12. mars 2003
Stjórnarfundur 12. mars 2003
Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Kristján Már Gunnarsson, Matthías Þorvaldsson,
Anton Haraldsson, Ísak Örn Sigurðsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla forseta. Jón ræddi vítt og breytt um útbreiðslumálin og hvatti menn til
dáða. Hann sagði fréttaflutning af Íslandsmótum í útvarpi og
sjónvarpi nánast engan og á því þyrfti að gera bragarbót. |
| 2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Bráðabirgaðuppgjör vegna Bridgehátíðar lagt fram og er aðeins
lítilsháttar hagnaður af mótinu þrátt fyrir hagstætt gengi
dollars. |
| 3. Tillögur um breytingar á
Íslandsmótum í tvímenningi og sveitakeppni. Anton Haraldsson, formaður Laga- og keppnsireglunefndar kynnti
tillögur nefndarinnar. Tilllögurnar verða teknar fyrir á næsta
stjórnarfundi. |
| 4. Fræðslumál. Matthías sagði mikla vinnu í gangi um allt land í skólunum.
Kennslugögn eru annaðhvort tilbúin eða í smíðum. Skrifuð verður
grein um fræðslustarfsemina til birtingar í fjölmiðlum og á
heimasíðunni. |
| 5. Sumarbridge 2003. Samþykkt að sumarbridge verði boðið út á svipuðum nótum og í
fyrra. Tilboð verða opnuð á næsta stjórnarfundi 9. apríl. |
| 6. Landsliðsmál. Opinn flokkur: |
| 7. Önnur mál. a) Silfurstigamót. |
