Northern Lights Bridge Festival September 2022

Northern Lights
Bridge Festival
September 2022

Memorial tournament for
Gunnar Birgisson

Teams and pairs event with great prizes
Held from 2nd to 4th of September 2022

https://vikingbridge.is

5. febrúar 2003

miðvikudagur, 5. febrúar 2003

Stjórnarfundur 05. febrúar 2003

Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Anton Haraldsson, Ísak Örn Sigurðsson, Matthías Þorvaldsson, Erla Sigurjónsdóttir, Haukur Ingason og Elín Jóhannsdóttir. Fundargerð rita: Elín Jóhannsdóttir ( 1. - 3. ) og Ísak Örn Sigurðsson ( 3. - 4. )

1. Skýrsla forseta.

Forseti sagði frá því að undirbúningur fyrir Bridgehátið 2003 væri í fullum gangi þó að það væri nú aðallega framkvæmdastjóri sem annaðist hann.
Forseti sagðist einnig vera að ýta á eftir bréfi frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kæmi að bridge yrði samþykkt sem valfag í framhaldsskólum landsins og var forseti bjartsýnn á framhald þessara mála og er í tengslum við það búinn að koma af stað bridgeumræðu í framhaldsskólunum.
Jón var líka búinn að hafa samband við eldri borgara og er að leita leiða hvernig best verði að málum staðið í sambandi við hvort þeir vilji ekki ganga í Bridgesambandið.
Þá skýrði Jón frá því að landsliðseinvaldar væru byrjaðir sína vinnu og að búið væri að velja landslið í opnum flokki og æfingar hafnar í kvennaflokki.
Í því samhengi var tekið fyrir bréf sem borist hafði stjórninni frá bridgekonu vegna óánægju með vinnubrögð þjálfara þegar valið var í æfingahópinn.
Að lokinni umræðu um málið ákvað stjórnin að lýsa yfir fullu trausti til landsliðseinvalds og að ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við hans vinnubrögð í þessu máli.

2. Fræðslumál.

Matthías sagði frá því að um 140 krakkar væru að fara af stað í Minibrids og væru það 2 skólar sem væru þátttakendur í því. Þá var það rætt að reyna að fá meiri fjölmiðlaumræðu um þessi mál því það væri besta auglýsingin.

3. Bréf og önnur erindi.

a) Bréf hafði borist frá Sveini Rúnari um hvort ekki ætti að setja skilyrði um að reglugerð ætti að vera til staðar þegar silfurstigamót væru haldin. Í umræðunni þar um kom fram, að sækja þyrfti um silfurstigamót (önnur en svæðamót) og að þessi reglugerð væri margbrotin
b) Annað bréf hafði borist frá Sveini Rúnari vegna forrits sem notað er til útreiknings til að búa til færslur í Monrad Barometer á Bridgehátíð og er Sveinn Rúnar eigandi að þessu forriti en hefur lánað Bridgesambandinu það endurgjaldslaust undanfarin ár. Samþykkt var að athuga með að kaupa þetta kerfi og tók Jón að sér að skoða málið.
c) Lagt fram bréf Ómars Olgeirssonar með athugasemdum um það sem betur má fara á heimasíðunni. Tillögur Ómars ræddar og góður rómur gerður að þeim. Haukur Ingason, sem er sérlegur umsjónarmaður síðunnar, ræðir breytingartillögur og endurbætur og kemur með tillögu fyrir næsta fund.

4. Önnur mál.

Stjórnin þakkar góðar ábendingar um siða- og hegðunarreglur sem Bridgefélag Reykjavíkur leggur fram og lýsir yfir ánægju með að umræðan er lífleg um þessi málefni. Laga- og keppnisreglunefnd setur sig að sjálfsögðu ekki á móti að félög innan sambandsins minni félagsmenn sína á að viðhafa almenna kurteisi við spilaborðið og bendi á reglur þar um. Nefndin telur að ekki sé ástæða til að BSÍ setji sérstakar siðareglur þar um.

Fundi slitið kl. 19:20