12. mars 2003

miðvikudagur, 12. mars 2003

Stjórnarfundur 12. mars 2003

Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Erla Sigurjónsdóttir, Kristján Már Gunnarsson, Matthías Þorvaldsson, Anton Haraldsson, Ísak Örn Sigurðsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla forseta.

Jón ræddi vítt og breytt um útbreiðslumálin og hvatti menn til dáða. Hann sagði fréttaflutning af Íslandsmótum í útvarpi og sjónvarpi nánast engan og á því þyrfti að gera bragarbót.
Rædd var framkvæmd skoðanakönnunar sem gera á í Borgarnesi. Ákveðið að mótanefnd með aðstoð Matthíasar útbúi spurningablað.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Bráðabirgaðuppgjör vegna Bridgehátíðar lagt fram og er aðeins lítilsháttar hagnaður af mótinu þrátt fyrir hagstætt gengi dollars.
6 mánuðir eru liðnir af fjárhagsárinu og reksturinn í stórum dráttum skv. fjárhagsáætlun, þó eru húsaleigutekjur undir áætlun.
Enn er ófrágengið innheimtumál Framfarafélagsins í Mjódd. Stefaníu og Jóni falið að ganga frá málinu í samráði við lögfræðing BSÍ.

3. Tillögur um breytingar á Íslandsmótum í tvímenningi og sveitakeppni.

Anton Haraldsson, formaður Laga- og keppnsireglunefndar kynnti tillögur nefndarinnar. Tilllögurnar verða teknar fyrir á næsta stjórnarfundi.
Varðandi reglugerð í bikarkeppninni sagði Anton það álit nefndarinnar, að það væri á ábyrgð spilara í bikarsveitum að tilkynna ef þeir telji sig hafa rétt til yfirsetu í 1. umferð, geri þeir það ekki missi þeir réttinn.

4. Fræðslumál.

Matthías sagði mikla vinnu í gangi um allt land í skólunum. Kennslugögn eru annaðhvort tilbúin eða í smíðum. Skrifuð verður grein um fræðslustarfsemina til birtingar í fjölmiðlum og á heimasíðunni.

5. Sumarbridge 2003.

Samþykkt að sumarbridge verði boðið út á svipuðum nótum og í fyrra. Tilboð verða opnuð á næsta stjórnarfundi 9. apríl.

6. Landsliðsmál.

Opinn flokkur:
Búið er að velja landsliðið á Norðurlandamótið í Færeyjum í sumar:
Guðmundur Páll, fyrirliði, Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson og Þröstur Ingimarsson.
Kvennaflokkur:
Æfingar eru vikulega, en ekki búið að velja lið.
Yngri spilarar:
Ákvörðun um þátttöku á NM í Finnlandi tekin fljótlega.

7. Önnur mál.

a) Silfurstigamót.
Útbúið verði staðlað form um þær reglur sem þarf að hafa í heiðri þegarsilfurstigamót eru haldin, af gefnu tilefni vegna ábendingar frá Sveini Rúnari.
b) Bikarkeppni fyrir óvana keppnisspilara.
Tillögu um Bikarkeppni fyrir spilara sem hafa t.d. minna en 50 meistarastig vísað til mótanefndar.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19:15



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar