14. maí 2003

miðvikudagur, 14. maí 2003

Stjórnarfundur 14. maí 2003

Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Anton Haraldsson, Matthías Þorvaldsson, Erla Sigurjónsdóttir, Haukur Ingason, Kristján Már Gunnarsson, Elín Jóhannsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla forseta

Jón upplýsti að kynna ætti félagakerfið á kjördæmamótinu og hvetja formenn félaganna og ekki síður svæðaformenn til að hefja notkun þess næsta haust.
Til þess að hvetja yngri spilara til þátttöku í sumarbridge leggur forseti til að BSÍ greiði niður kr. 200 pr. spilara á kvöldi til jafns við sumarbridge og spilarinn greiði því sjálfur kr. 300.
Tilllaga þessi var samþykkt samhljóða.

2. Skýrsla framkvæmdarstjóra

Stefanía sagði frá fundi í Nordisk Bridge Union. Ákveðið var að halda Norðurlandamótunum áfram og verða þau haldin til skiptis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku (S-Noregi og S-Svíðþjóð) Hinar þjóðirnar fá ferðastyrk. NM yngri spilara verður haldið um leið. NM verður alltaf haldið frá miðvikudegi til sunnudags í kring um Uppstigningardag.
BSÍ sendir ekki fulltrúa á EBL þingið í sumar. Stefanía lagði til að við gefum Svíum umboð til þess að fara með atkvæði okkar á þinginu og var það samþykkt samhljóða.
Stefanía sagði líka frá góðum árangri Íslendinga í bikarkeppni Norðurlanda þar sem þeir lentu í öðru sæti.
NM í Færeyjum byrjar á mánudag og þurfti að taka á leigu flugvél til Færeyja en liðin koma síðan heim með áætlunarflugi.
Að lokum upplýsti Stefanía að búast mætti við mjög mikilli þátttöku á EM í Malmö 2004 og væri hún þegar búin að panta gistingu þar fyrir landsliðin og benti þeim sem ætluðu á mótið að skipuleggja sig tímanlega.
Verið er að ganga frá sáttum í "göngugötumálinu" og bíður Björgvin Þorsteinsson lögfræðingur eftir svari við gagntilboði.

3. Kjördæmamót

Eins og áður hefur komið fram á að kynna félagkerfið samhliða væntanlegu kjördæmamóti og sér Ólafur Steinason um þá kynningu. Markmiðið er að um 90% félaga hafi tekið kerfið í notkun 1. okt. n.k. Félögin geta leitað aðstoðar hjá BSÍ.

4. Bikarkeppnin 2003

Dregið verður í 1. umferð bikarsins á kjördæmamótinu að venju. Keppnisgjald verður óbreytt kr. 4.000 á sveit/umferð.

5. Heimasíðan

Haukur fór yfir ábendingar sem áður höfðu verið sendar til stjórnamanna. Sagði hann að búið væri að verða við nokkrum, en hann vildi fleiri breytingar.
Í umræðunni sem fylgdi kom fram að því fleiri félög sem nýttu sér síðuna því auðveldara væri að selja auglýsingar inn á hana og að í raun væri heimasíðan andlit BSÍ. Sú spurning kom líka upp hvort hanna þurfi nýja síðu eða hvort nota mætti þessa áfram.
Anton stakk upp á að skipuð verði nefnd vegna heimsíðunnar og taldi það ekki síður mikilvæga nefnd en margar aðrar.
Jón þakkaði Hauki góða vinnu og leggur til að Haukur finni með sér tvo menn í nefnd sem vinni að málinu.

6. Fræðslumál

Ljósbrá Baldursdóttir mætti á fundinn .
Jón sagði að unnið hefði verið frábært starf á sviði fræðslumála og þakkaði henni það.
Ljósbrá tók til máls og sagði starfið hafa þróast út í það að leggja aðaláhersluna á framhaldsskólana sem markhóp. Það þyrfti mikið aðhald til þess að halda þessu starfi áfram í þróun og taldi hún mótahald vera einn aðallykilinn til árangurs. Hún áætlar að það muni taka ca 3 ár að gera undistöðurnar traustar og þá væri hægt að halda hér fjölmenn Íslandsmót fyrir yngri spilara. Hún lagði til að í haust verði stofnað Bf. yngri spilara í samstarfi við B.R.
Stefanía þakkaði Ljósbrá hversu vel hafi verið að málum staðið og hafi árangur farið fram úr björtustu vonum. Fleiri fundarmenn tóku undir þetta og sögðu jarðveg góðan og jákvæða stemmingu í kringum fræðslumálin.
Gerð námsefnis var rædd, en fleiri aðilar eru að vinna að gerð kennsluefnis. Ákveðið að ræða samvinnu við B.R. svo og að halda áfram með námskeið fyrir 13-15 ára.
Jón sagðist vonast eftir heimild stjórnar til áframhaldandi samninga við Ljósbrá. Setja þyrfti upp kennsluplan til áramóta og útbúa kynningarefni fyrir framhaldsskólana.

7. Íslandsmót í svk. og tvím. Breytingar.

Í lokin voru umræður um fyrirhugaðar breytingatillögur vegna Íslandsmóta. í tvímenningi og sveitakeppni, en þær verða afgreiddar á næsta stjórnafundi 21. maí.
Fram komu hugmyndir um að hafa óbreyttan fjölda sveita í undankeppninni, þá þarf ekki að hrófla við kvótanum. Ánægja er með að 4 sveitir spili til úrslita á síðasta degi mótsins og einnig að spila 20 spila leiki án hálfleikja.
Upp komu ýmsar skoðanir á breytingunum varðandi tvímenninginn og þá helst hvort hlutfall Reykjavíkurspilara yrði of lágt.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 19:30



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar