12. mars 2003
Stjórnarfundur 12. mars 2003
Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Kristján Már Gunnarsson, Matthías Þorvaldsson,
Anton Haraldsson, Ísak Örn Sigurðsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla forseta. Jón ræddi vítt og breytt um útbreiðslumálin og hvatti menn til
dáða. Hann sagði fréttaflutning af Íslandsmótum í útvarpi og
sjónvarpi nánast engan og á því þyrfti að gera bragarbót. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Bráðabirgaðuppgjör vegna Bridgehátíðar lagt fram og er aðeins
lítilsháttar hagnaður af mótinu þrátt fyrir hagstætt gengi
dollars. |
3. Tillögur um breytingar á
Íslandsmótum í tvímenningi og sveitakeppni. Anton Haraldsson, formaður Laga- og keppnsireglunefndar kynnti
tillögur nefndarinnar. Tilllögurnar verða teknar fyrir á næsta
stjórnarfundi. |
4. Fræðslumál. Matthías sagði mikla vinnu í gangi um allt land í skólunum.
Kennslugögn eru annaðhvort tilbúin eða í smíðum. Skrifuð verður
grein um fræðslustarfsemina til birtingar í fjölmiðlum og á
heimasíðunni. |
5. Sumarbridge 2003. Samþykkt að sumarbridge verði boðið út á svipuðum nótum og í
fyrra. Tilboð verða opnuð á næsta stjórnarfundi 9. apríl. |
6. Landsliðsmál. Opinn flokkur: |
7. Önnur mál. a) Silfurstigamót. |