 atkv.
Bf. Hafnarfjarðar Haukur Árnason 1 atkv.
Erla Sigurjónsson 2 atkv.
Bf. Kópavogs Bernódus Kristinsson 2 atkv.
Bf. Sauðárkróks Ásgrímur Sigurbjörnsson 2 atkv.
Bf. Akureyrar Páll Þórsson 2 atkv.
Bf. Barðstr. og kvenna Ólafur A. Jónsson 2 atkv.
Ísak Örn Sigurðsson 1 atkv.
Bf. Húsavíkur Björgvin Leifsson 1 atkv.
Sigurður Björgvinsson 1 atkv.

Að auki sátu þingið: Anton Haraldsson, Þórður Sigfússon, Stefanía Skarphéðinsd.

4. Skýrsla stjórnar

Forseti fylgdi úr hlaði skýrslu stjórnar. Kvað hann meginviðfangsefni þessa árs hafa verið fræðslumál. Tekist hefði með velvilja menntamálaráðuneytisins að fá bridge viðurkennt sem valgrein í framhaldsskólum.
Ríkisframlag hafi verið átta milljónir og sama upphæð væri á fjárlögum næsta árs.
Til landsliðsmála vantar meira fjármagn, sagði forseti, því ekki gengur það að menn þurfi að borga með sér. Það er líka athugandi, hvort ætti ekki að byggja upp kvennalandslið í 2 - 3 ár frekar en að senda það á mót erlendis bara til þess að vera með.
Markmið stjórnar var að fjölga keppnisspilurum um 10 % á tímabilinu, en fjölgunin varð aðeins 6 %.
Fréttaflutning verður að auka, gjarnan birta meira af myndum, skákin stendur okkur langt framar í þeim efnum.
Þá hvatti forseti menn til að stunda útbreiðslustarf á sínum vinnustöðum - "baklandið verður að vera ötult".
Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi skýrslu forseta.

5. Formenn fastanefnda gefa skýrslu um starfsemi nefndanna

Erla Sigurjónsdóttir fyrir meistarastiganefnd.
Anton Haraldsson fyrir laga- og keppnisreglunefnd. Hann frestaði málflutningi sínum, sem var að mæla fyrir tillögum um breytta tilhögun Íslandsmóta, sjá lið14.
Matthías fyrir fræðslunefnd. Námsefni fyrir byrjendur er tilbúið. Upphaflega var reynt að ná til allra aldursflokka, en það reyndist fullmikið og er áherslan nú lögð á framhaldsskólana. Fjórir skólar hafa þegar tekið upp formlega bridgekennslu: Kvennaskólinn, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Frh.skólinn í Vestmannaeyjum og vænta má að 7 - 8 skólar bætist við á vorönn. Í samstarfi við BR var stofnað bridgefélag fyrir yngri spilara sem fór vel af stað.
Engir talsmenn foru fyrir dómnefnd og áfrýjunarnefnd.

6. Reikningar sambandsins lagðir fram með athugasemdum endurskoðenda til úrskurðar. Umræður um framlagðar skýrslur

Framkvæmdastjóri kynnti reikninga sambandsins og skýrði einstaka liði.
Almennar umræður um starfsemina urðu ekki miklar. Ólafur A. Jónsson benti á að dagblöðum hefði vissulega fækkað og helst þyrfti að fá ofurfjárfesta til að fjármagna skólabridgemót í auglýsingaskyni.
Jón Baldursson lýsti ánægju með störf fræðslunefndar.
Páll Þórsson taldi netið og textavarpið stundum svifaseint.
Heiðari Sigurjónssyni fannst að héraðsfréttablöð þyrftu að birta meiri fréttir.
Sigurður Björgvinsson vildi fá bridge í sjónvarpið.
Jón Sigurbjörnsson sagði frá velheppnaðri tilhögun Siglfirðinga á forgjafarkeppni fyrir nýliða. Í 1500 manna samfélagi hefðu um tíma verið 14 virkar bridgesveitir.

7. Lagabreytingar

Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir.

8. Kosningar

Jón Sigurbjörnsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi forsetastarfa.
Eftirtaldar tillögur uppstillinganefndar voru samþykktar samhljóða:

Forseti Kristján B. Snorrason
Í aðalstjórn til 2 ára: Erla Sigurjónsdóttir
Ísak Örn Sigurðsson
Kristján Blöndal
Í aðalstjórn til 1 árs: Guðmundur Ólafsson
Í varastjórn til 1 árs: Una Árnadóttir
Jóhann Stefánsson
Helgi Bogason

Úr stjórn gengu Anton Haraldsson og Birkir Jónsson, en Erla og Ísak Örn voru endurkjörin.

Áfrýjunarnefnd: Guðjón Bragason, formaður
Björgvin Þorsteinsson, varaformaður
Esther Jakobsdóttir
Guðmundur Ágústsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Kristján Kristjánsson
Loftur Þór Pétursson

Löggiltur endurskoðandi: Guðlaugur R. Jóhannsson

Skoðunarmenn reikninga: Hallgrímur Hallgrímsson
Páll Bergsson
Til vara: Bogi Sigurbjörnsson
Jónas Elíasson

9. Ákvörðun árgjalds

Árgjald var ákveðið óbreytt, kr. 100 á spilara hvert spilakvöld.

10. Breytingatillögur Íslandsmót í tvímenningi og sveitakeppni

Anton kynnti tillögur stjórnar um breytingu á Íslandsmótum í tvímenningi og sveitakeppni. Höfðu þær tekið nokkrum breytingum frá tillögum laga- og keppnisreglunefndar. Umfang Íslandsmótsins í tvímenningi er sniðið að stærð okkar húsnæðis.
Íslandsmótið í tvímenningi: Nokkrar umræður urðu um tillöguna, einkum b-lið 3.greinar, þ.e. hvort einhverjir ættu að komast beint í 56 para úrslitin án þess að fara í gegnum svæðamótin. Jón Baldursson flutti breytingatillögu um að 8 efstu pörin vinni sjálfum sér rétt, en 16 þau næstu rétt fyrir svæðið. Tillagan felld með þorra atkvæða.
Einnig urðu vangaveltur um flókna stöðu sem gæti komið upp ef tvö svæði sameinast um mót, en skilningur tillöguhöfunda er að þá komi svæðin tvö fram sem eitt væri. Tillagan var samþykkt óbreytt með öllum atkvæðum gegn einu. Bent var á að "blönduð pör" (spilarar af sitt hvoru svæðinu) úr síðasta Íslandsmóti þyrftu að ákveða hvoru svæðinu þau tilheyrðu.
Breyting á reglugerð fyrir Íslandsmótið í tvímenningi samþykkt samhljóða.
Íslandsmótið í sveitakeppni: Anton sagði m.a. að markmiðið væri bæði að stytta mótið með því að fella niður hálfleiki (eins og orðið er í Evrópumótum) og einnig að setja upp sterkt lokamót - einskonar sýningar/fjölmiðlamót.
Umræður urðu ekki um þessa tillögu og var hún samhljóða samþykkt sem og reglugerðin.

11. Önnur mál

Gylfi Baldursson sagði að BSÍ vantaði málgagn, einhverskonar fréttabréf. Honum fannst heimasíðan ekki nógu góð og eins væri félagakerfið ekki vel aðgengilegt ennþá. Gylfi sagði kvennabridge í þvílíkri lægð að ekki tæki tali og spurði hvort þjálfun væri þar áfátt.
Jóni Baldurssyni fannst að heimasíðan og textavarpið væru ekki uppfærð sem skyldi þegar meiriháttarmót stæðu yfir.
Matthías Þorvaldsson, varaforseti, afhenti fráfarandi forseta gjöf frá BSÍ og þakkaði honum vel unnin störf.
Jón Sigurbjörnsson kvað Gylfa vera ötulan við ábendingar. Vissulega þyrfti að vanda til heimasíðunnar og væru tillögur um hana frá félagsmönnum vel þegnar. Fréttabréf í einhverri mynd væri góð hugmynd, kannski í samvinnu við Guðmund Pál og félagakerfið væri að komast í fullt gagn.
Að svo mæltu þakkaði hann gjöfina og góð orð og bað nýkjörinn forseta að slíta þingi.
Kristján B. Snorrason þakkaði fundarmönnum traustið og sleit þingi um
kl. 15:00.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar