10. september 2003
Stjórnarfundun 10. september 2003
Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson,
Erla Sigurjónsdóttir,Kristján Már Gunnarsson, Stefanía
Skarphéðinsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Matthías Þorvaldsson og
Haukur Ingason
1. Skýrsla forseta Forseti ræddi um hvernig s.l. starfsár hefði tekist með tilliti
til þeirrar stefnumótunar sem gerð var í upphafi starfársins. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Stefanía skýrði frá því að í bókhaldinu væri allt í járnum en þó
líklega réttu megin við "Núllið" þrátt fyrir samdrátt í nokkrum
liðum t.d. Íslandsmótum. Hún kynnti nýja mótaskrá og sagði að allt
útlit væri fyrir að húsnæði B.S.Í. yrði vel nýtt næsta vetur. Ræddi
hún um hvort þörf væri á sýningatöflu í bikarúrslitum og var
ákveðið að sleppa henni. Rætt var um að athuga með prufukeyrslu á
sýningu í tölvu. |
3. Fræðslumál Matthías skýrði frá gangi mála og upplýsti að bridgekennsla á
vegum framhaldskólanna væri að fara í gang í nokkrum
framhaldsskólum sem valfag til eininga og að fleiri skólar muni
bætast í hópinn um áramót. Stofnað hefur verið bridgefélag Yngri
spilara í samvinnu við B.R. og er það ætlað spilurum yngri en 30
ára. Framhaldsskólamótið sem haldið verður í mars verður í tengslum
við bridgefélag Yngri spilara. |
4. Netpanel Matthias kynnti fyrir okkur hvað netpanel er. Það er
skoðanakönnun sem gerð er á netinu og sagðist hann vera í aðstöðu
til að framkvæma slíka könnun meðal bridgespilara. Til þess að
þetta geti orðið þarf að safna saman netföngum sem flestra
bridgespilara og skoða hvað á að kanna. Var það einlægur vilji
stjórnar að nýta þetta frábæra tækifæri og ákveðið ráðast í þetta
verkefni og senda út beiðni til félaganna um að safna saman
netföngum félaganna. |
5. Önnur mál a) Gjaldskrá |